Stundaglasið Davíð Þorláksson skrifar 23. október 2019 07:39 Íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til að vilja hafa lög hér aðeins flóknari og aðeins meira íþyngjandi heldur en í öðrum Evrópulöndum. Ein af þeim lögum eru samkeppnislögin. Nú hefur verið lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að lögin verði færð aðeins nær því sem gerist í Evrópu. Það er gott skref. Samkeppnislög eru til staðar til að vernda almenning annars vegar og minni fyrirtæki hins vegar fyrir stærri fyrirtækjum. Af ríflega 20.000 fyrirtækjum með starfsmenn í landinu eru 99% lítil og meðalstór og langflest með færri en 10 starfsmenn. Virk samkeppni lækkar verð og bætir þjónustu, almenningi og þjóðarbúinu í heild til hagsbóta. Séu samkeppnislög hins vegar of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu. Það er sérstaklega vont nú þegar gefur á bátinn í efnahagsmálum. Slíkt hefur þveröfug áhrif því það skilar sér óhjákvæmilega á endanum í hærra verði til neytenda. Í þessum efnum, eins og öðrum, borgar sig ekki að við séum að reyna að finna upp hjólið. Langbest er að líta til reynslu annarra þjóða í Evrópu og hafa sömu reglur og þar gilda. Þegar við höfum hlutina aðeins meira íþyngjandi nokkrum sinnum á ári í 25 ár þá sitjum við að lokum uppi með lagaumhverfi sem veldur því að atvinnulífið getur ekki skapað jafn mörg og jafn örugg störf, getur ekki greitt jafn há laun og getur ekki greitt jafn háa skatta til samneyslunnar. Lífsgæði allra versna. Stundaglasið er að fyllast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Samkeppnismál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til að vilja hafa lög hér aðeins flóknari og aðeins meira íþyngjandi heldur en í öðrum Evrópulöndum. Ein af þeim lögum eru samkeppnislögin. Nú hefur verið lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að lögin verði færð aðeins nær því sem gerist í Evrópu. Það er gott skref. Samkeppnislög eru til staðar til að vernda almenning annars vegar og minni fyrirtæki hins vegar fyrir stærri fyrirtækjum. Af ríflega 20.000 fyrirtækjum með starfsmenn í landinu eru 99% lítil og meðalstór og langflest með færri en 10 starfsmenn. Virk samkeppni lækkar verð og bætir þjónustu, almenningi og þjóðarbúinu í heild til hagsbóta. Séu samkeppnislög hins vegar of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu. Það er sérstaklega vont nú þegar gefur á bátinn í efnahagsmálum. Slíkt hefur þveröfug áhrif því það skilar sér óhjákvæmilega á endanum í hærra verði til neytenda. Í þessum efnum, eins og öðrum, borgar sig ekki að við séum að reyna að finna upp hjólið. Langbest er að líta til reynslu annarra þjóða í Evrópu og hafa sömu reglur og þar gilda. Þegar við höfum hlutina aðeins meira íþyngjandi nokkrum sinnum á ári í 25 ár þá sitjum við að lokum uppi með lagaumhverfi sem veldur því að atvinnulífið getur ekki skapað jafn mörg og jafn örugg störf, getur ekki greitt jafn há laun og getur ekki greitt jafn háa skatta til samneyslunnar. Lífsgæði allra versna. Stundaglasið er að fyllast.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar