Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 23:30 Donald Trump er gjarnan að finna á blaðsíðum New York Times og Washington Post. Vísir/Getty Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að um sparnaðarráð að ræða. Trump hefur í gegnum forsetatíð sína gagnrýnt blöðin tvö harðlega og gjarnan sakað þau um að framleiða falsfréttir sem miði að því að koma höggi á forsetann, þó fátt bendi til annars en að blöðin séu aðeins að veita honum og ríkisstjórn hans eðlilegt aðhald. Í viðtalsþætti á Fox News fyrr í vikunni ýjaði Trump að því að Hvíta húsið myndi segja upp áskrift að blöðunum tveimur. „New York Times, sem er falsfjölmiðill, við viljum það ekki einu sinni inn í Hvíta húsið lengur. Við munum líklega segja upp áskriftinni að því og Washington Post,“ sagði Trump.Í frétt Wall Street Journal segir að unnið sé að því að senda tilmæli til ríkisstofnana um að endurnýja ekki áskriftir að blöðunum.„Það að endurnýja ekki áskriftir allra ríkisstofnana mun verða talsverð sparnaðaraðgerð. Við erum að tala um hundruð þúsund dollara,“ er haft eftir tölvupósti frá Stephanie Grisham til Wall Street Journal.Ekki liggur fyrir hversu margar áskriftir ríkisstofnanir Bandaríkjanna eru með að blöðunum tveimur, né hver kostnaðurinn við þær sé.Þetta yrði þó ekki í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna myndi hætta að kaupa áskrift að fjölmiðli vegna þess að honum mislíkaði umfjöllun hans. John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna á árunum 1961-1963 sagði upp áskrift Hvíta hússins að New York Heral dagblaðinu. Áskriftin var þó endurnýjuð nokkru seinna, að því erkemur fram á vef CNN. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að um sparnaðarráð að ræða. Trump hefur í gegnum forsetatíð sína gagnrýnt blöðin tvö harðlega og gjarnan sakað þau um að framleiða falsfréttir sem miði að því að koma höggi á forsetann, þó fátt bendi til annars en að blöðin séu aðeins að veita honum og ríkisstjórn hans eðlilegt aðhald. Í viðtalsþætti á Fox News fyrr í vikunni ýjaði Trump að því að Hvíta húsið myndi segja upp áskrift að blöðunum tveimur. „New York Times, sem er falsfjölmiðill, við viljum það ekki einu sinni inn í Hvíta húsið lengur. Við munum líklega segja upp áskriftinni að því og Washington Post,“ sagði Trump.Í frétt Wall Street Journal segir að unnið sé að því að senda tilmæli til ríkisstofnana um að endurnýja ekki áskriftir að blöðunum.„Það að endurnýja ekki áskriftir allra ríkisstofnana mun verða talsverð sparnaðaraðgerð. Við erum að tala um hundruð þúsund dollara,“ er haft eftir tölvupósti frá Stephanie Grisham til Wall Street Journal.Ekki liggur fyrir hversu margar áskriftir ríkisstofnanir Bandaríkjanna eru með að blöðunum tveimur, né hver kostnaðurinn við þær sé.Þetta yrði þó ekki í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna myndi hætta að kaupa áskrift að fjölmiðli vegna þess að honum mislíkaði umfjöllun hans. John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna á árunum 1961-1963 sagði upp áskrift Hvíta hússins að New York Heral dagblaðinu. Áskriftin var þó endurnýjuð nokkru seinna, að því erkemur fram á vef CNN.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent