Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2019 11:28 Fjöldi lögreglumanna tróð sér inn í lítinn dómsal til að styðja Bjarna Ólaf (í forgrunni í grárri peysu með gulri rönd) í morgun. Vísir/Kjartan Dómari í máli Bjarna Ólafs Magnússonar, lögreglumanns á Suðurlandi, taldi að önnur úrræði til að stöðva för ölvaðs ökumanns hafi verið fullreynd þegar Bjarni Ólafur þvingaði bíl hans út af veginum með þeim afleiðingum að hann valt. Bjarni Ólafur var sýknaður af ákæru um brot í opinberu starfi í morgun. Atburðirnir sem leiddu til ákærunnar áttu sér stað í maí í fyrra. Bjarni Ólafur var þá á meðal lögregluþjóna sem brugðust við útkalli vegna heimilisófriðar á bænum Laugarási í Biskupsstungum. Lögreglumennirnir veittu Ingvari Erni Karlssyni eftirför frá bænum en hafði þá verið við drykkju í á annan sólarhring. Eftir að Ingvar Örn hafði ekið glæfralega og þvingað einn lögreglubílanna út af veginum tók Bjarni Ólafur ákvörðun um að stöðva för hans með því að ýta aftan á horn jeppa hans. Við þriðju snertingu lögreglubílsins og jeppans missti Ingvar Örn stjórn á bifreiðinni þannig að hún valt og fór kollsteypu utan vegar. Ingvar Örn hálsbrotnaði og hlaut aðra áverka. Bjarni Ólafur var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og fyrir að hafa notað ólögmæta aðferð til að stöðva för jeppans. Hann neitaði sök.Ákvörðunin um að þvinga jeppan út af talin eðlileg Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að aksturslag Ingvars Arnar hafi verið stórhættulegt og að lögreglumenn hafi ekki getað dregið aðra ályktun en að hann væri hættulegur sjálfum sér og öðrum vegfarendum. Þegar ákveðið hafi verið að stöðva akstur Ingvars Arnar á þann hátt sem Bjarni Ólafur gerði „voru önnur úrræði til að fá ökumann […] til að stöðva aksturinn fullreynd“ að mati dómsins. „Það er mat dómsins að við þessa[r] aðstæður hafi aðgerðaleysi og óbein eftirför ekki verið valkostur enda ljóst af aðdraganda eftirfararinnar og af eftirförinni sjálfri að ökumaður […] var hættulegur sjálfum sér og öllum vegfarendum, en fram undan var hættulegur vagarkafli,“ segir í dómsorðinu. Ákvörðunin um að þvinga jeppann út af veginum hafi verið tekin með samþykki varðstjóra og aðrir lögreglumenn sem tóku þátt í eftirförinni hafi verið sammála um að það væri nauðsynlegt. Dómurinn taldi þá ákvörðun eðlilega „eins og á stóð“. Aðferðinni hafi verið beitt áður hér á landi og Bjarni Ólafur hafi verið þjálfaður og hefði reynslu af því að beita henni.Bjarni Ólafur (2.f.v.) hafði óskað eftir stuðningi félaga sinna í dómsal á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Fjölmargir þeirra svöruðu kallinu.Vísir/KjartanÞví taldi héraðsdómur ekki sýnt fram á að Bjarni Ólafur hefði ekki gætt lögmætra aðferða í aðgerðinni. Áverkar sem Ingvar Örn hlaut verði ekki raktir til gáleysis lögreglumannsins. Bjarni Ólafur var sýknaður og þarf ríkið að greiða um 3,2 milljónir króna í sakarkostnað vegna málsins.Nokkur fagnaðarlæti brutust út á meðal líklega um fjörutíu lögregluþjóna sem fylltu lítinn dómsal á fjórðu hæð Héraðsdóms Reykjavíkur eftir að Guðjón St. Marteinsson, dómari, hafði kveðið upp dóminn í morgun. Þakkaði Bjarni Ólafur þeim stuðninginn. Í viðtali við fréttamann Vísis sagðist Bjarni Ólafur ekki geta annað en taka sömu ákvörðun lenti hann í sambærilegum aðstæðum aftur. „Það er ekkert val um annað í þessari stöðu,“ sagði hann. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon var sýknaður af ákæru um brot í starfi í morgun. 