Skipar samráðsnefnd um fiskeldi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2019 12:45 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað samráðsnefnd um fiskeldi. Nefndin mun meðal annars hafa það hlutverk að meta forsendur og úrvinnslu gagna sem áhættumat erfðablöndunar byggist á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Haft er eftir Kristjáni Þór að ákvörðun um stofnun nefndarinnar byggi á þeirri hugsun að stuðla verði að „nauðsynlegu samráði um uppbyggingu greinarinnar.“ Þannig eigi vísindin, hagsmunaaðilar og stjórnvöld sameiginlegan vettvang til skoðanaskipta um þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er í fiskeldi. Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri er formaður nefndarinnar en í henni sitja einnig Bjarni Jónsson, tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Guðrún Sigurjónsdóttir, tilnefnd af Landssambandi veiðifélaga, Ragnar Jóhannsson, tilnefndur af Hafrannsóknarstofnun og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Með þessari nefnd erum við jafnframt að fylgja eftir þeirri ráðgjöf okkar helstu nágrannalanda, sem eru komin mun lengra en við Íslendingar í að byggja upp öflugt fiskeldi, að það sé lykilatriði að stuðla að náinni samvinnu þeirra lykilþátta sem koma að uppbyggingu greinarinnar,“ er meðal annars haft eftir Kristjáni Þór í tilkynningunni. „Ég tel augljóst að við getum látið þessa lykilþætti vinna betur saman og ég vind vonir við að samráðsnefndin sé mikilvægt skref í þá veru.“ Landsamband fiskeldisstöðva gekk til liðs við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í desember í fyrra. Varamenn í nefndinni eru þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Elías Blöndal Guðjónsson, Kristján Þórarinsson, Sólveig Rósa Ólafsdóttir og Karl Óttar Pétursson. Fiskeldi Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað samráðsnefnd um fiskeldi. Nefndin mun meðal annars hafa það hlutverk að meta forsendur og úrvinnslu gagna sem áhættumat erfðablöndunar byggist á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Haft er eftir Kristjáni Þór að ákvörðun um stofnun nefndarinnar byggi á þeirri hugsun að stuðla verði að „nauðsynlegu samráði um uppbyggingu greinarinnar.“ Þannig eigi vísindin, hagsmunaaðilar og stjórnvöld sameiginlegan vettvang til skoðanaskipta um þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er í fiskeldi. Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri er formaður nefndarinnar en í henni sitja einnig Bjarni Jónsson, tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Guðrún Sigurjónsdóttir, tilnefnd af Landssambandi veiðifélaga, Ragnar Jóhannsson, tilnefndur af Hafrannsóknarstofnun og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Með þessari nefnd erum við jafnframt að fylgja eftir þeirri ráðgjöf okkar helstu nágrannalanda, sem eru komin mun lengra en við Íslendingar í að byggja upp öflugt fiskeldi, að það sé lykilatriði að stuðla að náinni samvinnu þeirra lykilþátta sem koma að uppbyggingu greinarinnar,“ er meðal annars haft eftir Kristjáni Þór í tilkynningunni. „Ég tel augljóst að við getum látið þessa lykilþætti vinna betur saman og ég vind vonir við að samráðsnefndin sé mikilvægt skref í þá veru.“ Landsamband fiskeldisstöðva gekk til liðs við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í desember í fyrra. Varamenn í nefndinni eru þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Elías Blöndal Guðjónsson, Kristján Þórarinsson, Sólveig Rósa Ólafsdóttir og Karl Óttar Pétursson.
Fiskeldi Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent