Blöskrar framkoma við „flekklaus andlit íslenskrar endurhæfingar“ Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. október 2019 14:04 Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi. Vísir/Arnar Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. Starfsmenn hafa lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund. Þeir séu engu upplýstari eftir starfsmannafund með formanni SÍBS í hádeginu í dag. Á síðustu tíu dögum hafa verið gerðar stórar breytingar hjá yfirmönnum á Reykjalundi. Birgi Gunnarssyni forstjóra var sagt upp 30. september og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, í gær. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp síðdegis í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLIStarfsmenn funduðu með lögfræðingi í morgun og ákváðu að senda sjúklinga í dagdeildarþjónustu heim í dag. Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi, segir að aðgerðir stjórnar SÍBS, þar af uppsagnir án nokkurra skýringa, séu ástæða þess að starfsmenn hafi lýst yfir vantrausti á stjórnina. Starfsfólk, sem telur um 200 manns, hafi verið skilið eftir í tóminu. „Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril, í raun og veru andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“Viðtalið við Magðalenu má sjá hér að neðan.Birgir og Magnús hafi svo gott sem verið bornir út úr húsi og slökkt á tölvuaðgangi þeirra. „Sem er sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga. Sjúklingagögnum er læst í hálfri vinnslu, hann er með skjólstæðinga sem hann ber ábyrgð á og hefur ekki nokkra möguleika á að klára sína vinnu þar.“ Hún segist engu upplýstari eftir fund með Sveini formanni SÍBS í hádeginu. Hann hafi aðeins lesið upp bréf frá Landlækni sem hnykki á ábyrgð starfsmanna sem fagfólks að sinna sjúklingum.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/Arnar„Andrúmsloftið var slæmt 30. september þegar forstjórinn var rekinn en það er óbærilegt núna. Fólk er í angist, við erum höfuðlaus her. Það er enginn sem stýrir okkur. Við vitum ekki réttarstöðu okkar, gagnvart okkar skjólstæðingum eða skjólstæðinga gagnvart okkur,“ segir Magðalena. „Við sendum sjúklinga heim í dag því við erum ekki í andlegu ástandi til að veita bestu mögulegu meðferð. Þeir sjúklingar sem fóru heim eru þeir sem eru á dagdeildarþjónustu. Veikara fólk á sólarhringseiningunni er hér og fær sína hjúkrun. Við erum á vaktinni og sinnum bráðatilfellum en hefðbundin endurhæfing hefur ekki farið fram.“ Þau biðli til ráðherra að grípa inn í. Ef ekki er ljóst í hennar huga hvernig framtíð Reykjalundar líti út. „Hún er ónýt, hún hverfur.“Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarEkki rétt að upplýsa starfsfólk Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“Nánar er rætt við Svein hér. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. Starfsmenn hafa lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund. Þeir séu engu upplýstari eftir starfsmannafund með formanni SÍBS í hádeginu í dag. Á síðustu tíu dögum hafa verið gerðar stórar breytingar hjá yfirmönnum á Reykjalundi. Birgi Gunnarssyni forstjóra var sagt upp 30. september og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, í gær. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp síðdegis í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLIStarfsmenn funduðu með lögfræðingi í morgun og ákváðu að senda sjúklinga í dagdeildarþjónustu heim í dag. Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi, segir að aðgerðir stjórnar SÍBS, þar af uppsagnir án nokkurra skýringa, séu ástæða þess að starfsmenn hafi lýst yfir vantrausti á stjórnina. Starfsfólk, sem telur um 200 manns, hafi verið skilið eftir í tóminu. „Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril, í raun og veru andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“Viðtalið við Magðalenu má sjá hér að neðan.Birgir og Magnús hafi svo gott sem verið bornir út úr húsi og slökkt á tölvuaðgangi þeirra. „Sem er sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga. Sjúklingagögnum er læst í hálfri vinnslu, hann er með skjólstæðinga sem hann ber ábyrgð á og hefur ekki nokkra möguleika á að klára sína vinnu þar.“ Hún segist engu upplýstari eftir fund með Sveini formanni SÍBS í hádeginu. Hann hafi aðeins lesið upp bréf frá Landlækni sem hnykki á ábyrgð starfsmanna sem fagfólks að sinna sjúklingum.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/Arnar„Andrúmsloftið var slæmt 30. september þegar forstjórinn var rekinn en það er óbærilegt núna. Fólk er í angist, við erum höfuðlaus her. Það er enginn sem stýrir okkur. Við vitum ekki réttarstöðu okkar, gagnvart okkar skjólstæðingum eða skjólstæðinga gagnvart okkur,“ segir Magðalena. „Við sendum sjúklinga heim í dag því við erum ekki í andlegu ástandi til að veita bestu mögulegu meðferð. Þeir sjúklingar sem fóru heim eru þeir sem eru á dagdeildarþjónustu. Veikara fólk á sólarhringseiningunni er hér og fær sína hjúkrun. Við erum á vaktinni og sinnum bráðatilfellum en hefðbundin endurhæfing hefur ekki farið fram.“ Þau biðli til ráðherra að grípa inn í. Ef ekki er ljóst í hennar huga hvernig framtíð Reykjalundar líti út. „Hún er ónýt, hún hverfur.“Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarEkki rétt að upplýsa starfsfólk Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“Nánar er rætt við Svein hér.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent