Sjálfri sér verst Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. október 2019 07:00 Hér skal ósagt látið hversu oft þau hafa heyrst orðin sem Bogi Ágústsson lét nýverið falla í fréttatíma RÚV: „Mikil óvissa ríkir nú um hvað tekur við í breskum stjórnmálum.“ Víst er að þau hafa heyrst ótal sinnum frá því úrslit í hinni ógæfulegu þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit voru ljós. Það er þungbært að horfa á þjóð kalla sjálfviljuga yfir sig glundroða og upplausn og standa síðan eftir ringluð og ráðvillt. Einmitt þannig er komið fyrir bresku þjóðinni. Misvitrir stjórnmálamenn teymdu hana út í þjóðaratkvæðagreiðslu um veru í Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni var hver lygin á fætur annarri borin á borð fyrir kjósendur. Þeir sem lugu mest og höfðu hæst áttu ekki von á að úrslit kosninganna yrðu á þann veg að Bretar höfnuðu Evrópusambandinu. Það gerðu þeir og stór hluti þeirra er nú gripinn aðskilnaðarkvíða, og það ekki að ástæðulausu. Í rúm þrjú ár hefur atburðarásin í Brexit verið eins og í kvikmyndinni Groundhog Day, hver dagur er nánast eins. Það eina sem hefur breyst er að breska þjóðin gerir sér æ betri grein fyrir því að stjórnmálamenn hennar eru duglitlir og ráðalausir. Forsætisráðherrann Boris Johnson er reyndar alltaf jafn borubrattur þrátt fyrir að hann hljóti að vita innst inni að það er þjóðinni ekki fyrir bestu að standa utan Evrópusambandsins. Egóið rekur hann áfram. Hann er óneitanlega meiri karakter en forveri hans, hin sviplitla Theresa May, og töffaraleg orð hans um að hann vilji frekar liggja dauður ofan í skurði en sækja um útgöngufrest til Evrópusambandsins eru orðin fleyg. Kannski eru þau það eina eftirminnilega sem breskur stjórnmálamaður hefur sagt um málið í öll þessi ár. Ekki hefur leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, haft mikið fram að færa, enda gamaldags sósíalisti sem sér enga ástæðu til að berjast í þágu Evrópuhugsjónarinnar. Ólán Breta er mikið og margvíslegt og hluti af því er að Verkamannaflokkurinn skuli ekki eiga formann sem dugar. Brexit-þreytu gætir í breskum fjölmiðlum og það svo mjög að Sky sjónvarpsstöðin er farin að auglýsa hvar áhorfendur geti horft á Brexit-lausar fréttir stöðvarinnar. Fréttamenn eru orðnir leiðir á að segja frá sömu tuggum stjórnmálamannanna dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár. Þeir gera sér grein fyrir því að almenningur er orðinn enn þreyttari en þeir. Engin furða miðað við að sama atburðarás hefur verið í gangi í nokkur ár með engri niðurstöðu annarri en þeirri að málinu er frestað. Auðvitað átti Brexit aldrei að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsætisráðherrann sem ýtti málinu úr vör, David Cameron, er dæmi um stjórnmálamann sem brást þegar þörf var á því að hann stæði í lappirnar. Vanhæfni hans varð til þess að í dag er breska þjóðin klofin og í sárum. Í aðdraganda kosninga var hún blekkt og að henni logið. Æ fleiri átta sig á því, en of seint. Breska þjóðin var sjálfri sér verst og þarf nú að takast á við afleiðingarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hér skal ósagt látið hversu oft þau hafa heyrst orðin sem Bogi Ágústsson lét nýverið falla í fréttatíma RÚV: „Mikil óvissa ríkir nú um hvað tekur við í breskum stjórnmálum.“ Víst er að þau hafa heyrst ótal sinnum frá því úrslit í hinni ógæfulegu þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit voru ljós. Það er þungbært að horfa á þjóð kalla sjálfviljuga yfir sig glundroða og upplausn og standa síðan eftir ringluð og ráðvillt. Einmitt þannig er komið fyrir bresku þjóðinni. Misvitrir stjórnmálamenn teymdu hana út í þjóðaratkvæðagreiðslu um veru í Evrópusambandinu. Í kosningabaráttunni var hver lygin á fætur annarri borin á borð fyrir kjósendur. Þeir sem lugu mest og höfðu hæst áttu ekki von á að úrslit kosninganna yrðu á þann veg að Bretar höfnuðu Evrópusambandinu. Það gerðu þeir og stór hluti þeirra er nú gripinn aðskilnaðarkvíða, og það ekki að ástæðulausu. Í rúm þrjú ár hefur atburðarásin í Brexit verið eins og í kvikmyndinni Groundhog Day, hver dagur er nánast eins. Það eina sem hefur breyst er að breska þjóðin gerir sér æ betri grein fyrir því að stjórnmálamenn hennar eru duglitlir og ráðalausir. Forsætisráðherrann Boris Johnson er reyndar alltaf jafn borubrattur þrátt fyrir að hann hljóti að vita innst inni að það er þjóðinni ekki fyrir bestu að standa utan Evrópusambandsins. Egóið rekur hann áfram. Hann er óneitanlega meiri karakter en forveri hans, hin sviplitla Theresa May, og töffaraleg orð hans um að hann vilji frekar liggja dauður ofan í skurði en sækja um útgöngufrest til Evrópusambandsins eru orðin fleyg. Kannski eru þau það eina eftirminnilega sem breskur stjórnmálamaður hefur sagt um málið í öll þessi ár. Ekki hefur leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, haft mikið fram að færa, enda gamaldags sósíalisti sem sér enga ástæðu til að berjast í þágu Evrópuhugsjónarinnar. Ólán Breta er mikið og margvíslegt og hluti af því er að Verkamannaflokkurinn skuli ekki eiga formann sem dugar. Brexit-þreytu gætir í breskum fjölmiðlum og það svo mjög að Sky sjónvarpsstöðin er farin að auglýsa hvar áhorfendur geti horft á Brexit-lausar fréttir stöðvarinnar. Fréttamenn eru orðnir leiðir á að segja frá sömu tuggum stjórnmálamannanna dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár. Þeir gera sér grein fyrir því að almenningur er orðinn enn þreyttari en þeir. Engin furða miðað við að sama atburðarás hefur verið í gangi í nokkur ár með engri niðurstöðu annarri en þeirri að málinu er frestað. Auðvitað átti Brexit aldrei að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsætisráðherrann sem ýtti málinu úr vör, David Cameron, er dæmi um stjórnmálamann sem brást þegar þörf var á því að hann stæði í lappirnar. Vanhæfni hans varð til þess að í dag er breska þjóðin klofin og í sárum. Í aðdraganda kosninga var hún blekkt og að henni logið. Æ fleiri átta sig á því, en of seint. Breska þjóðin var sjálfri sér verst og þarf nú að takast á við afleiðingarnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun