Fótbolti

Juventus leitar að „nýjum Ronaldo“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Juventus leitar að eftirmanni hins 34 ára gamla Ronaldos.
Juventus leitar að eftirmanni hins 34 ára gamla Ronaldos. vísir/getty
Ítalíumeistarar Juventus ætla að finna nýjan og yngri Cristiano Ronaldo til að halda sér á toppnum heima fyrir og í Evrópu.

Juventus horfir m.a. til ungstirnanna Kylians Mbappé og Erlings Braut Håland, markahæsta leikmanns Meistaradeildar Evrópu á tímabilinu.

„Með kaupunum á Ronaldo settum við punktinn fyrir aftan áætlun sem hófst fyrir átta árum,“ sagði Paolo Aicardi, stjórnarmaður hjá Juventus, á árlegum fundi hjá félaginu.

„Þá var Mirko Vucinic stærsta stjarnan sem við fengum. Síðan höfum við keypt nokkra leikmenn sem sýnir að Juventus getur fengið stærstu nöfnin í bransanum. Þegar Ronaldo kom var klárt leikmenn væru tilbúnir að velja okkur framyfir önnur stórlið í Evrópu.“

Að sögn Aicardis hófst nýr kafli þegar Juventus keypti hollenska miðvörðinn Matthjis De Ligt í sumar. Juventus horfi nú til yngri leikmanna.

„Í dag er allt hægt og De Ligt er sönnum þess. Næst ætlum við að fá nýjan Cristiano Ronaldo, en bara yngri útgáfu,“ sagði Aicardi.

Þrátt fyrir að Juventus hafi orðið ítalskur meistari átta ár í röð unna menn þar á bæ sér ekki hvíldar fyrr en liðið vinnur Meistaradeildina. Juventus hefur aðeins tvisvar unnið keppnina, síðast árið 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×