Eldur í rafbílum Þórhallur Guðmundsson skrifar 23. október 2019 07:19 Mikið er til af slúðursögum um rafbifreiðar. Hálfur sannleikur og slettur hafa fengið næga umfjöllun í fjölmiðlum og hafa fengið marga til að efast um kaup á rafbifreiðum. Þeir sem halda uppi mótbárum gegn rafbifreiðum eru annaðhvort hagsmunaaðilar sem vilja ekki að rafbifreiðar verði helsti kostur neytenda eða hinir sem vita einfaldlega ekki betur og skortir þekkingu á málaflokknum. Já, það hafa Teslur orðið eldi að bráð og krassandi fréttum og djörfum fyrirsögnum verið slegið upp í virtum dagblöðum og tímaritum út um allan heim. Enginn vill aka bíl sem skyndilega springur upp í loga eða er líklegur til að kvikni í honum eftir árekstur. En hversu oft kviknar í Tesla-bifreiðum í raun og veru? Fyrsti tilkynnti eldurinn sem kom upp hjá Tesla varð þann 1. október 2013 eftir að Model S varð eldi að bráð eftir að hafa keyrt á stórt málmstykki á veginum á miklum hraða. Síðan þá hefur kviknað í alls 40 Teslum víða um heim. Meirihlutinn af þeim eldum kom í kjölfar skelfilegra háhraðaárekstra sem rifu upp Lithium-Ion-rafhlöðupakkana. Allir voru rannsakaðir af staðbundnum yfirvöldum, þar á meðal stofnunum eins og Samgönguöryggisstofu Ameríku. Engin þeirra hefur nokkurn tíma kennt um hönnun eða samsetningu Teslabifreiða. Og í öllum tilvikum, þar á meðal íkviknun vegna rangt uppsetts hleðslutækis, hefur Tesla skoðað og uppfært öryggiskerfi bílanna til að koma í veg fyrir að þetta vandamál endurtaki sig. Byggt á síðustu tiltækum tölulegu gögnum, þá kviknar í fimm Teslum fyrir hverja 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru samanborið við fimmtíu og fimm elda á 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru á jarðefnaeldsneytisbifreiðum. Síðustu tölur sem í boði eru frá Forvarnarsamtökum National Fire árið 2015 benda til þess að það hafi verið 174.000 brunar í jarðefnaeldsneytisbifreiðum í Bandaríkjunum það ár eða að meðaltali einn á þriggja mínútna fresti, sem leiddi til 445 dauðsfalla. Í maí síðastliðnum dóu þrír einstaklingar þegar bensínstöð í Virginíu sprakk í loft upp. Í febrúar eyðilögðust tveir bílar þegar bensínstöð í Norður-Karólínu brann til kaldra kola. Hingað til hafa engin dauðsföll í Tesla-bifreiðum eða í öðrum tegundum rafbifreiða verið rakin til elds. Einnig má nefna að flestir hafa ekki miklar áhyggjur af því að kvikni skyndilega í farsímum, fartölvum, þráðlausum verkfærum eða öðru sem notar rafhlöður þrátt fyrir að þau falli í gólfið og brotni. Á síðasta ári innkallaði Ford 440.000 jarðefnaeldsneytisbifreiðar, 2.000.000 Ford F150 voru innkallaðar vegna eldhættu í búnaði sætisbelta eins skrýtið og það hljómar. Einnig á síðasta ári voru innkallaðar 1.600.000 BMW jarðefnaeldsneytisbifreiðar vegna eldhættu. Ekki hefur verið ein innköllun á rafbifreiðum vegna eldhættu. Því er hægt að fullyrða að bifreiðar sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti og sérstaklega metanbifreiðar sem geyma gas undir þrýstingi eru töluvert hættulegri þegar kemur að eldhættu.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er til af slúðursögum um rafbifreiðar. Hálfur sannleikur og slettur hafa fengið næga umfjöllun í fjölmiðlum og hafa fengið marga til að efast um kaup á rafbifreiðum. Þeir sem halda uppi mótbárum gegn rafbifreiðum eru annaðhvort hagsmunaaðilar sem vilja ekki að rafbifreiðar verði helsti kostur neytenda eða hinir sem vita einfaldlega ekki betur og skortir þekkingu á málaflokknum. Já, það hafa Teslur orðið eldi að bráð og krassandi fréttum og djörfum fyrirsögnum verið slegið upp í virtum dagblöðum og tímaritum út um allan heim. Enginn vill aka bíl sem skyndilega springur upp í loga eða er líklegur til að kvikni í honum eftir árekstur. En hversu oft kviknar í Tesla-bifreiðum í raun og veru? Fyrsti tilkynnti eldurinn sem kom upp hjá Tesla varð þann 1. október 2013 eftir að Model S varð eldi að bráð eftir að hafa keyrt á stórt málmstykki á veginum á miklum hraða. Síðan þá hefur kviknað í alls 40 Teslum víða um heim. Meirihlutinn af þeim eldum kom í kjölfar skelfilegra háhraðaárekstra sem rifu upp Lithium-Ion-rafhlöðupakkana. Allir voru rannsakaðir af staðbundnum yfirvöldum, þar á meðal stofnunum eins og Samgönguöryggisstofu Ameríku. Engin þeirra hefur nokkurn tíma kennt um hönnun eða samsetningu Teslabifreiða. Og í öllum tilvikum, þar á meðal íkviknun vegna rangt uppsetts hleðslutækis, hefur Tesla skoðað og uppfært öryggiskerfi bílanna til að koma í veg fyrir að þetta vandamál endurtaki sig. Byggt á síðustu tiltækum tölulegu gögnum, þá kviknar í fimm Teslum fyrir hverja 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru samanborið við fimmtíu og fimm elda á 1,6 milljarða kílómetra sem eknir eru á jarðefnaeldsneytisbifreiðum. Síðustu tölur sem í boði eru frá Forvarnarsamtökum National Fire árið 2015 benda til þess að það hafi verið 174.000 brunar í jarðefnaeldsneytisbifreiðum í Bandaríkjunum það ár eða að meðaltali einn á þriggja mínútna fresti, sem leiddi til 445 dauðsfalla. Í maí síðastliðnum dóu þrír einstaklingar þegar bensínstöð í Virginíu sprakk í loft upp. Í febrúar eyðilögðust tveir bílar þegar bensínstöð í Norður-Karólínu brann til kaldra kola. Hingað til hafa engin dauðsföll í Tesla-bifreiðum eða í öðrum tegundum rafbifreiða verið rakin til elds. Einnig má nefna að flestir hafa ekki miklar áhyggjur af því að kvikni skyndilega í farsímum, fartölvum, þráðlausum verkfærum eða öðru sem notar rafhlöður þrátt fyrir að þau falli í gólfið og brotni. Á síðasta ári innkallaði Ford 440.000 jarðefnaeldsneytisbifreiðar, 2.000.000 Ford F150 voru innkallaðar vegna eldhættu í búnaði sætisbelta eins skrýtið og það hljómar. Einnig á síðasta ári voru innkallaðar 1.600.000 BMW jarðefnaeldsneytisbifreiðar vegna eldhættu. Ekki hefur verið ein innköllun á rafbifreiðum vegna eldhættu. Því er hægt að fullyrða að bifreiðar sem knúnar eru jarðefnaeldsneyti og sérstaklega metanbifreiðar sem geyma gas undir þrýstingi eru töluvert hættulegri þegar kemur að eldhættu.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar