Varhugaverð vegferð Þórir Guðmundsson skrifar 25. október 2019 07:30 Vegurinn til heljar er oftast varðaður góðum ásetningi og vafalaust hefur Íslandsbanki hin ágætustu markmið með því að „kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla,“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra bankans. En Íslandsbanki er hér á varhugaverðri vegferð sem ógnar fjölmiðlum og skaðar umræðu og þar með lýðræðið í landinu. Ekki af því að markmiðið sé ekki gott heldur vegna þess að hótun um að refsa fjölmiðlum fyrir að hegða sér ekki í samræmi við stefnu fyrirtækis er hættuleg, ein og sér, og stórhættuleg sem fordæmi. Fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð í verki með ýmsum hætti. Sum styrkja góðgerðamál, önnur minnka eigin kolefnisfótspor og mörg reyna að sporna gegn einnota umbúðum eða versla ekki við fyrirtæki sem framleiða stríðstól, svo dæmi séu tekin. Þegar stór auglýsandi biður fjölmiðla um að útvega sér tölur um kynjahlutfall á fréttastofu sinni, og segist síðan ætla að hætta að auglýsa í miðlum þar sem kynjahlutfallið er „afgerandi“, þá er ástæða til að staldra við. Þá fara rauð ljós að blikka. Þrýstingur á fjölmiðla En er ekki bara besta mál að fyrirtæki framfylgi stefnu sinni gagnvart fjölmiðlum eins og öðrum? Þegar grannt er skoðað er ýmislegt við það að athuga. Fjölmiðlar eru ekki bara hvaða fyrirtæki sem er, eins og meðal annars má sjá af því að um þá gilda sérstök lög. Eitt markmið þeirra er að verja ritstjórnir fjölmiðla fyrir utanaðkomandi þrýstingi. Fjölmiðlar hafa langa reynslu af að verjast þrýstingi; pólitískum, viðskiptalegum og persónulegum. Það er ekkert nýtt. Þeir eru gjarnan óþekkir, uppáþrengjandi og aðgangsharðir. Ýmsir telja sig eiga harma að hefna gagnvart fjölmiðlum og hafa um tíðina reynt að hafa áhrif á þá. Þar hafa bæði sakamenn, stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar komið við sögu. En það er nýtt að stórfyrirtæki telji sér sæmandi að beita fjárhagslegum styrk sínum til að hafa bein áhrif á starfsmenn fjölmiðla og viðmælendur þeirra. Hefði Íslandsbanki valið sér það heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að berjast gegn fátækt, hefði bankanum þá þótt eðlilegt að krefjast þess að fjölmiðlar töluðu við eitthvert ákveðið hlutfall fátækra í fréttatímum sínum? Það er göfugt markmið; af hverju ekki beita þrýstingi til að framfylgja því? Bara af því að markmiðið er gott er ekki sjálfsagt að framfylgja því með hvaða hætti sem er. Undirstaða lýðræðis Fjölmiðlar og sú opna umræða sem þeir standa fyrir eru undirstaða lýðræðis. Þessi undirstaða stendur ekkert sérstaklega föstum fótum á Íslandi, eins og ágæt skýrsla um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla frá 2018 sýnir fram á. Inn í þetta umhverfi kemur Íslandsbanki með hótanir um refsingar í formi auglýsingabanns á þá sem ekki vinna samkvæmt stefnu bankans að mati bankans. Viðskiptalegar refsiaðgerðir En hverja munu þessar viðskiptalegu refsiaðgerðir hitta fyrir? Meðal fjölmiðla eru smærri miðlar, svo sem landshlutablöð, þar sem er einungis einn starfsmaður, kannski prentsmiðjueigandinn á staðnum sem gefur út staðbundið fréttarit og reiðir sig á auglýsingar til að halda því gangandi. Þeirra á meðal eru líka miðlar sem höfða til ákveðinna hópa, svo sem sjómanna, áhugafólks um prjónauppskriftir, matgæðinga, húseigenda, karla eða kvenna. Ákvörðun Íslandsbanka virðist ganga út á að miðlar verði sjálfkrafa útilokaðir ef starfsmenn eða viðmælendahópur eru aðallega af öðru kyninu. Eða hvert er viðmiðið? 60/40, 70/30, 80/20? Á þetta við um kynjahlutfall meðal starfsmanna eða meðal viðmælenda eða hvoru tveggja og þá í hvaða mæli? Og hvers vegna beitir bankinn ekki sama þrýstingi gagnvart innistæðueigendum, fyrirtækjum í eigu bankans, fjárfestingum hans? Bankinn hefur ágæta stefnu um kynjajafnrétti en getur verið að hann ætli að framfylgja henni eingöngu á útgjaldahliðinni en ekki þar sem fjárhagslegur sársauki bankans yrði meiri? Nú skal tekið fram að sú fréttastofa sem ég stýri stefnir að því að hafa kynjajafnvægi í bæði starfsmanna- og viðmælendahópnum og hefur ekki vondan málstað í þeim efnum. Hjá okkur starfa 32 fréttamenn; 16 karlar og 16 konur (í fullu eða hlutastarfi). Við Bylgjufréttir starfa tveir fréttamenn í fullu starfi, einn karl og ein kona. Fréttaþulir okkar á Stöð 2 eru fjórir, tveir karlar og tvær konur. Viðmælendur í fréttatíma Stöðvar 2 í fyrra voru 58% karlar og 42% konur, þannig að þar þurfum við áfram að keppa að jafnara hlutfalli kynjanna, þó eftir því sem fréttirnar gefa tilefni til. Við höfum ekki mælt kynjahlutfall viðmælenda í fréttum á Bylgjunni og Vísi. En það sem Íslandsbanki verður að skilja er að með ákvörðun sinni er bankinn að reyna að hafa áhrif á ritstjórnir fjölmiðla með fjárhagslegum þrýstingi. Það er óeðlilegt og þá skiptir engu máli hversu gott málefnið er. Það er þrýstingurinn sem er óeðlilegur, ekki markmiðið með honum. Vonandi er vegferðin sem bankinn virðist vera á bara vanhugsuð. Og þá er rétt að hann hugsi málið betur.Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Þórir Guðmundsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Vegurinn til heljar er oftast varðaður góðum ásetningi og vafalaust hefur Íslandsbanki hin ágætustu markmið með því að „kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla,“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra bankans. En Íslandsbanki er hér á varhugaverðri vegferð sem ógnar fjölmiðlum og skaðar umræðu og þar með lýðræðið í landinu. Ekki af því að markmiðið sé ekki gott heldur vegna þess að hótun um að refsa fjölmiðlum fyrir að hegða sér ekki í samræmi við stefnu fyrirtækis er hættuleg, ein og sér, og stórhættuleg sem fordæmi. Fyrirtæki sýna samfélagslega ábyrgð í verki með ýmsum hætti. Sum styrkja góðgerðamál, önnur minnka eigin kolefnisfótspor og mörg reyna að sporna gegn einnota umbúðum eða versla ekki við fyrirtæki sem framleiða stríðstól, svo dæmi séu tekin. Þegar stór auglýsandi biður fjölmiðla um að útvega sér tölur um kynjahlutfall á fréttastofu sinni, og segist síðan ætla að hætta að auglýsa í miðlum þar sem kynjahlutfallið er „afgerandi“, þá er ástæða til að staldra við. Þá fara rauð ljós að blikka. Þrýstingur á fjölmiðla En er ekki bara besta mál að fyrirtæki framfylgi stefnu sinni gagnvart fjölmiðlum eins og öðrum? Þegar grannt er skoðað er ýmislegt við það að athuga. Fjölmiðlar eru ekki bara hvaða fyrirtæki sem er, eins og meðal annars má sjá af því að um þá gilda sérstök lög. Eitt markmið þeirra er að verja ritstjórnir fjölmiðla fyrir utanaðkomandi þrýstingi. Fjölmiðlar hafa langa reynslu af að verjast þrýstingi; pólitískum, viðskiptalegum og persónulegum. Það er ekkert nýtt. Þeir eru gjarnan óþekkir, uppáþrengjandi og