Nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl: Samtökin verði framsækin, djörf og upplýsandi Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 14:10 Silja Yraola Eyþórsdóttir starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. vísir/vilhelm Silja Yraola Eyþórsdóttir er nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl en aðalfundur félagsins fór fram í gærkvöldi. Silja tekur við embættinu af Birni H. Sveinssyni sem lét við sama tilefni af störfum eftir tveggja ára formennsku. Hún segist hlakka mikið til að takast á við verkefnið. „Þetta er nýr vettvangur fyrir mig og það kom reyndar svolítið óvænt upp að ég lenti í embætti formanns samtakanna. En ég er mjög spennt og bjartsýn.“Breytt samfélag Silja segir mikilvægt að rödd félagsins heyrist, enda endurspegli sjálf tilvist samtakanna breyttan veruleika og breytt samfélag. „Ég vil að samtökin verði samtök fyrir alla. Þau þjóna í raun hagsmunum allra því við öll njótum við góðs af minni bílaumferð . Ég vil sömuleiðis að samtökin verði flott fyrirmynd, gefi af sér góða orku, verði framsækin, djörf og upplýsandi. Mig langar sömuleiðis að efla samtökin og gera þau sýnilegri í þjóðfélagsumræðunni.“Með puttann á púlsinum Silja stundaði á sínum tíma nám við Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni miðlun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Áður en hún hóf störf hjá OR starfaði hún hjá upplýsingaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Ég hef verið með puttann á púlsinum þegar kemur að samgöngumálum. Nú hefur leiðin mín í vinnuna lengst verulega og ég vil að sú nýja reynsla sem ég hef aflað mér í bílleysinu geti nýst samtökunum til góðs,“ segir Silja. Á aðalfundi samtakanna voru einnig þau Einar Sigurvinsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, Arnór Bogason og Sigurður Ólafsson kosin í stjórn. Þá voru Dagur Bollason og Sesselja Traustadóttir kosin sem varamenn í stjórn og Ásbjörn Ólafsson skoðunarmaður reikninga. Samgöngur Vistaskipti Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Silja Yraola Eyþórsdóttir er nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl en aðalfundur félagsins fór fram í gærkvöldi. Silja tekur við embættinu af Birni H. Sveinssyni sem lét við sama tilefni af störfum eftir tveggja ára formennsku. Hún segist hlakka mikið til að takast á við verkefnið. „Þetta er nýr vettvangur fyrir mig og það kom reyndar svolítið óvænt upp að ég lenti í embætti formanns samtakanna. En ég er mjög spennt og bjartsýn.“Breytt samfélag Silja segir mikilvægt að rödd félagsins heyrist, enda endurspegli sjálf tilvist samtakanna breyttan veruleika og breytt samfélag. „Ég vil að samtökin verði samtök fyrir alla. Þau þjóna í raun hagsmunum allra því við öll njótum við góðs af minni bílaumferð . Ég vil sömuleiðis að samtökin verði flott fyrirmynd, gefi af sér góða orku, verði framsækin, djörf og upplýsandi. Mig langar sömuleiðis að efla samtökin og gera þau sýnilegri í þjóðfélagsumræðunni.“Með puttann á púlsinum Silja stundaði á sínum tíma nám við Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni miðlun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Áður en hún hóf störf hjá OR starfaði hún hjá upplýsingaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Ég hef verið með puttann á púlsinum þegar kemur að samgöngumálum. Nú hefur leiðin mín í vinnuna lengst verulega og ég vil að sú nýja reynsla sem ég hef aflað mér í bílleysinu geti nýst samtökunum til góðs,“ segir Silja. Á aðalfundi samtakanna voru einnig þau Einar Sigurvinsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, Arnór Bogason og Sigurður Ólafsson kosin í stjórn. Þá voru Dagur Bollason og Sesselja Traustadóttir kosin sem varamenn í stjórn og Ásbjörn Ólafsson skoðunarmaður reikninga.
Samgöngur Vistaskipti Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira