Varhugaverð vegferð Þórir Guðmundsson skrifar 25. október 2019 07:30 Vegurinn til heljar er oftast varðaður góðum ásetningi og vafalaust hefur Íslandsbanki hin ágætustu markmið með því að „kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla,“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra bankans. En Íslandsbanki er hér á varhugaverðri vegferð sem ógnar fjölmiðlum og skaðar umræðu og þar með lýðræðið í landinu. Ekki af því að markmiðið sé ekki gott heldur vegna þess að hótun um að refsa fjölmiðlum fyrir að hegða sér ekki í samræmi við stefnu fyrirtækis er hættuleg, ein og sér, og stórhættuleg sem fordæmi. Fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð í verki með ýmsum hætti. Sum styrkja góðgerðamál, önnur minnka eigin kolefnisfótspor og mörg reyna að sporna gegn einnota umbúðum eða versla ekki við fyrirtæki sem framleiða stríðstól, svo dæmi séu tekin. Þegar stór auglýsandi biður fjölmiðla um að útvega sér tölur um kynjahlutfall á fréttastofu sinni, og segist síðan ætla að hætta að auglýsa í miðlum þar sem kynjahlutfallið er „afgerandi“, þá er ástæða til að staldra við. Þá fara rauð ljós að blikka. Þrýstingur á fjölmiðla En er ekki bara besta mál að fyrirtæki framfylgi stefnu sinni gagnvart fjölmiðlum eins og öðrum? Þegar grannt er skoðað er ýmislegt við það að athuga. Fjölmiðlar eru ekki bara hvaða fyrirtæki sem er, eins og meðal annars má sjá af því að um þá gilda sérstök lög. Eitt markmið þeirra er að verja ritstjórnir fjölmiðla fyrir utanaðkomandi þrýstingi. Fjölmiðlar hafa langa reynslu af að verjast þrýstingi; pólitískum, viðskiptalegum og persónulegum. Það er ekkert nýtt. Þeir eru gjarnan óþekkir, uppáþrengjandi og aðgangsharðir. Ýmsir telja sig eiga harma að hefna gagnvart fjölmiðlum og hafa um tíðina reynt að hafa áhrif á þá. Þar hafa bæði sakamenn, stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar komið við sögu. En það er nýtt að stórfyrirtæki telji sér sæmandi að beita fjárhagslegum styrk sínum til að hafa bein áhrif á starfsmenn fjölmiðla og viðmælendur þeirra. Hefði Íslandsbanki valið sér það heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að berjast gegn fátækt, hefði bankanum þá þótt eðlilegt að krefjast þess að fjölmiðlar töluðu við eitthvert ákveðið hlutfall fátækra í fréttatímum sínum? Það er göfugt markmið; af hverju ekki beita þrýstingi til að framfylgja því? Bara af því að markmiðið er gott er ekki sjálfsagt að framfylgja því með hvaða hætti sem er. Undirstaða lýðræðis Fjölmiðlar og sú opna umræða sem þeir standa fyrir eru undirstaða lýðræðis. Þessi undirstaða stendur ekkert sérstaklega föstum fótum á Íslandi, eins og ágæt skýrsla um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla frá 2018 sýnir fram á. Inn í þetta umhverfi kemur Íslandsbanki með hótanir um refsingar í formi auglýsingabanns á þá sem ekki vinna samkvæmt stefnu bankans að mati bankans. Viðskiptalegar refsiaðgerðir En hverja munu þessar viðskiptalegu refsiaðgerðir hitta fyrir? Meðal fjölmiðla eru smærri miðlar, svo sem landshlutablöð, þar sem er einungis einn starfsmaður, kannski prentsmiðjueigandinn á staðnum sem gefur út staðbundið fréttarit og reiðir sig á auglýsingar til að halda því gangandi. Þeirra á meðal eru líka miðlar sem höfða til ákveðinna hópa, svo sem sjómanna, áhugafólks um prjónauppskriftir, matgæðinga, húseigenda, karla eða kvenna. Ákvörðun Íslandsbanka virðist ganga út á að miðlar verði sjálfkrafa útilokaðir ef starfsmenn eða viðmælendahópur eru aðallega af öðru kyninu. Eða hvert er viðmiðið? 60/40, 70/30, 80/20? Á þetta við um kynjahlutfall meðal starfsmanna eða meðal viðmælenda eða hvoru tveggja og þá í hvaða mæli? Og hvers vegna beitir bankinn ekki sama þrýstingi gagnvart innistæðueigendum, fyrirtækjum í eigu bankans, fjárfestingum hans? Bankinn hefur ágæta stefnu um kynjajafnrétti en getur verið að hann ætli að framfylgja henni eingöngu á útgjaldahliðinni en ekki þar sem fjárhagslegur sársauki bankans yrði meiri? Nú skal tekið fram að sú fréttastofa sem ég stýri stefnir að því að hafa kynjajafnvægi í bæði starfsmanna- og viðmælendahópnum og hefur ekki vondan málstað í þeim efnum. Hjá okkur starfa 32 fréttamenn; 16 karlar og 16 konur (í fullu eða hlutastarfi). Við Bylgjufréttir starfa tveir fréttamenn í fullu starfi, einn karl og ein kona. Fréttaþulir okkar á Stöð 2 eru fjórir, tveir karlar og tvær konur. Viðmælendur í fréttatíma Stöðvar 2 í fyrra voru 58% karlar og 42% konur, þannig að þar þurfum við áfram að keppa að jafnara hlutfalli kynjanna, þó eftir því sem fréttirnar gefa tilefni til. Við höfum ekki mælt kynjahlutfall viðmælenda í fréttum á Bylgjunni og Vísi. En það sem Íslandsbanki verður að skilja er að með ákvörðun sinni er bankinn að reyna að hafa áhrif á ritstjórnir fjölmiðla með fjárhagslegum þrýstingi. Það er óeðlilegt og þá skiptir engu máli hversu gott málefnið er. Það er þrýstingurinn sem er óeðlilegur, ekki markmiðið með honum. Vonandi er vegferðin sem bankinn virðist vera á bara vanhugsuð. Og þá er rétt að hann hugsi málið betur.Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Þórir Guðmundsson Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Vegurinn til heljar er oftast varðaður góðum ásetningi og vafalaust hefur Íslandsbanki hin ágætustu markmið með því að „kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla,“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra bankans. En Íslandsbanki er hér á varhugaverðri vegferð sem ógnar fjölmiðlum og skaðar umræðu og þar með lýðræðið í landinu. Ekki af því að markmiðið sé ekki gott heldur vegna þess að hótun um að refsa fjölmiðlum fyrir að hegða sér ekki í samræmi við stefnu fyrirtækis er hættuleg, ein og sér, og stórhættuleg sem fordæmi. Fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð í verki með ýmsum hætti. Sum styrkja góðgerðamál, önnur minnka eigin kolefnisfótspor og mörg reyna að sporna gegn einnota umbúðum eða versla ekki við fyrirtæki sem framleiða stríðstól, svo dæmi séu tekin. Þegar stór auglýsandi biður fjölmiðla um að útvega sér tölur um kynjahlutfall á fréttastofu sinni, og segist síðan ætla að hætta að auglýsa í miðlum þar sem kynjahlutfallið er „afgerandi“, þá er ástæða til að staldra við. Þá fara rauð ljós að blikka. Þrýstingur á fjölmiðla En er ekki bara besta mál að fyrirtæki framfylgi stefnu sinni gagnvart fjölmiðlum eins og öðrum? Þegar grannt er skoðað er ýmislegt við það að athuga. Fjölmiðlar eru ekki bara hvaða fyrirtæki sem er, eins og meðal annars má sjá af því að um þá gilda sérstök lög. Eitt markmið þeirra er að verja ritstjórnir fjölmiðla fyrir utanaðkomandi þrýstingi. Fjölmiðlar hafa langa reynslu af að verjast þrýstingi; pólitískum, viðskiptalegum og persónulegum. Það er ekkert nýtt. Þeir eru gjarnan óþekkir, uppáþrengjandi og aðgangsharðir. Ýmsir telja sig eiga harma að hefna gagnvart fjölmiðlum og hafa um tíðina reynt að hafa áhrif á þá. Þar hafa bæði sakamenn, stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar komið við sögu. En það er nýtt að stórfyrirtæki telji sér sæmandi að beita fjárhagslegum styrk sínum til að hafa bein áhrif á starfsmenn fjölmiðla og viðmælendur þeirra. Hefði Íslandsbanki valið sér það heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að berjast gegn fátækt, hefði bankanum þá þótt eðlilegt að krefjast þess að fjölmiðlar töluðu við eitthvert ákveðið hlutfall fátækra í fréttatímum sínum? Það er göfugt markmið; af hverju ekki beita þrýstingi til að framfylgja því? Bara af því að markmiðið er gott er ekki sjálfsagt að framfylgja því með hvaða hætti sem er. Undirstaða lýðræðis Fjölmiðlar og sú opna umræða sem þeir standa fyrir eru undirstaða lýðræðis. Þessi undirstaða stendur ekkert sérstaklega föstum fótum á Íslandi, eins og ágæt skýrsla um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla frá 2018 sýnir fram á. Inn í þetta umhverfi kemur Íslandsbanki með hótanir um refsingar í formi auglýsingabanns á þá sem ekki vinna samkvæmt stefnu bankans að mati bankans. Viðskiptalegar refsiaðgerðir En hverja munu þessar viðskiptalegu refsiaðgerðir hitta fyrir? Meðal fjölmiðla eru smærri miðlar, svo sem landshlutablöð, þar sem er einungis einn starfsmaður, kannski prentsmiðjueigandinn á staðnum sem gefur út staðbundið fréttarit og reiðir sig á auglýsingar til að halda því gangandi. Þeirra á meðal eru líka miðlar sem höfða til ákveðinna hópa, svo sem sjómanna, áhugafólks um prjónauppskriftir, matgæðinga, húseigenda, karla eða kvenna. Ákvörðun Íslandsbanka virðist ganga út á að miðlar verði sjálfkrafa útilokaðir ef starfsmenn eða viðmælendahópur eru aðallega af öðru kyninu. Eða hvert er viðmiðið? 60/40, 70/30, 80/20? Á þetta við um kynjahlutfall meðal starfsmanna eða meðal viðmælenda eða hvoru tveggja og þá í hvaða mæli? Og hvers vegna beitir bankinn ekki sama þrýstingi gagnvart innistæðueigendum, fyrirtækjum í eigu bankans, fjárfestingum hans? Bankinn hefur ágæta stefnu um kynjajafnrétti en getur verið að hann ætli að framfylgja henni eingöngu á útgjaldahliðinni en ekki þar sem fjárhagslegur sársauki bankans yrði meiri? Nú skal tekið fram að sú fréttastofa sem ég stýri stefnir að því að hafa kynjajafnvægi í bæði starfsmanna- og viðmælendahópnum og hefur ekki vondan málstað í þeim efnum. Hjá okkur starfa 32 fréttamenn; 16 karlar og 16 konur (í fullu eða hlutastarfi). Við Bylgjufréttir starfa tveir fréttamenn í fullu starfi, einn karl og ein kona. Fréttaþulir okkar á Stöð 2 eru fjórir, tveir karlar og tvær konur. Viðmælendur í fréttatíma Stöðvar 2 í fyrra voru 58% karlar og 42% konur, þannig að þar þurfum við áfram að keppa að jafnara hlutfalli kynjanna, þó eftir því sem fréttirnar gefa tilefni til. Við höfum ekki mælt kynjahlutfall viðmælenda í fréttum á Bylgjunni og Vísi. En það sem Íslandsbanki verður að skilja er að með ákvörðun sinni er bankinn að reyna að hafa áhrif á ritstjórnir fjölmiðla með fjárhagslegum þrýstingi. Það er óeðlilegt og þá skiptir engu máli hversu gott málefnið er. Það er þrýstingurinn sem er óeðlilegur, ekki markmiðið með honum. Vonandi er vegferðin sem bankinn virðist vera á bara vanhugsuð. Og þá er rétt að hann hugsi málið betur.Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar