Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2019 19:15 Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda í sveitarstjórnum og vill að það sé haft með í ákvörðunartöku um málefni ungs fólks. Flest sveitarfélög á Suðurlandi eru með ungmennaráð þar sem unga fólkið reynir að koma sínum málum á dagskrá. Þetta koma meðal annars fram á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Hótel Geysi í lok vikunnar. Samhliða þinginu fimmtugasta aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga haldinn með þátttöku sveitarstjórnarmanna af öllu Suðurlandi. Mörg áhugaverð erindi voru haldin á ársþinginu en ávarp þeirra Nóa M. Jónssonar og Sólmundar Sigurðarsonar frá ungmennaráði Suðurlands vakti hvað mesta athygli. Þeir töluðu skýrt og létu sveitarstjórnarmenn heyra sína skoðun. „Í ykkar sveitarfélögum er stór hópur einstaklinga með skoðanir og hugmyndir, sem ættu alls ekki að vera hunsaðar. Það er eitthvað mikið bogið við þá hugmynd að móta stefnur og taka ákvarðanir, sem snerta ungmenni beint án þess að hafa rætt við þau eða hlustað á þau,“ sagði Nói í sínu ávarpi. Strákarnir komu víða við í erindi sínu, sem vakti mikla athygli hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi.Vísir/Magnús HlynurUngmennaráð Suðurlands, sem er sameiginlegt ungmennaráð fyrir öll sveitarfélög á Suðurland hefur unnið að ýmsum málum. Menntamál hafa verið ofarlega á baugi en unga fólkið vill að það sé undirbúið betur undir lífið í efstu bekkjum grunnskólans. „Það er þessi líffærni eins og við köllum hana, að leggja áherslu á markmiðasetningu og almenna samfélagskunnáttu og að bæta fjármálalæsi, sem er lífsnauðsynlegt tæki í áframhaldandi námi og lífi. Einnig myndum við vilja sjá aðstoð við nemendur með námsörðugleika í framhaldsskólum því það hlítur að vera markmið samfélagsins að virkja alla einstaklingana í samfélaginu. Hátt brottfall nemenda, á sérstaklega drengja í framhaldsskólum er eitthvað, sem við höfum miklar áhyggjur af og viljum breyta. Það er augljóslega einhver galli í kerfinu, það þarf greinilega að skoða það,“ bætti Nói við. Ungmennaráð Suðurlands hefur ákveðið að setja á ráðstefnu næsta haust í samráði við ungmennaráð sveitarfélaganna þar sem ræða á stöðu og framtíð unga fólksins þar sem hægt verður að fá greinargóða niðurstöðu á þinginu. Fulltrúar allra sveitarstjórna á Suðurlandi mættu á ársþingið, sem stóð yfir í tvo daga. Allir sveitarstjórnarmenn í Grímsnes og Grafningshreppi mættu til dæmis á þingið en á myndinni eru frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti, Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Vísir/Magnús Hlynur Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda í sveitarstjórnum og vill að það sé haft með í ákvörðunartöku um málefni ungs fólks. Flest sveitarfélög á Suðurlandi eru með ungmennaráð þar sem unga fólkið reynir að koma sínum málum á dagskrá. Þetta koma meðal annars fram á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Hótel Geysi í lok vikunnar. Samhliða þinginu fimmtugasta aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga haldinn með þátttöku sveitarstjórnarmanna af öllu Suðurlandi. Mörg áhugaverð erindi voru haldin á ársþinginu en ávarp þeirra Nóa M. Jónssonar og Sólmundar Sigurðarsonar frá ungmennaráði Suðurlands vakti hvað mesta athygli. Þeir töluðu skýrt og létu sveitarstjórnarmenn heyra sína skoðun. „Í ykkar sveitarfélögum er stór hópur einstaklinga með skoðanir og hugmyndir, sem ættu alls ekki að vera hunsaðar. Það er eitthvað mikið bogið við þá hugmynd að móta stefnur og taka ákvarðanir, sem snerta ungmenni beint án þess að hafa rætt við þau eða hlustað á þau,“ sagði Nói í sínu ávarpi. Strákarnir komu víða við í erindi sínu, sem vakti mikla athygli hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi.Vísir/Magnús HlynurUngmennaráð Suðurlands, sem er sameiginlegt ungmennaráð fyrir öll sveitarfélög á Suðurland hefur unnið að ýmsum málum. Menntamál hafa verið ofarlega á baugi en unga fólkið vill að það sé undirbúið betur undir lífið í efstu bekkjum grunnskólans. „Það er þessi líffærni eins og við köllum hana, að leggja áherslu á markmiðasetningu og almenna samfélagskunnáttu og að bæta fjármálalæsi, sem er lífsnauðsynlegt tæki í áframhaldandi námi og lífi. Einnig myndum við vilja sjá aðstoð við nemendur með námsörðugleika í framhaldsskólum því það hlítur að vera markmið samfélagsins að virkja alla einstaklingana í samfélaginu. Hátt brottfall nemenda, á sérstaklega drengja í framhaldsskólum er eitthvað, sem við höfum miklar áhyggjur af og viljum breyta. Það er augljóslega einhver galli í kerfinu, það þarf greinilega að skoða það,“ bætti Nói við. Ungmennaráð Suðurlands hefur ákveðið að setja á ráðstefnu næsta haust í samráði við ungmennaráð sveitarfélaganna þar sem ræða á stöðu og framtíð unga fólksins þar sem hægt verður að fá greinargóða niðurstöðu á þinginu. Fulltrúar allra sveitarstjórna á Suðurlandi mættu á ársþingið, sem stóð yfir í tvo daga. Allir sveitarstjórnarmenn í Grímsnes og Grafningshreppi mættu til dæmis á þingið en á myndinni eru frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti, Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Vísir/Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira