Tvær milljónir gætu verið án rafmagns vegna eldanna Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 26. október 2019 19:45 Slökkviliðsmenn og fangar (í appelsínugulu) slökkva í glæðum Tick-eldsins við Santa Clarita. Vísir/EPA Slökkviliðsmenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum keppast nú við að stöðva útbreiðslu skógareldanna í vínhéruðum ríkisins sem geisað hafa síðan á miðvikudagskvöld. Veðurspár gera ráð fyrir hvassviðri á þessum slóðum um helgina sem ætlað er að muni torvelda slökkvistarf enn frekar. Um fimmtíu þúsund manns hafa þegar þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna en neyðarástandi var lýst yfir í Los Angeles- og Sonoma-sýslum. Orkufyrirtæki PG&E hefur þegar tekið rafmagn af stórum hluta ríkisins og segir að alls gæti þurft að taka það af 36 sýslum til að koma í veg fyrir að eldurinn blossi upp á fleiri stöðum. Um tvær milljónir manna gætu þá verið án rafmagns fram á mánudag. Viðbrögð fyrirtækisins við eldunum hafa sætt gagnrýni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir fyrirtækið einfaldlega hafa vanrækt skyldur sínar með áralangri græði og óstjórn. Líkur hafa verið leiddar að því að fyrirtækið gæti borið ábyrgð á einhverjum eldanna vegna neista frá flutningskerfi þess. Það eru þó ekki allir sem hafa hlýtt fyrirmælum yfirvalda um að yfirgefa svæði þar sem hætta er á eldum. „Lögreglumaður gekk hér fyrir hornið í gær og sagði mér að mér bæri skylda til að yfirgefa svæðið. Það var rangt hjá honum. Ég þarf ekki að gera neitt annað en að sitja hér ef ég vil“ Bob Presley, íbúi í Geyserville. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Um 50 þúsundum gert að flýja heimili sín vegna skógarelda Enn hafa ekki borist neinar fréttir af manntjóni, en fjöldi heimila hafa eyðilagst frá því að eldarnir hófust. 25. október 2019 10:09 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Slökkviliðsmenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum keppast nú við að stöðva útbreiðslu skógareldanna í vínhéruðum ríkisins sem geisað hafa síðan á miðvikudagskvöld. Veðurspár gera ráð fyrir hvassviðri á þessum slóðum um helgina sem ætlað er að muni torvelda slökkvistarf enn frekar. Um fimmtíu þúsund manns hafa þegar þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna en neyðarástandi var lýst yfir í Los Angeles- og Sonoma-sýslum. Orkufyrirtæki PG&E hefur þegar tekið rafmagn af stórum hluta ríkisins og segir að alls gæti þurft að taka það af 36 sýslum til að koma í veg fyrir að eldurinn blossi upp á fleiri stöðum. Um tvær milljónir manna gætu þá verið án rafmagns fram á mánudag. Viðbrögð fyrirtækisins við eldunum hafa sætt gagnrýni. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir fyrirtækið einfaldlega hafa vanrækt skyldur sínar með áralangri græði og óstjórn. Líkur hafa verið leiddar að því að fyrirtækið gæti borið ábyrgð á einhverjum eldanna vegna neista frá flutningskerfi þess. Það eru þó ekki allir sem hafa hlýtt fyrirmælum yfirvalda um að yfirgefa svæði þar sem hætta er á eldum. „Lögreglumaður gekk hér fyrir hornið í gær og sagði mér að mér bæri skylda til að yfirgefa svæðið. Það var rangt hjá honum. Ég þarf ekki að gera neitt annað en að sitja hér ef ég vil“ Bob Presley, íbúi í Geyserville.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Um 50 þúsundum gert að flýja heimili sín vegna skógarelda Enn hafa ekki borist neinar fréttir af manntjóni, en fjöldi heimila hafa eyðilagst frá því að eldarnir hófust. 25. október 2019 10:09 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Um 50 þúsundum gert að flýja heimili sín vegna skógarelda Enn hafa ekki borist neinar fréttir af manntjóni, en fjöldi heimila hafa eyðilagst frá því að eldarnir hófust. 25. október 2019 10:09