Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. október 2019 07:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, á fundi ráðsins árið 2017. Norðurlandaráðsþing verður formlega sett á morgun en þingið fer fram í sænska þinginu í Stokkhólmi. Meðal dagskrárliða fyrsta dagsins er norrænn leiðtogafundur þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna taka þátt. Þar munu ráðherrarnir ræða hvernig norræna samfélagslíkanið geti þróað og stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári og verður formennskuáætlun Íslands kynnt á þinginu. Yfirskrift áætlunarinnar er „Stöndum vörð“ og er þar vísað í áskoranir tengdar lýðræði og loftslagsbreytingum. „Í fyrst lagi ætlum við að standa vörð um lýðræðið, sem er eitt af grunngildum norrænna ríkja, með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Líklegt er að þetta málefni verði mjög í sviðsljósinu á næsta ári þegar forsetakosningarnar fara fram í Bandaríkjunum,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Silja Dögg hefur verið tilnefnd sem forseti Norðurlandaráðs á næsta ári og Oddný G. Harðardóttir sem varaforseti. Í áætluninni er einnig lögð áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika. Silja Dögg segir að um ansi víðtækt hugtak sé að ræða en ákveðin svið hafi verið valin sem leggja á sérstaka áherslu á. „Annað er líffræðilegur fjölbreytileiki í hafi, en minna hefur farið fyrir þeim þætti vandans heldur en því sem snýr að lífi á landi. Hitt er að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýju markmiðanna um líffræðilega fjölbreytni,“ segir Silja Dögg. Þriðji þáttur áætlunarinnar snýr að eflingu tungumálaskilnings á Norðurlöndum. „Forsenda þess að Norðurlönd geti unnið saman að stórum og mikilvægum verkefnum er að við treystum böndin milli okkar. Tungumálakunnáttan er lykilþáttur í því. Því miður er kunnátta okkar Íslendinga í dönsku og öðrum skandinavískum málum minni nú en var fyrir nokkrum áratugum.“ Styrkja þurfi stöðu norrænu tungumálanna í skólakerfinu og auðvelda aðgengi fólks að sjónvarpsefni, bókmenntum og öðru menningarefni frá Norðurlöndunum. Það þurfi þó að horfast í augu við að margir Finnar, Íslendingar og Grænlendingar skilji ekki skandinavísku málin og finna þurfi leiðir til að þeir verði ekki útilokaðir frá norrænu samstarfi. Að venju verða verðlaun Norðurlandaráðs veitt í tengslum við þingið en afhendingin fer fram annað kvöld. „Það verður auðvitað að vanda gaman að fylgjast með afhendingu verðlaunanna. Íslendingar hafa hlotið mörg verðlaun á síðustu árum þannig að ég er bjartsýn á að þeim sem tilnefndir eru í þetta sinn gangi líka vel,“ segir Silja Dögg. Fyrir utan dagskrá sjálfs þingsins fara fram fjölbreyttir fundir og viðburðir á vegum ýmissa norrænna aðila. „Í tengslum við þingið verður líka haldinn sérstakur fundur þar sem við þingmenn ætlum að ræða sameiginlega umsókn Norðurlanda um að halda heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta 2027,“ segir Silja Dögg. sighvatur@frettabladid.is Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Svíþjóð Utanríkismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Norðurlandaráðsþing verður formlega sett á morgun en þingið fer fram í sænska þinginu í Stokkhólmi. Meðal dagskrárliða fyrsta dagsins er norrænn leiðtogafundur þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna taka þátt. Þar munu ráðherrarnir ræða hvernig norræna samfélagslíkanið geti þróað og stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári og verður formennskuáætlun Íslands kynnt á þinginu. Yfirskrift áætlunarinnar er „Stöndum vörð“ og er þar vísað í áskoranir tengdar lýðræði og loftslagsbreytingum. „Í fyrst lagi ætlum við að standa vörð um lýðræðið, sem er eitt af grunngildum norrænna ríkja, með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Líklegt er að þetta málefni verði mjög í sviðsljósinu á næsta ári þegar forsetakosningarnar fara fram í Bandaríkjunum,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Silja Dögg hefur verið tilnefnd sem forseti Norðurlandaráðs á næsta ári og Oddný G. Harðardóttir sem varaforseti. Í áætluninni er einnig lögð áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika. Silja Dögg segir að um ansi víðtækt hugtak sé að ræða en ákveðin svið hafi verið valin sem leggja á sérstaka áherslu á. „Annað er líffræðilegur fjölbreytileiki í hafi, en minna hefur farið fyrir þeim þætti vandans heldur en því sem snýr að lífi á landi. Hitt er að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýju markmiðanna um líffræðilega fjölbreytni,“ segir Silja Dögg. Þriðji þáttur áætlunarinnar snýr að eflingu tungumálaskilnings á Norðurlöndum. „Forsenda þess að Norðurlönd geti unnið saman að stórum og mikilvægum verkefnum er að við treystum böndin milli okkar. Tungumálakunnáttan er lykilþáttur í því. Því miður er kunnátta okkar Íslendinga í dönsku og öðrum skandinavískum málum minni nú en var fyrir nokkrum áratugum.“ Styrkja þurfi stöðu norrænu tungumálanna í skólakerfinu og auðvelda aðgengi fólks að sjónvarpsefni, bókmenntum og öðru menningarefni frá Norðurlöndunum. Það þurfi þó að horfast í augu við að margir Finnar, Íslendingar og Grænlendingar skilji ekki skandinavísku málin og finna þurfi leiðir til að þeir verði ekki útilokaðir frá norrænu samstarfi. Að venju verða verðlaun Norðurlandaráðs veitt í tengslum við þingið en afhendingin fer fram annað kvöld. „Það verður auðvitað að vanda gaman að fylgjast með afhendingu verðlaunanna. Íslendingar hafa hlotið mörg verðlaun á síðustu árum þannig að ég er bjartsýn á að þeim sem tilnefndir eru í þetta sinn gangi líka vel,“ segir Silja Dögg. Fyrir utan dagskrá sjálfs þingsins fara fram fjölbreyttir fundir og viðburðir á vegum ýmissa norrænna aðila. „Í tengslum við þingið verður líka haldinn sérstakur fundur þar sem við þingmenn ætlum að ræða sameiginlega umsókn Norðurlanda um að halda heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta 2027,“ segir Silja Dögg. sighvatur@frettabladid.is
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Svíþjóð Utanríkismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira