Tengsl fótboltans og bókmenntanna sterk Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. október 2019 06:15 Einar Örn og Hiroumi á stofnfundinum. Mynd/aðsend Íslenskur stuðningsmannaklúbbur baskneska knattspyrnuliðsins Athletic Bilbao var nýlega stofnaður. Formaðurinn er Einar Örn Sigurdórsson, eigandi RVK Brewing Co., og munu klúbbsfélagar koma þar saman til þess að fylgjast með leikjum liðsins í spænsku deildinni. Athletic Bilbao er lið með mikla sögu og var eitt af sigursælustu liðunum á Spáni á fyrri hluta síðustu aldar. Liðið er mjög sérstakt að því leyti að einungis þeir sem eru af baskneskum uppruna mega spila fyrir það. „Ég hef hrifist af menningu Baska og Bilbaoborgar. Þeir Baskar sem ég hef hitt eru ákaflega vinalegt og gott fólk,“ segir Einar. Einar kynntist liðinu fyrir ekki svo löngu síðan í gegnum vini og hyggst fara á sinn fyrsta leik bráðlega. Helstu andstæðingarnir í Baskalandi eru Real Sociedad en Einar segist ekki leggja fæð á þá. Það sem er einna athyglisverðast við Athletic Bilbao eru tengsl liðsins við menninguna. „Þeir leggja áherslu á að leikmennirnir lesi bókmenntir. Í liðinu er leshringur þar sem lesnar eru baskneskar bækur, bæði til yndisauka og til þess að gera leikinn fallegri,“ segir Einar. Þetta verður endurspeglað hér á Íslandi því á fundum stuðningsmannaliðsins verður lesið upp úr baskneskum fagurbókmenntum. Liðið hefur hvorki unnið deildina né bikarinn í 35 ár, en árið 1984 vann það tvennuna svokölluðu. Síðan þá hafa þeir oftast verið í miðjumoði en aldrei fallið. Einar hefur fulla trú á að liðið geti aftur keppt við risana, Barcelona og Real Madrid. Aðspurður um uppáhalds leikmanninn segir Einar það vera Artiz Aduriz, hinn 38 ára gamla framherja sem raðað hefur inn mörkum fyrir liðið á undanförnum árum. „Þrátt fyrir að hann sé eldgamall þá stendur hann enn fyrir sínu og skoraði meðal annars frábært mark úr hjólhestaspyrnu gegn Barcelona núna í haust.“ Það mark koma á lokamínútunum og tryggði liðinu sigur gegn Spánarmeisturunum. Um 20 manns hafa boðað sig í stuðningsmannaklúbbinn. Á stofnfundinn mætti Hiroumi Keimatsu, heiðursfélagi úr japanska stuðningsklúbbi liðsins, og Einar á von á því að samstarf verði á milli þeirra, hugsanlega varðandi ferðir á leiki. „Mér skilst að Bilbao-ingar taki þessum erlendu klúbbum sínum með kostum og kynjum þegar þeir koma í heimsókn. Við hlökkum til þess,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Spánn Spænski boltinn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Íslenskur stuðningsmannaklúbbur baskneska knattspyrnuliðsins Athletic Bilbao var nýlega stofnaður. Formaðurinn er Einar Örn Sigurdórsson, eigandi RVK Brewing Co., og munu klúbbsfélagar koma þar saman til þess að fylgjast með leikjum liðsins í spænsku deildinni. Athletic Bilbao er lið með mikla sögu og var eitt af sigursælustu liðunum á Spáni á fyrri hluta síðustu aldar. Liðið er mjög sérstakt að því leyti að einungis þeir sem eru af baskneskum uppruna mega spila fyrir það. „Ég hef hrifist af menningu Baska og Bilbaoborgar. Þeir Baskar sem ég hef hitt eru ákaflega vinalegt og gott fólk,“ segir Einar. Einar kynntist liðinu fyrir ekki svo löngu síðan í gegnum vini og hyggst fara á sinn fyrsta leik bráðlega. Helstu andstæðingarnir í Baskalandi eru Real Sociedad en Einar segist ekki leggja fæð á þá. Það sem er einna athyglisverðast við Athletic Bilbao eru tengsl liðsins við menninguna. „Þeir leggja áherslu á að leikmennirnir lesi bókmenntir. Í liðinu er leshringur þar sem lesnar eru baskneskar bækur, bæði til yndisauka og til þess að gera leikinn fallegri,“ segir Einar. Þetta verður endurspeglað hér á Íslandi því á fundum stuðningsmannaliðsins verður lesið upp úr baskneskum fagurbókmenntum. Liðið hefur hvorki unnið deildina né bikarinn í 35 ár, en árið 1984 vann það tvennuna svokölluðu. Síðan þá hafa þeir oftast verið í miðjumoði en aldrei fallið. Einar hefur fulla trú á að liðið geti aftur keppt við risana, Barcelona og Real Madrid. Aðspurður um uppáhalds leikmanninn segir Einar það vera Artiz Aduriz, hinn 38 ára gamla framherja sem raðað hefur inn mörkum fyrir liðið á undanförnum árum. „Þrátt fyrir að hann sé eldgamall þá stendur hann enn fyrir sínu og skoraði meðal annars frábært mark úr hjólhestaspyrnu gegn Barcelona núna í haust.“ Það mark koma á lokamínútunum og tryggði liðinu sigur gegn Spánarmeisturunum. Um 20 manns hafa boðað sig í stuðningsmannaklúbbinn. Á stofnfundinn mætti Hiroumi Keimatsu, heiðursfélagi úr japanska stuðningsklúbbi liðsins, og Einar á von á því að samstarf verði á milli þeirra, hugsanlega varðandi ferðir á leiki. „Mér skilst að Bilbao-ingar taki þessum erlendu klúbbum sínum með kostum og kynjum þegar þeir koma í heimsókn. Við hlökkum til þess,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Spánn Spænski boltinn Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira