Landsliðshlutabréfin hækkuðu hjá þessum sex um helgina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2019 11:30 Kári Kristján átti eftirminnilega endurkomu í landsliðið um helgina. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti því sænska í tveimur vináttulandsleikjum í Svíþjóð um helgina.Ísland vann fyrri leikinn í Kristianstad, 26-27, en tapaði þeim seinni í Karlskrona, 35-31. Sterka leikmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsson, Arnór Þór Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson vantaði í íslenska liðið í leikjunum tveimur og því fengu aðrir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Framundan er Evrópumótið í Austurríki, Noregi og Svíþjóð og nokkrir leikmenn bönkuðu fastar en aðrir á landsliðsdyrnar um helgina og juku möguleika sína á að komast í EM-hópinn. Landsliðshlutabréf eftirtalinna sex leikmanna hækkuðu eftir leikina gegn Svíþjóð:Kári Kristján Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki í tæp tvö ár. Guðmundur óskaði eftir meiri sóknarþunga á línunni og Kári kom með hann. Eyjamaðurinn skoraði samtals sjö mörk í leikjunum tveimur og var sérstaklega öflugur í þeim fyrri. Miðað við frammistöðuna gegn Svíum er líklegt að Kári fari með á EM.Haukur Þrastarson Selfyssingurinn var frábær í leikjunum tveimur og nýtti sitt tækifæri vel. Stýrði spilinu af öryggi og var ógnandi. Skoraði sex mörk úr sjö skotum. Hlýtur að vera í EM-hópnum.Sveinn Jóhannsson Spilaði nánast allan tímann í miðri vörninni í báðum leikjunum. Var frábær í fyrri leiknum en átti í erfiðleikum í þeim seinni. Jók samt möguleika sína á að fara með á EM með frammistöðunni um helgina.Viggó Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki um helgina en spilaði ekki eins og nýliði. Klikkaði á fyrsta skotinu sínu í fyrri leiknum og fékk brottvísun en lék vel eftir það. Afar vel spilandi og skynsamur leikmaður sem getur spilað vörn. Gæti komist í EM-hópinn, sérstaklega ef Ómar Ingi Magnússon verður lengur frá.Gísli Þorgeir Kristjánsson Lék ekkert í fyrri leiknum en átti frábæra innkomu í þann seinni. Er farinn að geta skotið á markið og nýtti fyrstu þrjú skotin sín. Gaf nokkuð eftir í seinni hálfleik í seinni leiknum enda kannski ekki í mikilli leikæfingu.Viktor Gísli Hallgrímsson Var fínn í fyrri hálfleik í fyrri leiknum. Varði vel í fyrri hálfleiknum og kom svo inn á undir lokin og varði síðustu tvö skot Svía. Var í fullt af skotum en vantaði stundum herslumuninn. Náði sér ekki á strik í seinni leiknum enda fékk hann oft erfið skot á sig úr góðum færum. Guðmundur getur heilt yfir verið ánægður með leikina tvo og ekki er hægt að segja að neinn leikmaður hafi beint spilað sig út úr landsliðsmyndinni. Aron Pálmarsson, Ólafur Guðmundsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Ýmir Örn Gíslason og Sigvaldi Guðjónsson verða alltaf í EM-hópnum og Teitur Örn Einarsson og Ágúst Elí Björgvinsson fara að öllum líkindum með til Malmö þar sem riðill Íslands á EM verður leikinn. Íslendingar eru í riðli með heimsmeisturum Dana, Rússum og Ungverjum. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Danmörku 11. janúar. EM 2020 í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45 Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti því sænska í tveimur vináttulandsleikjum í Svíþjóð um helgina.Ísland vann fyrri leikinn í Kristianstad, 26-27, en tapaði þeim seinni í Karlskrona, 35-31. Sterka leikmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsson, Arnór Þór Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson vantaði í íslenska liðið í leikjunum tveimur og því fengu aðrir tækifæri til að láta ljós sitt skína. Framundan er Evrópumótið í Austurríki, Noregi og Svíþjóð og nokkrir leikmenn bönkuðu fastar en aðrir á landsliðsdyrnar um helgina og juku möguleika sína á að komast í EM-hópinn. Landsliðshlutabréf eftirtalinna sex leikmanna hækkuðu eftir leikina gegn Svíþjóð:Kári Kristján Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki í tæp tvö ár. Guðmundur óskaði eftir meiri sóknarþunga á línunni og Kári kom með hann. Eyjamaðurinn skoraði samtals sjö mörk í leikjunum tveimur og var sérstaklega öflugur í þeim fyrri. Miðað við frammistöðuna gegn Svíum er líklegt að Kári fari með á EM.Haukur Þrastarson Selfyssingurinn var frábær í leikjunum tveimur og nýtti sitt tækifæri vel. Stýrði spilinu af öryggi og var ógnandi. Skoraði sex mörk úr sjö skotum. Hlýtur að vera í EM-hópnum.Sveinn Jóhannsson Spilaði nánast allan tímann í miðri vörninni í báðum leikjunum. Var frábær í fyrri leiknum en átti í erfiðleikum í þeim seinni. Jók samt möguleika sína á að fara með á EM með frammistöðunni um helgina.Viggó Kristjánsson Lék sína fyrstu landsleiki um helgina en spilaði ekki eins og nýliði. Klikkaði á fyrsta skotinu sínu í fyrri leiknum og fékk brottvísun en lék vel eftir það. Afar vel spilandi og skynsamur leikmaður sem getur spilað vörn. Gæti komist í EM-hópinn, sérstaklega ef Ómar Ingi Magnússon verður lengur frá.Gísli Þorgeir Kristjánsson Lék ekkert í fyrri leiknum en átti frábæra innkomu í þann seinni. Er farinn að geta skotið á markið og nýtti fyrstu þrjú skotin sín. Gaf nokkuð eftir í seinni hálfleik í seinni leiknum enda kannski ekki í mikilli leikæfingu.Viktor Gísli Hallgrímsson Var fínn í fyrri hálfleik í fyrri leiknum. Varði vel í fyrri hálfleiknum og kom svo inn á undir lokin og varði síðustu tvö skot Svía. Var í fullt af skotum en vantaði stundum herslumuninn. Náði sér ekki á strik í seinni leiknum enda fékk hann oft erfið skot á sig úr góðum færum. Guðmundur getur heilt yfir verið ánægður með leikina tvo og ekki er hægt að segja að neinn leikmaður hafi beint spilað sig út úr landsliðsmyndinni. Aron Pálmarsson, Ólafur Guðmundsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Ýmir Örn Gíslason og Sigvaldi Guðjónsson verða alltaf í EM-hópnum og Teitur Örn Einarsson og Ágúst Elí Björgvinsson fara að öllum líkindum með til Malmö þar sem riðill Íslands á EM verður leikinn. Íslendingar eru í riðli með heimsmeisturum Dana, Rússum og Ungverjum. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Danmörku 11. janúar.
EM 2020 í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45 Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 35-31 | Engin vörn í tapi fyrir Svíum Svíþjóð vann fjögurra marka sigur á Íslandi, 35-31, í seinni vináttulandsleik liðanna. 27. október 2019 16:45
Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Landsliðsþjálfarinn var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. 25. október 2019 19:13
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn