Eldur í rafbílum Þórhallur Guðmundsson skrifar 23. október 2019 07:19 Mikið er til af slúðursögum um rafbifreiðar. Hálfur sannleikur og slettur hafa fengið næga umfjöllun í fjölmiðlum og hafa fengið marga til að efast um kaup á rafbifreiðum. Þeir sem halda uppi mótbárum gegn rafbifreiðum eru annaðhvort hagsmunaaðilar sem vilja ekki að rafbifreiðar verði helsti kostur neytenda eða hinir sem vita einfaldlega ekki betur og skortir þekkingu á málaflokknum. Já, það hafa Teslur orðið eldi að bráð og krassandi fréttum og djörfum fyrirsögnum verið slegið upp í virtum dagblöðum og tímaritum út um allan heim. Enginn vill aka bíl sem skyndilega springur upp í loga eða er líklegur til að kvikni í honum eftir árekstur. En hversu oft kviknar í Tesla-bifreiðum í raun og veru? Fyrsti tilkynnti eldurinn sem kom upp hjá Tesla varð þann 1. október 2013 eftir að Model S varð eldi að bráð eftir að hafa keyrt á stórt málmstykki á veginum á miklum hraða. Síðan þá hefur kviknað í alls 40 Teslum víða um heim. Meirihlutinn af þeim eldum kom í kjölfar skelfilegra háhraðaárekstra sem rifu upp Lithium-Ion-rafhlöðupakkana. Allir voru rannsakaðir af staðbundnum yfirvöldum, þar á meðal stofnunum eins og Samgönguöryggisstofu Ameríku. Engin þeirra hefur nokkurn tíma kennt um hönnun eða samsetningu Teslabifreiða. Og í öllum tilvikum, þar á meðal íkviknun vegna rangt uppsetts hleðslutækis, hefur Tesla skoðað og uppfært öryggiskerfi bílanna til að koma í veg fyrir að þetta vandamál endurtaki sig. Byggt á síðustu tiltækum tölulegu gögnum, þá kviknar í fimm Teslum fyrir hverja 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru samanborið við fimmtíu og fimm elda á 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru á jarðefnaeldsneytisbifreiðum. Síðustu tölur sem í boði eru frá Forvarnarsamtökum National Fire árið 2015 benda til þess að það hafi verið 174.000 brunar í jarðefnaeldsneytisbifreiðum í Bandaríkjunum það ár eða að meðaltali einn á þriggja mínútna fresti, sem leiddi til 445 dauðsfalla. Í maí síðastliðnum dóu þrír einstaklingar þegar bensínstöð í Virginíu sprakk í loft upp. Í febrúar eyðilögðust tveir bílar þegar bensínstöð í Norður-Karólínu brann til kaldra kola. Hingað til hafa engin dauðsföll í Tesla-bifreiðum eða í öðrum tegundum rafbifreiða verið rakin til elds. Einnig má nefna að flestir hafa ekki miklar áhyggjur af því að kvikni skyndilega í farsímum, fartölvum, þráðlausum verkfærum eða öðru sem notar rafhlöður þrátt fyrir að þau falli í gólfið og brotni. Á síðasta ári innkallaði Ford 440.000 jarðefnaeldsneytisbifreiðar, 2.000.000 Ford F150 voru innkallaðar vegna eldhættu í búnaði sætisbelta eins skrýtið og það hljómar. Einnig á síðasta ári voru innkallaðar 1.600.000 BMW jarðefnaeldsneytisbifreiðar vegna eldhættu. Ekki hefur verið ein innköllun á rafbifreiðum vegna eldhættu. Því er hægt að fullyrða að bifreiðar sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti og sérstaklega metanbifreiðar sem geyma gas undir þrýstingi eru töluvert hættulegri þegar kemur að eldhættu.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikið er til af slúðursögum um rafbifreiðar. Hálfur sannleikur og slettur hafa fengið næga umfjöllun í fjölmiðlum og hafa fengið marga til að efast um kaup á rafbifreiðum. Þeir sem halda uppi mótbárum gegn rafbifreiðum eru annaðhvort hagsmunaaðilar sem vilja ekki að rafbifreiðar verði helsti kostur neytenda eða hinir sem vita einfaldlega ekki betur og skortir þekkingu á málaflokknum. Já, það hafa Teslur orðið eldi að bráð og krassandi fréttum og djörfum fyrirsögnum verið slegið upp í virtum dagblöðum og tímaritum út um allan heim. Enginn vill aka bíl sem skyndilega springur upp í loga eða er líklegur til að kvikni í honum eftir árekstur. En hversu oft kviknar í Tesla-bifreiðum í raun og veru? Fyrsti tilkynnti eldurinn sem kom upp hjá Tesla varð þann 1. október 2013 eftir að Model S varð eldi að bráð eftir að hafa keyrt á stórt málmstykki á veginum á miklum hraða. Síðan þá hefur kviknað í alls 40 Teslum víða um heim. Meirihlutinn af þeim eldum kom í kjölfar skelfilegra háhraðaárekstra sem rifu upp Lithium-Ion-rafhlöðupakkana. Allir voru rannsakaðir af staðbundnum yfirvöldum, þar á meðal stofnunum eins og Samgönguöryggisstofu Ameríku. Engin þeirra hefur nokkurn tíma kennt um hönnun eða samsetningu Teslabifreiða. Og í öllum tilvikum, þar á meðal íkviknun vegna rangt uppsetts hleðslutækis, hefur Tesla skoðað og uppfært öryggiskerfi bílanna til að koma í veg fyrir að þetta vandamál endurtaki sig. Byggt á síðustu tiltækum tölulegu gögnum, þá kviknar í fimm Teslum fyrir hverja 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru samanborið við fimmtíu og fimm elda á 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru á jarðefnaeldsneytisbifreiðum. Síðustu tölur sem í boði eru frá Forvarnarsamtökum National Fire árið 2015 benda til þess að það hafi verið 174.000 brunar í jarðefnaeldsneytisbifreiðum í Bandaríkjunum það ár eða að meðaltali einn á þriggja mínútna fresti, sem leiddi til 445 dauðsfalla. Í maí síðastliðnum dóu þrír einstaklingar þegar bensínstöð í Virginíu sprakk í loft upp. Í febrúar eyðilögðust tveir bílar þegar bensínstöð í Norður-Karólínu brann til kaldra kola. Hingað til hafa engin dauðsföll í Tesla-bifreiðum eða í öðrum tegundum rafbifreiða verið rakin til elds. Einnig má nefna að flestir hafa ekki miklar áhyggjur af því að kvikni skyndilega í farsímum, fartölvum, þráðlausum verkfærum eða öðru sem notar rafhlöður þrátt fyrir að þau falli í gólfið og brotni. Á síðasta ári innkallaði Ford 440.000 jarðefnaeldsneytisbifreiðar, 2.000.000 Ford F150 voru innkallaðar vegna eldhættu í búnaði sætisbelta eins skrýtið og það hljómar. Einnig á síðasta ári voru innkallaðar 1.600.000 BMW jarðefnaeldsneytisbifreiðar vegna eldhættu. Ekki hefur verið ein innköllun á rafbifreiðum vegna eldhættu. Því er hægt að fullyrða að bifreiðar sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti og sérstaklega metanbifreiðar sem geyma gas undir þrýstingi eru töluvert hættulegri þegar kemur að eldhættu.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun