Tengsl fótboltans og bókmenntanna sterk Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. október 2019 06:15 Einar Örn og Hiroumi á stofnfundinum. Mynd/aðsend Íslenskur stuðningsmannaklúbbur baskneska knattspyrnuliðsins Athletic Bilbao var nýlega stofnaður. Formaðurinn er Einar Örn Sigurdórsson, eigandi RVK Brewing Co., og munu klúbbsfélagar koma þar saman til þess að fylgjast með leikjum liðsins í spænsku deildinni. Athletic Bilbao er lið með mikla sögu og var eitt af sigursælustu liðunum á Spáni á fyrri hluta síðustu aldar. Liðið er mjög sérstakt að því leyti að einungis þeir sem eru af baskneskum uppruna mega spila fyrir það. „Ég hef hrifist af menningu Baska og Bilbaoborgar. Þeir Baskar sem ég hef hitt eru ákaflega vinalegt og gott fólk,“ segir Einar. Einar kynntist liðinu fyrir ekki svo löngu síðan í gegnum vini og hyggst fara á sinn fyrsta leik bráðlega. Helstu andstæðingarnir í Baskalandi eru Real Sociedad en Einar segist ekki leggja fæð á þá. Það sem er einna athyglisverðast við Athletic Bilbao eru tengsl liðsins við menninguna. „Þeir leggja áherslu á að leikmennirnir lesi bókmenntir. Í liðinu er leshringur þar sem lesnar eru baskneskar bækur, bæði til yndisauka og til þess að gera leikinn fallegri,“ segir Einar. Þetta verður endurspeglað hér á Íslandi því á fundum stuðningsmannaliðsins verður lesið upp úr baskneskum fagurbókmenntum. Liðið hefur hvorki unnið deildina né bikarinn í 35 ár, en árið 1984 vann það tvennuna svokölluðu. Síðan þá hafa þeir oftast verið í miðjumoði en aldrei fallið. Einar hefur fulla trú á að liðið geti aftur keppt við risana, Barcelona og Real Madrid. Aðspurður um uppáhalds leikmanninn segir Einar það vera Artiz Aduriz, hinn 38 ára gamla framherja sem raðað hefur inn mörkum fyrir liðið á undanförnum árum. „Þrátt fyrir að hann sé eldgamall þá stendur hann enn fyrir sínu og skoraði meðal annars frábært mark úr hjólhestaspyrnu gegn Barcelona núna í haust.“ Það mark koma á lokamínútunum og tryggði liðinu sigur gegn Spánarmeisturunum. Um 20 manns hafa boðað sig í stuðningsmannaklúbbinn. Á stofnfundinn mætti Hiroumi Keimatsu, heiðursfélagi úr japanska stuðningsklúbbi liðsins, og Einar á von á því að samstarf verði á milli þeirra, hugsanlega varðandi ferðir á leiki. „Mér skilst að Bilbao-ingar taki þessum erlendu klúbbum sínum með kostum og kynjum þegar þeir koma í heimsókn. Við hlökkum til þess,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Spánn Spænski boltinn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Íslenskur stuðningsmannaklúbbur baskneska knattspyrnuliðsins Athletic Bilbao var nýlega stofnaður. Formaðurinn er Einar Örn Sigurdórsson, eigandi RVK Brewing Co., og munu klúbbsfélagar koma þar saman til þess að fylgjast með leikjum liðsins í spænsku deildinni. Athletic Bilbao er lið með mikla sögu og var eitt af sigursælustu liðunum á Spáni á fyrri hluta síðustu aldar. Liðið er mjög sérstakt að því leyti að einungis þeir sem eru af baskneskum uppruna mega spila fyrir það. „Ég hef hrifist af menningu Baska og Bilbaoborgar. Þeir Baskar sem ég hef hitt eru ákaflega vinalegt og gott fólk,“ segir Einar. Einar kynntist liðinu fyrir ekki svo löngu síðan í gegnum vini og hyggst fara á sinn fyrsta leik bráðlega. Helstu andstæðingarnir í Baskalandi eru Real Sociedad en Einar segist ekki leggja fæð á þá. Það sem er einna athyglisverðast við Athletic Bilbao eru tengsl liðsins við menninguna. „Þeir leggja áherslu á að leikmennirnir lesi bókmenntir. Í liðinu er leshringur þar sem lesnar eru baskneskar bækur, bæði til yndisauka og til þess að gera leikinn fallegri,“ segir Einar. Þetta verður endurspeglað hér á Íslandi því á fundum stuðningsmannaliðsins verður lesið upp úr baskneskum fagurbókmenntum. Liðið hefur hvorki unnið deildina né bikarinn í 35 ár, en árið 1984 vann það tvennuna svokölluðu. Síðan þá hafa þeir oftast verið í miðjumoði en aldrei fallið. Einar hefur fulla trú á að liðið geti aftur keppt við risana, Barcelona og Real Madrid. Aðspurður um uppáhalds leikmanninn segir Einar það vera Artiz Aduriz, hinn 38 ára gamla framherja sem raðað hefur inn mörkum fyrir liðið á undanförnum árum. „Þrátt fyrir að hann sé eldgamall þá stendur hann enn fyrir sínu og skoraði meðal annars frábært mark úr hjólhestaspyrnu gegn Barcelona núna í haust.“ Það mark koma á lokamínútunum og tryggði liðinu sigur gegn Spánarmeisturunum. Um 20 manns hafa boðað sig í stuðningsmannaklúbbinn. Á stofnfundinn mætti Hiroumi Keimatsu, heiðursfélagi úr japanska stuðningsklúbbi liðsins, og Einar á von á því að samstarf verði á milli þeirra, hugsanlega varðandi ferðir á leiki. „Mér skilst að Bilbao-ingar taki þessum erlendu klúbbum sínum með kostum og kynjum þegar þeir koma í heimsókn. Við hlökkum til þess,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Spánn Spænski boltinn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira