Zlatan kvaddi með hreðjataki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2019 09:00 Zlatan Ibrahimovic. Getty/Harry How Ballið búið hjá Zlatan Ibrahimovic og félögum eftir tap í úrslitakeppni MLS-deildarinnar í nótt. Zlatan Ibrahimovic spilaði mögulega sinn síðasta leik með LA Galaxy liðinu í nótt þegar liðið datt út úr úrslitakeppni MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Samningur Zlatans og LA Galaxy rennur út í desember og Svíinn hefur verið orðaður við ítölsk félög að undanförnu. LA Galaxy tapaði 5-3 í nótt á móti nágrönnum sínum í Los Angeles FC en leikurinn var í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.Zlatan Ibrahimovic's last game for the LA Galaxy? They were knocked out of the Major League Soccer Cup play-offs by Los Angeles FC. More: https://t.co/ksk723QP4wpic.twitter.com/t7cSTOdSw3 — BBC Sport (@BBCSport) October 25, 2019Zlatan Ibrahimovic skoraði eitt marka LA Galaxy liðsins í leiknum og lagði upp annað en það var ekki nóg. Þessi 38 ára gamli framherji skoraði 31 mark fyrir Galaxy á tímabilinu. Carlos Vela tók gullskóinn frá Svíanum í deildarkeppninni og skoraði líka tvö mörk fyrir Los Angeles FC í leiknum í gær en Svíinn hefur reynt að gera lítið úr þessum fyrrum leikmanni Arsenal. Vela hló síðast eftir leikinn í gær en hann er kominn með 36 mörk á leiktíðinni. Þetta var í fyrsta sinn sem LA FC hefur unnið Galaxy liðið í MLS-deildinni en nágrannaslagur liðanna er kallaður „El Trafico“ vegna umferðarteppunnar í Los Angeles borg. Zlatan gat samt ekki yfirgefið svæðið án þess að ná sér í smá auka athygli. Stuðningsmenn Los Angeles FC voru að stríða honum þegar Svíinn gekk af velli en hann svaraði þeim með því að taka sjálfan sig hreðjataki.After scoring in LA Galaxy's 5-3 loss, Zlatan just had to make the headlines one more time He was never going to leave quietly, was he? https://t.co/PpEZ1v2ECM — GiveMeSport (@GiveMeSport) October 25, 2019„Þeir sögðu eitthvað við mig og ég ætlaði ekki að sýna virðingarleysi en þetta er bara eins og æfing fyrir mig. Þessi leikvangur er of lítill fyrir mig og þetta er eins og ganga í garðinum,“ svaraði Zlatan Ibrahimovic þegar hann var spurður út í atvikið. „Ef ég verð áfram í MLS-deildinni þá er það henni til góða því þá mun allur heimurinn fylgjast með deildinni. Ef ég fer þá mun enginn muna eftir MLS-deildinni,“ sagði Zlatan Ibrahimovic af fullkomni hógværð. LA FC mætir Seattle Sounders í úrslitum Vesturdeildarinnar og í boði er sæti í úrslitaleiknum um bandaríska titilinn þar sem bíða annaðhvort Atlanta United eða Toronto. MLS Svíþjóð Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Í beinni: Valur - Þór/KA | Heimsækja Hlíðarenda með fullt hús stiga Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Í beinni: KA - FH | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Sjá meira
Ballið búið hjá Zlatan Ibrahimovic og félögum eftir tap í úrslitakeppni MLS-deildarinnar í nótt. Zlatan Ibrahimovic spilaði mögulega sinn síðasta leik með LA Galaxy liðinu í nótt þegar liðið datt út úr úrslitakeppni MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Samningur Zlatans og LA Galaxy rennur út í desember og Svíinn hefur verið orðaður við ítölsk félög að undanförnu. LA Galaxy tapaði 5-3 í nótt á móti nágrönnum sínum í Los Angeles FC en leikurinn var í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.Zlatan Ibrahimovic's last game for the LA Galaxy? They were knocked out of the Major League Soccer Cup play-offs by Los Angeles FC. More: https://t.co/ksk723QP4wpic.twitter.com/t7cSTOdSw3 — BBC Sport (@BBCSport) October 25, 2019Zlatan Ibrahimovic skoraði eitt marka LA Galaxy liðsins í leiknum og lagði upp annað en það var ekki nóg. Þessi 38 ára gamli framherji skoraði 31 mark fyrir Galaxy á tímabilinu. Carlos Vela tók gullskóinn frá Svíanum í deildarkeppninni og skoraði líka tvö mörk fyrir Los Angeles FC í leiknum í gær en Svíinn hefur reynt að gera lítið úr þessum fyrrum leikmanni Arsenal. Vela hló síðast eftir leikinn í gær en hann er kominn með 36 mörk á leiktíðinni. Þetta var í fyrsta sinn sem LA FC hefur unnið Galaxy liðið í MLS-deildinni en nágrannaslagur liðanna er kallaður „El Trafico“ vegna umferðarteppunnar í Los Angeles borg. Zlatan gat samt ekki yfirgefið svæðið án þess að ná sér í smá auka athygli. Stuðningsmenn Los Angeles FC voru að stríða honum þegar Svíinn gekk af velli en hann svaraði þeim með því að taka sjálfan sig hreðjataki.After scoring in LA Galaxy's 5-3 loss, Zlatan just had to make the headlines one more time He was never going to leave quietly, was he? https://t.co/PpEZ1v2ECM — GiveMeSport (@GiveMeSport) October 25, 2019„Þeir sögðu eitthvað við mig og ég ætlaði ekki að sýna virðingarleysi en þetta er bara eins og æfing fyrir mig. Þessi leikvangur er of lítill fyrir mig og þetta er eins og ganga í garðinum,“ svaraði Zlatan Ibrahimovic þegar hann var spurður út í atvikið. „Ef ég verð áfram í MLS-deildinni þá er það henni til góða því þá mun allur heimurinn fylgjast með deildinni. Ef ég fer þá mun enginn muna eftir MLS-deildinni,“ sagði Zlatan Ibrahimovic af fullkomni hógværð. LA FC mætir Seattle Sounders í úrslitum Vesturdeildarinnar og í boði er sæti í úrslitaleiknum um bandaríska titilinn þar sem bíða annaðhvort Atlanta United eða Toronto.
MLS Svíþjóð Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Í beinni: Valur - Þór/KA | Heimsækja Hlíðarenda með fullt hús stiga Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Í beinni: KA - FH | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Sjá meira