Norskur fyrrverandi þingmaður í sjö mánaða fangelsi vegna falskra ferðareikninga Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2019 12:41 Mazyar Keshvari tók sæti á norska þinginu árið 2013. Mynd/FRP Dómstóll í Noregi dæmdi í dag fyrrverandi þingmann á norska þinginu í sjö mánaða fangelsi fyrir gróf fjársvik og fyrir að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum til skrifstofu þingsins á þeim tíma er hann gegndi þingmennsku. Hinn 38 ára Mazyar Keshvari tók sæti á norska þinginu fyrir Framfaraflokkinn árið 2013. Aftonposten greindi frá því á síðasta ári að Keshvari hafi skilað inn fölskum ferðareikningum. Gat blaðið sýnt fram á að þingmaðurinn hafi í raun aldrei farið í umræddar ferðir. Keshvari játaði síðar að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum að andvirði 450 þúsund norskra króna, um sex milljónir íslenskra króna. Hann hefur nú endurgreitt fjárhæðirnar. Dómarinn sagði að það væri metið til refsiþyngingar að brotin hafi átt sér stað yfir lengra tímabil.Handtekinn vegna rússneskrar rúllettu Keshvari tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hafi skráð sig úr Framfaraflokknum. Bað hann fjölskyldu sína, samstarfsmenn og þingið afsökunar á gjörðum sínum. Saksóknarar höfðu farið fram á átján mánaða fangelsi. Fyrr í ár greindu norskir fjölmiðlar frá því að Keshvari hafi verið handtekinn vegna ógnunartilburða í febrúar. Hafði hann verið tilkynntur til lögreglu af manni sem sakaði þingmanninn um að hafa ógnað sér með skotvopni. Var þingmaðurinn sagður hafa framkvæmt einhverja tegund af „rússneskri rúllettu“. Hafi hann verið ölvaður þegar atvikið átti sér stað og hefur lögregla stuðst við hljóðupptöku sem tekin var upp þegar atvikið átti sér stað við rannsókn málsins. Keshvari neitar sök í því máli. Noregur Tengdar fréttir Hertar reglur eftir svindl Hertar reglur hafa verið settar um eftirlit með og endurgreiðslu ferðareikninga norskra þingmanna eftir að blaðið Aftenposten greindi frá því fyrr í haust að þingmaður hefði fengið endurgreiddar ferðir sem ekki voru farnar. 23. nóvember 2018 09:00 Norskur þingmaður handtekinn eftir „rússneska rúllettu“ Lögregla í Noregi handtók um helgina þingmanninn Mazyar Keshvari vegna gruns um að hafa ógnað öðrum með skotvopni. 4. febrúar 2019 11:32 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira
Dómstóll í Noregi dæmdi í dag fyrrverandi þingmann á norska þinginu í sjö mánaða fangelsi fyrir gróf fjársvik og fyrir að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum til skrifstofu þingsins á þeim tíma er hann gegndi þingmennsku. Hinn 38 ára Mazyar Keshvari tók sæti á norska þinginu fyrir Framfaraflokkinn árið 2013. Aftonposten greindi frá því á síðasta ári að Keshvari hafi skilað inn fölskum ferðareikningum. Gat blaðið sýnt fram á að þingmaðurinn hafi í raun aldrei farið í umræddar ferðir. Keshvari játaði síðar að hafa skilað inn fölskum ferðareikningum að andvirði 450 þúsund norskra króna, um sex milljónir íslenskra króna. Hann hefur nú endurgreitt fjárhæðirnar. Dómarinn sagði að það væri metið til refsiþyngingar að brotin hafi átt sér stað yfir lengra tímabil.Handtekinn vegna rússneskrar rúllettu Keshvari tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hafi skráð sig úr Framfaraflokknum. Bað hann fjölskyldu sína, samstarfsmenn og þingið afsökunar á gjörðum sínum. Saksóknarar höfðu farið fram á átján mánaða fangelsi. Fyrr í ár greindu norskir fjölmiðlar frá því að Keshvari hafi verið handtekinn vegna ógnunartilburða í febrúar. Hafði hann verið tilkynntur til lögreglu af manni sem sakaði þingmanninn um að hafa ógnað sér með skotvopni. Var þingmaðurinn sagður hafa framkvæmt einhverja tegund af „rússneskri rúllettu“. Hafi hann verið ölvaður þegar atvikið átti sér stað og hefur lögregla stuðst við hljóðupptöku sem tekin var upp þegar atvikið átti sér stað við rannsókn málsins. Keshvari neitar sök í því máli.
Noregur Tengdar fréttir Hertar reglur eftir svindl Hertar reglur hafa verið settar um eftirlit með og endurgreiðslu ferðareikninga norskra þingmanna eftir að blaðið Aftenposten greindi frá því fyrr í haust að þingmaður hefði fengið endurgreiddar ferðir sem ekki voru farnar. 23. nóvember 2018 09:00 Norskur þingmaður handtekinn eftir „rússneska rúllettu“ Lögregla í Noregi handtók um helgina þingmanninn Mazyar Keshvari vegna gruns um að hafa ógnað öðrum með skotvopni. 4. febrúar 2019 11:32 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira
Hertar reglur eftir svindl Hertar reglur hafa verið settar um eftirlit með og endurgreiðslu ferðareikninga norskra þingmanna eftir að blaðið Aftenposten greindi frá því fyrr í haust að þingmaður hefði fengið endurgreiddar ferðir sem ekki voru farnar. 23. nóvember 2018 09:00
Norskur þingmaður handtekinn eftir „rússneska rúllettu“ Lögregla í Noregi handtók um helgina þingmanninn Mazyar Keshvari vegna gruns um að hafa ógnað öðrum með skotvopni. 4. febrúar 2019 11:32