23. október 2019 10:16 Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Dómari í máli Bjarna Ólafs Magnússonar, lögreglumanns á Suðurlandi, taldi að önnur úrræði til að stöðva för ölvaðs ökumanns hafi verið fullreynd þegar Bjarni Ólafur þvingaði bíl hans út af veginum með þeim afleiðingum að hann valt. Bjarni Ólafur var sýknaður af ákæru um brot í opinberu starfi í morgun. Atburðirnir sem leiddu til ákærunnar áttu sér stað í maí í fyrra. Bjarni Ólafur var þá á meðal lögregluþjóna sem brugðust við útkalli vegna heimilisófriðar á bænum Laugarási í Biskupsstungum. Lögreglumennirnir veittu Ingvari Erni Karlssyni eftirför frá bænum en hafði þá verið við drykkju í á annan sólarhring. Eftir að Ingvar Örn hafði ekið glæfralega og þvingað einn lögreglubílanna út af veginum tók Bjarni Ólafur ákvörðun um að stöðva för hans með því að ýta aftan á horn jeppa hans. Við þriðju snertingu lögreglubílsins og jeppans missti Ingvar Örn stjórn á bifreiðinni þannig að hún valt og fór kollsteypu utan vegar. Ingvar Örn hálsbrotnaði og hlaut aðra áverka. Bjarni Ólafur var ákærður fyrir brot í opinberu starfi og fyrir að hafa notað ólögmæta aðferð til að stöðva för jeppans. Hann neitaði sök.Ákvörðunin um að þvinga jeppan út af talin eðlileg Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kom fram að aksturslag Ingvars Arnar hafi verið stórhættulegt og að lögreglumenn hafi ekki getað dregið aðra ályktun en að hann væri hættulegur sjálfum sér og öðrum vegfarendum. Þegar ákveðið hafi verið að stöðva akstur Ingvars Arnar á þann hátt sem Bjarni Ólafur gerði „voru önnur úrræði til að fá ökumann […] til að stöðva aksturinn fullreynd“ að mati dómsins. „Það er mat dómsins að við þessa[r] aðstæður hafi aðgerðaleysi og óbein eftirför ekki verið valkostur enda ljóst af aðdraganda eftirfararinnar og af eftirförinni sjálfri að ökumaður […] var hættulegur sjálfum sér og öllum vegfarendum, en fram undan var hættulegur vagarkafli,“ segir í dómsorðinu. Ákvörðunin um að þvinga jeppann út af veginum hafi verið tekin með samþykki varðstjóra og aðrir lögreglumenn sem tóku þátt í eftirförinni hafi verið sammála um að það væri nauðsynlegt. Dómurinn taldi þá ákvörðun eðlilega „eins og á stóð“. Aðferðinni hafi verið beitt áður hér á landi og Bjarni Ólafur hafi verið þjálfaður og hefði reynslu af því að beita henni.Bjarni Ólafur (2.f.v.) hafði óskað eftir stuðningi félaga sinna í dómsal á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Fjölmargir þeirra svöruðu kallinu.Vísir/KjartanÞví taldi héraðsdómur ekki sýnt fram á að Bjarni Ólafur hefði ekki gætt lögmætra aðferða í aðgerðinni. Áverkar sem Ingvar Örn hlaut verði ekki raktir til gáleysis lögreglumannsins. Bjarni Ólafur var sýknaður og þarf ríkið að greiða um 3,2 milljónir króna í sakarkostnað vegna málsins.Nokkur fagnaðarlæti brutust út á meðal líklega um fjörutíu lögregluþjóna sem fylltu lítinn dómsal á fjórðu hæð Héraðsdóms Reykjavíkur eftir að Guðjón St. Marteinsson, dómari, hafði kveðið upp dóminn í morgun. Þakkaði Bjarni Ólafur þeim stuðninginn. Í viðtali við fréttamann Vísis sagðist Bjarni Ólafur ekki geta annað en taka sömu ákvörðun lenti hann í sambærilegum aðstæðum aftur. „Það er ekkert val um annað í þessari stöðu,“ sagði hann.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon var sýknaður af ákæru um brot í starfi í morgun. 23. október 2019 10:16 Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon var sýknaður af ákæru um brot í starfi í morgun. 23. október 2019 10:16
Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15