Guðmundur segir ástandið ekki gott: „Þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2019 07:00 Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, segir að það sé erfitt að segja til um hver staðan sé á íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Rúmlega tveir mánuðir eru þangað til að EM fer af stað í Svíþjóð en þar er íslenska liðið í riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi. Ísland leikur um helgina tvo æfingarleiki við Svíþjóð ytra og Guðjón Guðmundsson ræddi við landsliðsþjálfarann í Safamýrinni í gær. „Það er erfitt að meta það og sérstaklega núna þegar það eru mörg forföll. Það eru margir sem eru að koma úr meiðslum eða eru meiddir og hafa verið að spila hálf meiddir með sínum félagsliðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Lykilmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsonar eru ekki með og Arnar Freyr Arnarsson gaf svo ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni. „Það er ekki mjög gott. Síðan kemur landsliðspásan og þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir. Það eru fjölmargir leikmenn í þessari stöðu í dag.“ Nokkrir nýliðar eru í hópnum sem fer út um helgina, til að mynda Viggó Kristjánsson, sem hefur verið að minna á sig í Þýskalandi í vetur. „Við ákváðum að nýta tímann eins vel og hægt er og ákváðum því að kalla inn nýja menn í liðið til þess að prófa og vinna með og sjá hvar þeir standa. Það er gert til þess að auka breiddina hjá okkur og líka taka stöðuna á mönnum sem hafa verið að banka á dyrnar.“ Hægri vængurinn hefur ekki verið að gefa íslenska liðinu nægilega mörg mörk í undanförnum leikjum og Guðmundur er sammála því. Hann bendir einnig á aðra þætti. „Við þurfum að fá ákveðin sóknarstyrk þar. Ég er að einbeita mér að vinna með þá leikmenn sem ég hef og ég get ekkert gert neitt annað en það. Ég hef fulla trú á þeim sem eru að koma inn og eru að bæta sig hratt og örugglega.“ „Það er að gerast bæði erlendis og hér heima í íslensku deildinni. Við höfum hins vegar verið í ákveðnum sóknarvandamálum hvað varðar línuna. Það hefur vantað meiri brodd þar. Fleiri fiskuð víti og fleiri mörk.“ „Þess vegna höfum við gert ákveðnar breytingar. Arnar Freyr gaf ekki kost á sér og við kölluðum því inn Svein Jóhannsson og Kára Kristján til þess að sjá hvar þeir standa.“ Einhverjir gagnrýnisraddir voru um tveggja vikna hléið í deildinni hér heima en Guðmundur gefur lítið fyrir þær. „Ég hef sjálfur þjálfað í deildinni hér heima. Mér fannst það oft kærkomið tækifæri til þess að fá tækifæri til að æfa með leikmennina og leggja áherslu á einhverja ákveðna þætti,“ Íslenski handboltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, segir að það sé erfitt að segja til um hver staðan sé á íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Rúmlega tveir mánuðir eru þangað til að EM fer af stað í Svíþjóð en þar er íslenska liðið í riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi. Ísland leikur um helgina tvo æfingarleiki við Svíþjóð ytra og Guðjón Guðmundsson ræddi við landsliðsþjálfarann í Safamýrinni í gær. „Það er erfitt að meta það og sérstaklega núna þegar það eru mörg forföll. Það eru margir sem eru að koma úr meiðslum eða eru meiddir og hafa verið að spila hálf meiddir með sínum félagsliðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Lykilmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsonar eru ekki með og Arnar Freyr Arnarsson gaf svo ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni. „Það er ekki mjög gott. Síðan kemur landsliðspásan og þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir. Það eru fjölmargir leikmenn í þessari stöðu í dag.“ Nokkrir nýliðar eru í hópnum sem fer út um helgina, til að mynda Viggó Kristjánsson, sem hefur verið að minna á sig í Þýskalandi í vetur. „Við ákváðum að nýta tímann eins vel og hægt er og ákváðum því að kalla inn nýja menn í liðið til þess að prófa og vinna með og sjá hvar þeir standa. Það er gert til þess að auka breiddina hjá okkur og líka taka stöðuna á mönnum sem hafa verið að banka á dyrnar.“ Hægri vængurinn hefur ekki verið að gefa íslenska liðinu nægilega mörg mörk í undanförnum leikjum og Guðmundur er sammála því. Hann bendir einnig á aðra þætti. „Við þurfum að fá ákveðin sóknarstyrk þar. Ég er að einbeita mér að vinna með þá leikmenn sem ég hef og ég get ekkert gert neitt annað en það. Ég hef fulla trú á þeim sem eru að koma inn og eru að bæta sig hratt og örugglega.“ „Það er að gerast bæði erlendis og hér heima í íslensku deildinni. Við höfum hins vegar verið í ákveðnum sóknarvandamálum hvað varðar línuna. Það hefur vantað meiri brodd þar. Fleiri fiskuð víti og fleiri mörk.“ „Þess vegna höfum við gert ákveðnar breytingar. Arnar Freyr gaf ekki kost á sér og við kölluðum því inn Svein Jóhannsson og Kára Kristján til þess að sjá hvar þeir standa.“ Einhverjir gagnrýnisraddir voru um tveggja vikna hléið í deildinni hér heima en Guðmundur gefur lítið fyrir þær. „Ég hef sjálfur þjálfað í deildinni hér heima. Mér fannst það oft kærkomið tækifæri til þess að fá tækifæri til að æfa með leikmennina og leggja áherslu á einhverja ákveðna þætti,“
Íslenski handboltinn Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn