Ekki megi stilla upp aðferðum við kolefnisbindingu sem andstæðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2019 20:00 Margvísleg mistök voru gerð við framræslu votlendis á Íslandi að sögn þingmanns Framsóknarflokksins. Gæta þurfi að því að falla ekki í sömu gryfjuna við endurheimt þess. Þurrkað votlendi er ein stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á landinu og því hefur nokkur áhersla verið lögð á endurheimt votlendis. „Það voru gerð mörg mistök þegar land var framræst á sínum tíma og það varð náttúrlega til þess að skurðir sums staðar þurrkuðu þeir alls ekki,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Þar af leiðandi hafi í mörgum tilfellum þurft að grafa nýja skurði þar sem land er nýtt til landbúnaðar. Þeir skurðir sem grafnir séu í dag séu yfirleitt grafnir til að viðhalda framræslu að sögn Líneikur. „það er held ég algjör undantekning, og ég þekki sjálf ekki dæmi þess, að byrjað sé að þurrka nýtt land núna, nema þá í tengslum við uppbyggingu byggðar.“ Eitt af þeim ráðum sem gripið hefur verið til er að moka ofan í gamla skurði. Líneik telur að varhugavert geti verið að raska þeim svæðum þar sem gamlir skurðir séu þegar farnir að síga saman. „Mér finnst ákveðin hætta á einföldun í umræðunni og það er svona það sem hefur ýtt við mér, að menn fari of geyst og hugi ekki að því að þetta geti ekki verið ákvörðun einhvers eins manns hvað á að endurheimta, heldur þarf þetta að vera hluti af skipulagi í heilu sveitarfélögunum,“ segir Líneik. Hún telji að taka þurfi út hvert svæði áður en verkefni við endurheimt votlendis hefst. „Það er mjög mikilvægt að við förum ekki að stilla aðferðum við bindingu kolefnis eða endurheimt upp sem andstæðum. Við þurfum að vinna að skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á grunni skipulags og víðtæks samráðs.“ Alþingi Landbúnaður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Endurheimta votlendi í Krísuvíkur- og Bleiksmýri Samkvæmt upplýsingum frá Votlendissjóði má ætla að með endurheimtinni verði slökkt á ellefu hundruð tonna útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við það að slökkt væri varanlega á hundrað og tuttugu fólksbílum. 1. október 2019 20:30 Ætla að þrefalda framleiðslu á plöntum til nýskógræktar Frá bankahruni hafa um þrjár milljónir plantna verið framleiddar hér á landi til nýskógræktar. Stefnt er að því að framleiðslan fari í 12 milljónir eftir þrjú ár. 2. september 2019 06:15 Minna um framræst votlendi en áður var talið Ný og nákvæmari gögn um framræst votlendi á Íslandi benda til þess að minna sé af því en áður var talið. Því er framræst votlendi minni hluti af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en reiknað var með. 14. júní 2019 09:00 Landnotkun bænda stærsti sökudólgurinn í kolefnislosun Landnotkun á Norðurlandi vestra losar 90 prósent alls kolefnis sem losnar í landsfjórðungnum. Langstærstur hluti þess er framræsing votlendis. "Sláandi niðurstöður,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Upplýsingafull 31. maí 2019 08:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Margvísleg mistök voru gerð við framræslu votlendis á Íslandi að sögn þingmanns Framsóknarflokksins. Gæta þurfi að því að falla ekki í sömu gryfjuna við endurheimt þess. Þurrkað votlendi er ein stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda á landinu og því hefur nokkur áhersla verið lögð á endurheimt votlendis. „Það voru gerð mörg mistök þegar land var framræst á sínum tíma og það varð náttúrlega til þess að skurðir sums staðar þurrkuðu þeir alls ekki,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Þar af leiðandi hafi í mörgum tilfellum þurft að grafa nýja skurði þar sem land er nýtt til landbúnaðar. Þeir skurðir sem grafnir séu í dag séu yfirleitt grafnir til að viðhalda framræslu að sögn Líneikur. „það er held ég algjör undantekning, og ég þekki sjálf ekki dæmi þess, að byrjað sé að þurrka nýtt land núna, nema þá í tengslum við uppbyggingu byggðar.“ Eitt af þeim ráðum sem gripið hefur verið til er að moka ofan í gamla skurði. Líneik telur að varhugavert geti verið að raska þeim svæðum þar sem gamlir skurðir séu þegar farnir að síga saman. „Mér finnst ákveðin hætta á einföldun í umræðunni og það er svona það sem hefur ýtt við mér, að menn fari of geyst og hugi ekki að því að þetta geti ekki verið ákvörðun einhvers eins manns hvað á að endurheimta, heldur þarf þetta að vera hluti af skipulagi í heilu sveitarfélögunum,“ segir Líneik. Hún telji að taka þurfi út hvert svæði áður en verkefni við endurheimt votlendis hefst. „Það er mjög mikilvægt að við förum ekki að stilla aðferðum við bindingu kolefnis eða endurheimt upp sem andstæðum. Við þurfum að vinna að skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á grunni skipulags og víðtæks samráðs.“
Alþingi Landbúnaður Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06 Endurheimta votlendi í Krísuvíkur- og Bleiksmýri Samkvæmt upplýsingum frá Votlendissjóði má ætla að með endurheimtinni verði slökkt á ellefu hundruð tonna útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við það að slökkt væri varanlega á hundrað og tuttugu fólksbílum. 1. október 2019 20:30 Ætla að þrefalda framleiðslu á plöntum til nýskógræktar Frá bankahruni hafa um þrjár milljónir plantna verið framleiddar hér á landi til nýskógræktar. Stefnt er að því að framleiðslan fari í 12 milljónir eftir þrjú ár. 2. september 2019 06:15 Minna um framræst votlendi en áður var talið Ný og nákvæmari gögn um framræst votlendi á Íslandi benda til þess að minna sé af því en áður var talið. Því er framræst votlendi minni hluti af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en reiknað var með. 14. júní 2019 09:00 Landnotkun bænda stærsti sökudólgurinn í kolefnislosun Landnotkun á Norðurlandi vestra losar 90 prósent alls kolefnis sem losnar í landsfjórðungnum. Langstærstur hluti þess er framræsing votlendis. "Sláandi niðurstöður,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Upplýsingafull 31. maí 2019 08:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Umfang landgræðslu og skógræktar tvöfaldast Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu muni tvöfaldast frá 2018 til 2022 með aðgerðum um land allt sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra kynntu á blaðamannafundi í Elliðaárdalnum nú síðdegis. 2. júlí 2019 15:06
Endurheimta votlendi í Krísuvíkur- og Bleiksmýri Samkvæmt upplýsingum frá Votlendissjóði má ætla að með endurheimtinni verði slökkt á ellefu hundruð tonna útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við það að slökkt væri varanlega á hundrað og tuttugu fólksbílum. 1. október 2019 20:30
Ætla að þrefalda framleiðslu á plöntum til nýskógræktar Frá bankahruni hafa um þrjár milljónir plantna verið framleiddar hér á landi til nýskógræktar. Stefnt er að því að framleiðslan fari í 12 milljónir eftir þrjú ár. 2. september 2019 06:15
Minna um framræst votlendi en áður var talið Ný og nákvæmari gögn um framræst votlendi á Íslandi benda til þess að minna sé af því en áður var talið. Því er framræst votlendi minni hluti af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en reiknað var með. 14. júní 2019 09:00
Landnotkun bænda stærsti sökudólgurinn í kolefnislosun Landnotkun á Norðurlandi vestra losar 90 prósent alls kolefnis sem losnar í landsfjórðungnum. Langstærstur hluti þess er framræsing votlendis. "Sláandi niðurstöður,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Upplýsingafull 31. maí 2019 08:00