Óli Björn segir Samfylkingu og Viðreisn vilja einangra Ísland í „fyrirmyndarríkinu ESB“ Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2019 19:15 Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill að unnið verði að fríverslunarsvæði ríkja við norður Atlantshaf. Samfylkingin og Viðreisn vilji hins vegar einangra Íslands innan Evrópusambandsins en formenn þeirra flokka tóku dræmt í hugmyndina. Óli Björn Kárason sagði í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að fáar þjóðir ættu meira undir frjálsum utanríkisviðskiptum en Íslendingar og þar skipti aðildin að EFTA og EES miklu máli. Hann hafi lengi mælt með að samið yrði um fríverslunarsvæði þjóða við norður Atlantshaf. „Fríverslunarsvæði með þátttöku okkar Íslendinga, Noregs, Grænlands, Færeyja, Kanada og Bandaríkjanna og hugsanlega líka Bretlands ef mál þróast á þann veg sem flest bendir til,“ sagði Óli Björn. Þannig gæti myndast 430 milljóna manna markaður fullvalda þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók jákvætt í þessa hugmynd en ótrúlega lítill tími hafi farið í að ræða þessi miklu hagsmunamál. Fyrir utan EES samninginn hefði Ísland þó einnig gert 30 samninga við 41 ríki í gegnum EFTA samstarfið sem næðu til 1,2 milljarða manna, auk annarra samninga. Þá væri unnið markvisst að samningum við Bandaríkin. „Síðan varðandi hugmynd háttvirts þingmanns. Þá er hún mjög góð. En við auðvitað gerum það ekki öðruvísi en allir hinir vilji vera með. Við erum hins vegar bara að vinna jafnt og þétt að því að efla samskiptin við þessi ríki,“ sagði Guðlaugur Þór. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagðist ekki ætla að mæla á móti frjálsum viðskiptum og góðu samstarfi milli ríkja. Hann teldi þó ekki mikla möguleika á að hugmynd Óla Björns gæri orðið að veruleika. „Í fyrsta lagi gera Bandaríkjamenn kröfur um niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum. Hverjir skyldu það nú vera sem hafa helst staðið gegn slíkum samningum? Og einnig að Bandaríkjamenn hafa einfaldlega ekki haft mikinn áhuga á slíkum samningi,“ sagði Logi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði lönd í norður Atlantshafi ekki líkleg til að vilja fórna þeirri stöðu sem þau hefðu í dag. „Hafa menn spurt þau að því? Og það allt fyrir, að mínu mati, þröngsýni innan Sjálfstæðisflokksins af ótta við Miðflokkinn. Slíkur samningur myndi að mínu mati bæta littlu við það sem við höfum,“ sagði Þorgerður Katrín en ummæli hennar og Loga náðu að ýfa Óla Björn sem sagðist furðu lostinn á málflutningi formanns Viðreisnar. „Við munum halda áfram Sjálfstæðisflokkur, enda höfum við verið leiðandi í því, að reyna að tryggja hér opið og frjálst samfélag. Opnara samfélag heldur en fyrirmyndarríki Samfylkingar og Viðreisnar í Evrópusambandinu. Þakka ykkur kærlega fyrir.“ „Ekkert að þakka,“ kallaði Logi fram í. Alþingi Efnahagsmál Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill að unnið verði að fríverslunarsvæði ríkja við norður Atlantshaf. Samfylkingin og Viðreisn vilji hins vegar einangra Íslands innan Evrópusambandsins en formenn þeirra flokka tóku dræmt í hugmyndina. Óli Björn Kárason sagði í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að fáar þjóðir ættu meira undir frjálsum utanríkisviðskiptum en Íslendingar og þar skipti aðildin að EFTA og EES miklu máli. Hann hafi lengi mælt með að samið yrði um fríverslunarsvæði þjóða við norður Atlantshaf. „Fríverslunarsvæði með þátttöku okkar Íslendinga, Noregs, Grænlands, Færeyja, Kanada og Bandaríkjanna og hugsanlega líka Bretlands ef mál þróast á þann veg sem flest bendir til,“ sagði Óli Björn. Þannig gæti myndast 430 milljóna manna markaður fullvalda þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók jákvætt í þessa hugmynd en ótrúlega lítill tími hafi farið í að ræða þessi miklu hagsmunamál. Fyrir utan EES samninginn hefði Ísland þó einnig gert 30 samninga við 41 ríki í gegnum EFTA samstarfið sem næðu til 1,2 milljarða manna, auk annarra samninga. Þá væri unnið markvisst að samningum við Bandaríkin. „Síðan varðandi hugmynd háttvirts þingmanns. Þá er hún mjög góð. En við auðvitað gerum það ekki öðruvísi en allir hinir vilji vera með. Við erum hins vegar bara að vinna jafnt og þétt að því að efla samskiptin við þessi ríki,“ sagði Guðlaugur Þór. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagðist ekki ætla að mæla á móti frjálsum viðskiptum og góðu samstarfi milli ríkja. Hann teldi þó ekki mikla möguleika á að hugmynd Óla Björns gæri orðið að veruleika. „Í fyrsta lagi gera Bandaríkjamenn kröfur um niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum. Hverjir skyldu það nú vera sem hafa helst staðið gegn slíkum samningum? Og einnig að Bandaríkjamenn hafa einfaldlega ekki haft mikinn áhuga á slíkum samningi,“ sagði Logi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði lönd í norður Atlantshafi ekki líkleg til að vilja fórna þeirri stöðu sem þau hefðu í dag. „Hafa menn spurt þau að því? Og það allt fyrir, að mínu mati, þröngsýni innan Sjálfstæðisflokksins af ótta við Miðflokkinn. Slíkur samningur myndi að mínu mati bæta littlu við það sem við höfum,“ sagði Þorgerður Katrín en ummæli hennar og Loga náðu að ýfa Óla Björn sem sagðist furðu lostinn á málflutningi formanns Viðreisnar. „Við munum halda áfram Sjálfstæðisflokkur, enda höfum við verið leiðandi í því, að reyna að tryggja hér opið og frjálst samfélag. Opnara samfélag heldur en fyrirmyndarríki Samfylkingar og Viðreisnar í Evrópusambandinu. Þakka ykkur kærlega fyrir.“ „Ekkert að þakka,“ kallaði Logi fram í.
Alþingi Efnahagsmál Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira