Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2019 10:03 Sólríkur sumardagur á Reykjalundi. Ástandið innandyra er þó ekki eins og best verður á kosið þessa dagana. Reykjalundur Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. Ástæðan er sú að starfsfólk telur sig ekki mega sinna vinnu sinni án þess að á svæðinu sé starfandi yfirlæknir. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækni á Reykjalundi, var sagt upp störfum síðdegis í gær. Sviptingar hafa verið á Reykjalundi undanfarna tíu daga. Um mánaðamótin var Birgi Gunnarssyni forstjóra sagt upp störfum. Í gær var Magnúsi, nánum samstarfsmanni Birgis, sömuleiðis sagt upp nokkrum vikum eða mánuðum fyrir fyrirhuguð starfslok hans sökum aldurs. Starfsmenn Reykjalundar funduðu í morgun með lögfræðingi og var niðurstaðan sú að þeim væri ekki heimilt að sinna störfum án yfirlæknis.Tilkynning á Reykjalundi í dag.VísirBoðað hefur verið til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu. Þangað ætlar starfsfólk að fjölmenna og funda með Sveini Guðmundssyni, formanni Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, SÍBS. Starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja að deilur um peninga séu kveikjan að átökum stjórnar SÍBS, sem á Reykjalund, og forsvarsmanna Reykjalundar. Um 200 manns starfa á Reykjalundi en stöðugildin eru færri. Í kringum 70 manns mættu á starfsmannafundinn í morgun samkvæmt heimildum Vísis. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. Ástæðan er sú að starfsfólk telur sig ekki mega sinna vinnu sinni án þess að á svæðinu sé starfandi yfirlæknir. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækni á Reykjalundi, var sagt upp störfum síðdegis í gær. Sviptingar hafa verið á Reykjalundi undanfarna tíu daga. Um mánaðamótin var Birgi Gunnarssyni forstjóra sagt upp störfum. Í gær var Magnúsi, nánum samstarfsmanni Birgis, sömuleiðis sagt upp nokkrum vikum eða mánuðum fyrir fyrirhuguð starfslok hans sökum aldurs. Starfsmenn Reykjalundar funduðu í morgun með lögfræðingi og var niðurstaðan sú að þeim væri ekki heimilt að sinna störfum án yfirlæknis.Tilkynning á Reykjalundi í dag.VísirBoðað hefur verið til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu. Þangað ætlar starfsfólk að fjölmenna og funda með Sveini Guðmundssyni, formanni Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, SÍBS. Starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja að deilur um peninga séu kveikjan að átökum stjórnar SÍBS, sem á Reykjalund, og forsvarsmanna Reykjalundar. Um 200 manns starfa á Reykjalundi en stöðugildin eru færri. Í kringum 70 manns mættu á starfsmannafundinn í morgun samkvæmt heimildum Vísis.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01
Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00