aðgangsharðir. Ýmsir telja sig eiga harma að hefna gagnvart fjölmiðlum og hafa um tíðina reynt að hafa áhrif á þá. Þar hafa bæði sakamenn, stjórnmálamenn og viðskiptajöfrar komið við sögu. En það er nýtt að stórfyrirtæki telji sér sæmandi að beita fjárhagslegum styrk sínum til að hafa bein áhrif á starfsmenn fjölmiðla og viðmælendur þeirra. Hefði Íslandsbanki valið sér það heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að berjast gegn fátækt, hefði bankanum þá þótt eðlilegt að krefjast þess að fjölmiðlar töluðu við eitthvert ákveðið hlutfall fátækra í fréttatímum sínum? Það er göfugt markmið; af hverju ekki beita þrýstingi til að framfylgja því? Bara af því að markmiðið er gott er ekki sjálfsagt að framfylgja því með hvaða hætti sem er. Undirstaða lýðræðis Fjölmiðlar og sú opna umræða sem þeir standa fyrir eru undirstaða lýðræðis. Þessi undirstaða stendur ekkert sérstaklega föstum fótum á Íslandi, eins og ágæt skýrsla um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla frá 2018 sýnir fram á. Inn í þetta umhverfi kemur Íslandsbanki með hótanir um refsingar í formi auglýsingabanns á þá sem ekki vinna samkvæmt stefnu bankans að mati bankans. Viðskiptalegar refsiaðgerðir En hverja munu þessar viðskiptalegu refsiaðgerðir hitta fyrir? Meðal fjölmiðla eru smærri miðlar, svo sem landshlutablöð, þar sem er einungis einn starfsmaður, kannski prentsmiðjueigandinn á staðnum sem gefur út staðbundið fréttarit og reiðir sig á auglýsingar til að halda því gangandi. Þeirra á meðal eru líka miðlar sem höfða til ákveðinna hópa, svo sem sjómanna, áhugafólks um prjónauppskriftir, matgæðinga, húseigenda, karla eða kvenna. Ákvörðun Íslandsbanka virðist ganga út á að miðlar verði sjálfkrafa útilokaðir ef starfsmenn eða viðmælendahópur eru aðallega af öðru kyninu. Eða hvert er viðmiðið? 60/40, 70/30, 80/20? Á þetta við um kynjahlutfall meðal starfsmanna eða meðal viðmælenda eða hvoru tveggja og þá í hvaða mæli? Og hvers vegna beitir bankinn ekki sama þrýstingi gagnvart innistæðueigendum, fyrirtækjum í eigu bankans, fjárfestingum hans? Bankinn hefur ágæta stefnu um kynjajafnrétti en getur verið að hann ætli að framfylgja henni eingöngu á útgjaldahliðinni en ekki þar sem fjárhagslegur sársauki bankans yrði meiri? Nú skal tekið fram að sú fréttastofa sem ég stýri stefnir að því að hafa kynjajafnvægi í bæði starfsmanna- og viðmælendahópnum og hefur ekki vondan málstað í þeim efnum. Hjá okkur starfa 32 fréttamenn; 16 karlar og 16 konur (í fullu eða hlutastarfi). Við Bylgjufréttir starfa tveir fréttamenn í fullu starfi, einn karl og ein kona. Fréttaþulir okkar á Stöð 2 eru fjórir, tveir karlar og tvær konur. Viðmælendur í fréttatíma Stöðvar 2 í fyrra voru 58% karlar og 42% konur, þannig að þar þurfum við áfram að keppa að jafnara hlutfalli kynjanna, þó eftir því sem fréttirnar gefa tilefni til. Við höfum ekki mælt kynjahlutfall viðmælenda í fréttum á Bylgjunni og Vísi. En það sem Íslandsbanki verður að skilja er að með ákvörðun sinni er bankinn að reyna að hafa áhrif á ritstjórnir fjölmiðla með fjárhagslegum þrýstingi. Það er óeðlilegt og þá skiptir engu máli hversu gott málefnið er. Það er þrýstingurinn sem er óeðlilegur, ekki markmiðið með honum. Vonandi er vegferðin sem bankinn virðist vera á bara vanhugsuð. Og þá er rétt að hann hugsi málið betur.Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun