Vilja nýta glatorku frá Elkem Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2019 06:00 Mögulegt er að endurheimta 70-80 MW af varmaorku sem fer til spillis við framleiðsluna. Fréttablaðið/Anton Brink Þróunarfélag Grundartanga og kísilver Elkem vinna nú að nýtingu þeirrar umframorku sem myndast við framleiðslu verksmiðjunnar. Í framleiðsluferlinu myndast mikill varmi sem hingað til hefur ekki verið nýttur og er þar talað um glatvarma. „Hugmyndin að baki því að nýta þennan glatvarma er að fanga þessa orku í stað þess að láta hana fara út í andrúmsloftið. Við gætum kannski endurheimt 70-80 megavött af varmaorku eða í kringum 20-30 megavött af raforku með þessu,“ segir Þorsteinn Hannesson, sérfræðingur hjá Elkem. Þorsteinn segir þetta byggja á tiltölulega vel þekktri tækni sem sé í sjálfu sér ekki mjög flókið að útfæra. Spurningin sé bara hvernig orkan verði nýtt en hún gæti bæði nýst fyrirtækjum á svæðinu sem og íbúum. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, segir mikil tækifæri liggja í verkefninu. Meðal þess sem nefnt hefur verið varðandi orkunýtingu er þörungarækt, fiskeldi og ylrækt. Nærtækasti kosturinn felist hins vegar í hitaveitu en hingað til hefur þurft að nýta raforku til að hita húsnæði og neysluvatn. „Við höfum í rauninni unnið að þessu í rúmt ár núna og höfum verið að fikra okkur lengra og lengra. Núna erum við að teikna upp fýsileikann af verkefninu og skoða hvernig við komum þessu á koppinn,“ segir Ólafur.Ólafur Adolfsson, formaður Þrounarfélags Grundartanga.Hann segir að ráðast þurfi í umtalsverðar fjárfestingar til þess að verkefnið verði að veruleika. „Við ætlum að fara eins langt og við komumst og teljum að þetta sé mjög hagfellt. Þetta samrýmist þeirri hugsun sem Þróunarfélagið stendur fyrir. Þarna erum við í rauninni að koma í veg fyrir sóun á orku.“ Þorsteinn segir að nú sé búið að kortleggja verkefnið þokkalega vel. „Við erum að viða að okkur hugmyndum og opna umræðu við hugsanlega samstarfsaðila.“ Elkem stefnir að því að framleiðslan verði kolefnishlutlaus árið 2040 og er glatvarminn hluti af þeirri vinnu. Fái glatvarmaverkefnið fullan meðbyr og takist að fjármagna það gæti það í heild orðið að veruleika eftir um áratug. Þó gætu ýmis minni verkefni orðið að veruleika mun fyrr. Þannig hefur verið skoðað í samstarfi við Lífland, sem rekur fóðurverksmiðju á Grundartanga, að útvega gufu til að þurrka fóðrið. Með því að nýta gufu frá Elkem í stað þess að framleiða hana með olíu, gæti kolefnissporið minnkað um þúsund tonn af CO2 á ári. Þróunarfélagið og Elkem vinna einnig að nýtingu kolefnis en það verkefni er skemmra á veg komið. Meðal annars er til skoðunar binding koldíoxíðs með niðurdælingu eins og gert hefur verið í Hellisheiðarvirkjun. Ólafur bendir á að kolefnið sé verðmætt og margar leiðir til að nýta það. Verksmiðja Elkem losar um 450 þúsund tonn af CO2 á ári sem er milli 11 og 12 prósent af heildarlosun Íslands. „Við gætum til dæmis framleitt lífdísil fyrir allan fiskiskipaflotann á Íslandi. Það er auðvitað stórt og flókið verkefni en samræmist okkar áherslum því markmiðið er auðvitað að ná kolefnissporinu niður í núll,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þróunarfélag Grundartanga og kísilver Elkem vinna nú að nýtingu þeirrar umframorku sem myndast við framleiðslu verksmiðjunnar. Í framleiðsluferlinu myndast mikill varmi sem hingað til hefur ekki verið nýttur og er þar talað um glatvarma. „Hugmyndin að baki því að nýta þennan glatvarma er að fanga þessa orku í stað þess að láta hana fara út í andrúmsloftið. Við gætum kannski endurheimt 70-80 megavött af varmaorku eða í kringum 20-30 megavött af raforku með þessu,“ segir Þorsteinn Hannesson, sérfræðingur hjá Elkem. Þorsteinn segir þetta byggja á tiltölulega vel þekktri tækni sem sé í sjálfu sér ekki mjög flókið að útfæra. Spurningin sé bara hvernig orkan verði nýtt en hún gæti bæði nýst fyrirtækjum á svæðinu sem og íbúum. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, segir mikil tækifæri liggja í verkefninu. Meðal þess sem nefnt hefur verið varðandi orkunýtingu er þörungarækt, fiskeldi og ylrækt. Nærtækasti kosturinn felist hins vegar í hitaveitu en hingað til hefur þurft að nýta raforku til að hita húsnæði og neysluvatn. „Við höfum í rauninni unnið að þessu í rúmt ár núna og höfum verið að fikra okkur lengra og lengra. Núna erum við að teikna upp fýsileikann af verkefninu og skoða hvernig við komum þessu á koppinn,“ segir Ólafur.Ólafur Adolfsson, formaður Þrounarfélags Grundartanga.Hann segir að ráðast þurfi í umtalsverðar fjárfestingar til þess að verkefnið verði að veruleika. „Við ætlum að fara eins langt og við komumst og teljum að þetta sé mjög hagfellt. Þetta samrýmist þeirri hugsun sem Þróunarfélagið stendur fyrir. Þarna erum við í rauninni að koma í veg fyrir sóun á orku.“ Þorsteinn segir að nú sé búið að kortleggja verkefnið þokkalega vel. „Við erum að viða að okkur hugmyndum og opna umræðu við hugsanlega samstarfsaðila.“ Elkem stefnir að því að framleiðslan verði kolefnishlutlaus árið 2040 og er glatvarminn hluti af þeirri vinnu. Fái glatvarmaverkefnið fullan meðbyr og takist að fjármagna það gæti það í heild orðið að veruleika eftir um áratug. Þó gætu ýmis minni verkefni orðið að veruleika mun fyrr. Þannig hefur verið skoðað í samstarfi við Lífland, sem rekur fóðurverksmiðju á Grundartanga, að útvega gufu til að þurrka fóðrið. Með því að nýta gufu frá Elkem í stað þess að framleiða hana með olíu, gæti kolefnissporið minnkað um þúsund tonn af CO2 á ári. Þróunarfélagið og Elkem vinna einnig að nýtingu kolefnis en það verkefni er skemmra á veg komið. Meðal annars er til skoðunar binding koldíoxíðs með niðurdælingu eins og gert hefur verið í Hellisheiðarvirkjun. Ólafur bendir á að kolefnið sé verðmætt og margar leiðir til að nýta það. Verksmiðja Elkem losar um 450 þúsund tonn af CO2 á ári sem er milli 11 og 12 prósent af heildarlosun Íslands. „Við gætum til dæmis framleitt lífdísil fyrir allan fiskiskipaflotann á Íslandi. Það er auðvitað stórt og flókið verkefni en samræmist okkar áherslum því markmiðið er auðvitað að ná kolefnissporinu niður í núll,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira