Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2019 14:16 Ásökunin um innbrotið hefur vakið mikla athygli en rapparinn gefur ekki mikið fyrir þetta og spyr hvort það megi ekkert lengur. Rapparinn Gísli Pálmi hefur ásamt ungri konu verið sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás í gærkvöldi um tíu leytið og haft þaðan með sér eitt og annað úr íbúðinni. Það gerir Þórdís Árnadóttir með afgerandi hætti á Facebooksíðu sinni, í færslu þar sem hún nafngreinir parið og vandar þeim ekki kveðjurnar. Skilið dótinu! Gísli Pálmi hæðist að þessu á sínum Facebookvegg, deilir færslu Þórdísar með orðunum: „BÍDDU VÁA! má maður bara ekkert lengur .. hahaha hva er að frétta“? Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við tónlistarmanninn nú í allan morgun en án árangurs. Aldrei verið eins reið áður Þórdís segist hins vegar vera fjúkandi reið en hún er sannfærð um að það hafi verið þau Gísli og hin unga kona sem brutust inn í íbúð stjúpdóttur hennar. Hún segir vitni til staðar, náðst hafi bílnúmer sem rekja má til bíls í eigu föður Gísla Pálma auk þess sem konan hafi talað af sér í símtali í gærkvöld, en kunningsskapur er milli stjúpdóttur hennar og umræddrar konu. Gísli Pálmi gefur ekki mikið fyrir þessa ásökun á sinni Facebooksíðu. Þórdís segir að þegar sá sem býr í íbúðinni sé vinur stjúpdóttur sinnar. Þau fóru í bíó og þegar þau komu aftur var búið brjótast inn, sparka upp hurðinni og stela öllu steini léttara. Meðal annars tölvu sem dóttir hennar á þar sem í eru ritgerðir og annað sem hún var að vinna fyrir skólann, en hún stefnir að því að útskrifast fljótlega.“ „Ég hef aldrei verið svona reið, ég er brjáluð,“ segir Þórdís og vandar þeim ekki kveðjurnar sem hún er sannfærð um að séu hinir seku. Hún segir lögregluna komna á sporið, þökk sé Facebook-færslu sinni. Og hún hefur farið víða, nú þegar hafa tæpir 600 deilt henni víðs vegar um Facebook. Þórdís segist hvergi smeyk þó svo megi heita að Gísli Pálmi hafi tengsl við undirheimana. Nýtt að grunaðir séu nafngreindir opinberlega En, er lögreglan komin á sporið? Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti í morgun í samtali við Vísi að málið væri til skoðunar hjá lögreglunni. Fulltrúar hafi farið á vettvang í gærkvöldi, tekið skýrslu af húsráðanda sem hafi tilkynnt að munum hafi verið stolið. Um það hvort lögreglan sé komin á sporið segir Valgarður að það liggi fyrir ákveðnar upplýsingar og ákveðnir aðilar hafi verið nefndir sem gætu tengst málinu. Meira sé ekki hægt að segja um það. Málið er ekki komið á það stig að fólk hafi verið yfirheyrt vegna þess. Valgarður segir þetta tiltölulega nýja stöðu sem bæði lögregla og fjölmiðlar standi frammi fyrir, að hinir grunuðu séu nafngreindir opinberlega. Rappar um það sem hann hefur upplifað Gísli Pálmi er einn þekktasti tónlistarmaður landsins. Hann lagði spilin á borðið, eins og þar stendur, í viðtali við Dóra DNA fyrir þremur árum og þá sagðist hann meðal annars syngja um það sem hann hefði upplifað. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi“ Tónlistarmanninum Gísla Pálma var meinað að stíga á stokk á Dýrafjarðardögum. 23. júlí 2019 11:15 Gísli Pálmi hitar upp fyrir Basshunter: „Hann er mikill aðdáandi“ Rapparinn Gísli Pálmi mun hita upp fyrir Basshunter á Spot annað kvöld. Þetta kom fram í Brennslunni á FM957 í morgun. 23. mars 2017 10:15 Gísli Pálmi sendir frá sér stuttskífuna Frost Platan inniheldur fimm lög og hana má finna á Spotify. 24. maí 2018 10:03 Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Rapparinn Gísli Pálmi hefur ásamt ungri konu verið sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás í gærkvöldi um tíu leytið og haft þaðan með sér eitt og annað úr íbúðinni. Það gerir Þórdís Árnadóttir með afgerandi hætti á Facebooksíðu sinni, í færslu þar sem hún nafngreinir parið og vandar þeim ekki kveðjurnar. Skilið dótinu! Gísli Pálmi hæðist að þessu á sínum Facebookvegg, deilir færslu Þórdísar með orðunum: „BÍDDU VÁA! má maður bara ekkert lengur .. hahaha hva er að frétta“? Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við tónlistarmanninn nú í allan morgun en án árangurs. Aldrei verið eins reið áður Þórdís segist hins vegar vera fjúkandi reið en hún er sannfærð um að það hafi verið þau Gísli og hin unga kona sem brutust inn í íbúð stjúpdóttur hennar. Hún segir vitni til staðar, náðst hafi bílnúmer sem rekja má til bíls í eigu föður Gísla Pálma auk þess sem konan hafi talað af sér í símtali í gærkvöld, en kunningsskapur er milli stjúpdóttur hennar og umræddrar konu. Gísli Pálmi gefur ekki mikið fyrir þessa ásökun á sinni Facebooksíðu. Þórdís segir að þegar sá sem býr í íbúðinni sé vinur stjúpdóttur sinnar. Þau fóru í bíó og þegar þau komu aftur var búið brjótast inn, sparka upp hurðinni og stela öllu steini léttara. Meðal annars tölvu sem dóttir hennar á þar sem í eru ritgerðir og annað sem hún var að vinna fyrir skólann, en hún stefnir að því að útskrifast fljótlega.“ „Ég hef aldrei verið svona reið, ég er brjáluð,“ segir Þórdís og vandar þeim ekki kveðjurnar sem hún er sannfærð um að séu hinir seku. Hún segir lögregluna komna á sporið, þökk sé Facebook-færslu sinni. Og hún hefur farið víða, nú þegar hafa tæpir 600 deilt henni víðs vegar um Facebook. Þórdís segist hvergi smeyk þó svo megi heita að Gísli Pálmi hafi tengsl við undirheimana. Nýtt að grunaðir séu nafngreindir opinberlega En, er lögreglan komin á sporið? Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti í morgun í samtali við Vísi að málið væri til skoðunar hjá lögreglunni. Fulltrúar hafi farið á vettvang í gærkvöldi, tekið skýrslu af húsráðanda sem hafi tilkynnt að munum hafi verið stolið. Um það hvort lögreglan sé komin á sporið segir Valgarður að það liggi fyrir ákveðnar upplýsingar og ákveðnir aðilar hafi verið nefndir sem gætu tengst málinu. Meira sé ekki hægt að segja um það. Málið er ekki komið á það stig að fólk hafi verið yfirheyrt vegna þess. Valgarður segir þetta tiltölulega nýja stöðu sem bæði lögregla og fjölmiðlar standi frammi fyrir, að hinir grunuðu séu nafngreindir opinberlega. Rappar um það sem hann hefur upplifað Gísli Pálmi er einn þekktasti tónlistarmaður landsins. Hann lagði spilin á borðið, eins og þar stendur, í viðtali við Dóra DNA fyrir þremur árum og þá sagðist hann meðal annars syngja um það sem hann hefði upplifað. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi“ Tónlistarmanninum Gísla Pálma var meinað að stíga á stokk á Dýrafjarðardögum. 23. júlí 2019 11:15 Gísli Pálmi hitar upp fyrir Basshunter: „Hann er mikill aðdáandi“ Rapparinn Gísli Pálmi mun hita upp fyrir Basshunter á Spot annað kvöld. Þetta kom fram í Brennslunni á FM957 í morgun. 23. mars 2017 10:15 Gísli Pálmi sendir frá sér stuttskífuna Frost Platan inniheldur fimm lög og hana má finna á Spotify. 24. maí 2018 10:03 Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
„Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi“ Tónlistarmanninum Gísla Pálma var meinað að stíga á stokk á Dýrafjarðardögum. 23. júlí 2019 11:15
Gísli Pálmi hitar upp fyrir Basshunter: „Hann er mikill aðdáandi“ Rapparinn Gísli Pálmi mun hita upp fyrir Basshunter á Spot annað kvöld. Þetta kom fram í Brennslunni á FM957 í morgun. 23. mars 2017 10:15
Gísli Pálmi sendir frá sér stuttskífuna Frost Platan inniheldur fimm lög og hana má finna á Spotify. 24. maí 2018 10:03
Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47