Fyrrverandi skólastjóri skákvæðir Grafarvog Björn Þorfinnsson skrifar 25. október 2019 06:00 Skák er sívinsæl íþrótt með iðkendur á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla, er kominn á eftirlaun en er þó hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann er formaður Skákdeildar Fjölnis sem hefur hafist handa við að skákvæða Grafarvog og Stórhöfða eins og svæðið leggur sig. Fyrsta skáksettið var afhent við athöfn í heimsókn í Íslandsbankaútibúið á Höfðabakka í gær. Helgi gegndi starfi skólastjóra í Rimaskóla í 26 ár. Á þeim tíma vakti skólinn verðskuldaða athygli fyrir öflugt skákstarf fyrir nemendur. Íslandsmeistara- og Norðurlandatitlar hrúguðust inn og hver afreksmaðurinn á fætur öðrum leit dagsins ljós innan skólans. Þar á meðal yngsti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson, og nýjasti landsliðsmaðurinn Dagur Ragnarsson, sem einmitt mun þreyta frumraun sína á Evrópumeistaramóti landsliða í Batumi í Georgíu í vikunni. „Maður er náttúrulega afar hreykinn af þessum öflugu skákmönnum sem urðu til innan skólans,“ segir Helgi. „Það sem var þó ekki síður mikilvægt var að margir nemendur sem áttu erfitt með einbeitingu og fundu sig ekki í námi blómstruðu í skákinni. Það hjálpaði þeim síðan í náminu. Það má segja að afreksfólkið hafi verið ánægjuleg aukaafurð en stóra málið var að skákin studdi vel við skólastarfið og fjölmargir nemendur höfðu ánægjuleg kynni af þessari list þó að þeir hafi ekki lagt skákina fyrir sig.“ Helgi var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í sumar fyrir starf sitt að skóla- og skákmálum ungmenna. Hann segir að sá heiður hafi virkað sem hvatning frekar en skilaboð um að fara að slaka á. „Núna hef ég mun meiri tíma og get því einbeitt mér að hverfinu mínu frekar en bara einum skóla. Skákdeild Fjölnis var stofnuð árið 2004 að frumkvæði okkar Hrafns Jökulssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Í dag er unnið þar öflugt starf enda er félagið orðið eitt stærsta taflfélag landsins. Við viljum efla það enn frekar og höfum því blásið til átaksins Skákvæðum Grafarvog. Markmið þess er að skákvæða fyrirtæki í Grafarvogi og Ártúnshöfða. Í framhaldinu viljum við svo bjóða upp á margs konar samstarf um fjöltefli á vinnustað, vinnustaðaskákmót og aðrar uppákomur,“ segir Helgi og er bjartsýnn á árangur skákvæðingarinnar í Grafarvogi. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skák Skóla - og menntamál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla, er kominn á eftirlaun en er þó hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann er formaður Skákdeildar Fjölnis sem hefur hafist handa við að skákvæða Grafarvog og Stórhöfða eins og svæðið leggur sig. Fyrsta skáksettið var afhent við athöfn í heimsókn í Íslandsbankaútibúið á Höfðabakka í gær. Helgi gegndi starfi skólastjóra í Rimaskóla í 26 ár. Á þeim tíma vakti skólinn verðskuldaða athygli fyrir öflugt skákstarf fyrir nemendur. Íslandsmeistara- og Norðurlandatitlar hrúguðust inn og hver afreksmaðurinn á fætur öðrum leit dagsins ljós innan skólans. Þar á meðal yngsti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson, og nýjasti landsliðsmaðurinn Dagur Ragnarsson, sem einmitt mun þreyta frumraun sína á Evrópumeistaramóti landsliða í Batumi í Georgíu í vikunni. „Maður er náttúrulega afar hreykinn af þessum öflugu skákmönnum sem urðu til innan skólans,“ segir Helgi. „Það sem var þó ekki síður mikilvægt var að margir nemendur sem áttu erfitt með einbeitingu og fundu sig ekki í námi blómstruðu í skákinni. Það hjálpaði þeim síðan í náminu. Það má segja að afreksfólkið hafi verið ánægjuleg aukaafurð en stóra málið var að skákin studdi vel við skólastarfið og fjölmargir nemendur höfðu ánægjuleg kynni af þessari list þó að þeir hafi ekki lagt skákina fyrir sig.“ Helgi var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í sumar fyrir starf sitt að skóla- og skákmálum ungmenna. Hann segir að sá heiður hafi virkað sem hvatning frekar en skilaboð um að fara að slaka á. „Núna hef ég mun meiri tíma og get því einbeitt mér að hverfinu mínu frekar en bara einum skóla. Skákdeild Fjölnis var stofnuð árið 2004 að frumkvæði okkar Hrafns Jökulssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Í dag er unnið þar öflugt starf enda er félagið orðið eitt stærsta taflfélag landsins. Við viljum efla það enn frekar og höfum því blásið til átaksins Skákvæðum Grafarvog. Markmið þess er að skákvæða fyrirtæki í Grafarvogi og Ártúnshöfða. Í framhaldinu viljum við svo bjóða upp á margs konar samstarf um fjöltefli á vinnustað, vinnustaðaskákmót og aðrar uppákomur,“ segir Helgi og er bjartsýnn á árangur skákvæðingarinnar í Grafarvogi.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skák Skóla - og menntamál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira