Sagðist vera að byggja múr í Colorado, sem er ekki á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2019 09:00 Líklegast þykir að Trump hafi mismælt sig. Það vill hann þó ekki viðurkenna og sagði á Twitter nú í morgun að hann hafi eingöngu verið að grínast. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi í gærkvöldi að hann væri að byggja múr í Nýju-Mexíkó og í Colorado. Það þykir athyglisvert fyrir þær sakir að Colorado er ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og því er alfarið óljóst af hverju þörf sé á múr þar. „Við erum að byggja múr á landamærum Nýju-Mexíkó og við erum að byggja múr í Colorado. Við erum að byggja fallegan múr. Stóran sem virkar. Sem þú getur ekki komist yfir, sem þú getur ekki komist undir,“ sagði forsetinn. Eins og áður segir er Colorado ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem Trump hefur lengi viljað byggja múr. Engar áætlanir hafa litið dagsins ljós um að byggja múr í Colorado, samkvæmt frétt USA Today.Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í febrúar og með því gat hann notað fjármagn frá hernum til að byggja múr á hluta landamæranna.TRUMP: "We're building a wall in Colorado. We're building a beautiful wall. A big one that really works." pic.twitter.com/tVgO95VIdW — Aaron Rupar (@atrupar) October 23, 2019 Forsetinn nefndi þó að ekki stæði til að byggja múr í Kansas, sem er austur af Colorado, en íbúar þar myndu hagnast á „hinum múrunum“ sem hann hefði nefnt. Kansas er ekki heldur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Líklegast þykir að Trump hafi mismælt sig. Það vill hann þó ekki viðurkenna og sagði á Twitter nú í morgun að hann hafi eingöngu verið að grínast. „(Í gríni) Við erum að byggja múr í Colorado“ (sagði svo, „við erum ekki að byggja múr í Kansas en þeir hagnast á múrnum sem við erum að byggja á landamærunum“)“ Trump sagði samt ekki „byggja á landamærunum“, heldur vísaði hann til hinna múranna sem hann hefði nefnt. Þá sagði forsetinn að brandarinn hefði verið ætlaður fyrir íbúa Colorado og Kansas sem hefðu verið í salnum á kosningafundinum í gær.(Kiddingly) We’re building a Wall in Colorado”(then stated, “we’re not building a Wall in Kansas but they get the benefit of the Wall we’re building on the Border”) refered to people in the very packed auditorium, from Colorado & Kansas, getting the benefit of the Border Wall! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2019 Það er þó ekki ljóst til hvaða fundargesta Trump var að vísa, því fundurinn var í Pittsburgh í Pensylvaníu. Það er ansi langt frá Colorado og Kansas. Þá má sjá á myndbandi af ræðu Trump að hann gaf engin merki frá sér um að hann væri að grínast. Trump hefur lengi átt í miklum vandræðum með að viðurkenna mistök. Það kemur reglulega fyrir að hann misles ræðutexta og hefur hann margsinnis reynt að bæta fyrir það með því að þykjast ekki hafa mislesið textann. Skýrast væri að vísa til ræðu forsetans á allsherjarráði Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Á einum tímapunkti í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkjamenn „myndu aldrei skjóta, eða þreytast,“ á því að standa vörð um trúfrelsi. Þarna virðist nsem að forsetinn hafi lesið orðið „tire“ vitlaust og sagði hann „fire“. Iðulega þegar Trump misles ræðutexta bætir hann við „eða“ og les rétta orðið, í stað þess að leiðrétta sig. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi í gærkvöldi að hann væri að byggja múr í Nýju-Mexíkó og í Colorado. Það þykir athyglisvert fyrir þær sakir að Colorado er ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og því er alfarið óljóst af hverju þörf sé á múr þar. „Við erum að byggja múr á landamærum Nýju-Mexíkó og við erum að byggja múr í Colorado. Við erum að byggja fallegan múr. Stóran sem virkar. Sem þú getur ekki komist yfir, sem þú getur ekki komist undir,“ sagði forsetinn. Eins og áður segir er Colorado ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem Trump hefur lengi viljað byggja múr. Engar áætlanir hafa litið dagsins ljós um að byggja múr í Colorado, samkvæmt frétt USA Today.Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í febrúar og með því gat hann notað fjármagn frá hernum til að byggja múr á hluta landamæranna.TRUMP: "We're building a wall in Colorado. We're building a beautiful wall. A big one that really works." pic.twitter.com/tVgO95VIdW — Aaron Rupar (@atrupar) October 23, 2019 Forsetinn nefndi þó að ekki stæði til að byggja múr í Kansas, sem er austur af Colorado, en íbúar þar myndu hagnast á „hinum múrunum“ sem hann hefði nefnt. Kansas er ekki heldur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Líklegast þykir að Trump hafi mismælt sig. Það vill hann þó ekki viðurkenna og sagði á Twitter nú í morgun að hann hafi eingöngu verið að grínast. „(Í gríni) Við erum að byggja múr í Colorado“ (sagði svo, „við erum ekki að byggja múr í Kansas en þeir hagnast á múrnum sem við erum að byggja á landamærunum“)“ Trump sagði samt ekki „byggja á landamærunum“, heldur vísaði hann til hinna múranna sem hann hefði nefnt. Þá sagði forsetinn að brandarinn hefði verið ætlaður fyrir íbúa Colorado og Kansas sem hefðu verið í salnum á kosningafundinum í gær.(Kiddingly) We’re building a Wall in Colorado”(then stated, “we’re not building a Wall in Kansas but they get the benefit of the Wall we’re building on the Border”) refered to people in the very packed auditorium, from Colorado & Kansas, getting the benefit of the Border Wall! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2019 Það er þó ekki ljóst til hvaða fundargesta Trump var að vísa, því fundurinn var í Pittsburgh í Pensylvaníu. Það er ansi langt frá Colorado og Kansas. Þá má sjá á myndbandi af ræðu Trump að hann gaf engin merki frá sér um að hann væri að grínast. Trump hefur lengi átt í miklum vandræðum með að viðurkenna mistök. Það kemur reglulega fyrir að hann misles ræðutexta og hefur hann margsinnis reynt að bæta fyrir það með því að þykjast ekki hafa mislesið textann. Skýrast væri að vísa til ræðu forsetans á allsherjarráði Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Á einum tímapunkti í ræðu sinni sagði Trump að Bandaríkjamenn „myndu aldrei skjóta, eða þreytast,“ á því að standa vörð um trúfrelsi. Þarna virðist nsem að forsetinn hafi lesið orðið „tire“ vitlaust og sagði hann „fire“. Iðulega þegar Trump misles ræðutexta bætir hann við „eða“ og les rétta orðið, í stað þess að leiðrétta sig.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira