Stórefla þarf slysaskráningu hér á landi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2019 13:33 Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg. Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir ráðstefnu á Grand hótel um öryggismál og slysavarnir sem stendur yfir í dag og á morgun. Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna, sér um þjónustu við allar slysavarnadeildir á landinu sem eru þrjátíu og sjö talsins. Hún segir að bæta þurfi slysaskráningar hér á landi. Slysaskrá Íslands heldur utan um skráningu en að sögn Svanfríðar hefur skráningin ekkert breyst síðan árið 2001. „Það er verið að notast við sitt hvort kerfið á heilsugæslu og spítölum. Svo er lögreglan líka með skráningu og tryggingarfélögin eru með sína skráningu þannig að raunverulega er enginn með sömu tölurnar.“Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.LandsbjörgSvanfríður segir að einnig sé þörf á ítarlegri skráningu svo hægt sé að sinna forvörnum betur. „Já, okkur vantar að vita hvað gerðist, hvernig það gerðist og hvenær það gerðist. Þá getum við farið að vinna forvarnir.“ Svanfríður segir að ekki sé um séríslenskt vandamál að ræða. Á Evrópuráðstefnu um slysavarnir sem hún sótti í síðustu viku hafi slysaskráningar oft borið á góma. „Flest allir fyrirlesararnir þar töluðu mjög mikið um þetta. Við verðum að fá betri skráningar og við verðum að tosa meiri upplýsingar aftur til baka og það er það sem gildir til þess að geta unnið slysavarnir og líka til að sjá hvort verkefnin okkar eru að ná árangri.“ Landlæknir hefur sett af stað vinnuhóp um slysaskráningar. Svanfríður segir að brýnt sé að bregðast við sem allra fyrst. „Ég held að fólk í heilbrigðisstétt og er að skrá sé búið að missa trú á því að vinnan þeirra skipti einhverju máli og þá förum við að tapa upplýsingum, ef fólk skráir ekki nægilega vel, og okkur liggur á að laga svolítið til í garðinum okkar,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg. Björgunarsveitir Heilbrigðismál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir ráðstefnu á Grand hótel um öryggismál og slysavarnir sem stendur yfir í dag og á morgun. Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna, sér um þjónustu við allar slysavarnadeildir á landinu sem eru þrjátíu og sjö talsins. Hún segir að bæta þurfi slysaskráningar hér á landi. Slysaskrá Íslands heldur utan um skráningu en að sögn Svanfríðar hefur skráningin ekkert breyst síðan árið 2001. „Það er verið að notast við sitt hvort kerfið á heilsugæslu og spítölum. Svo er lögreglan líka með skráningu og tryggingarfélögin eru með sína skráningu þannig að raunverulega er enginn með sömu tölurnar.“Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.LandsbjörgSvanfríður segir að einnig sé þörf á ítarlegri skráningu svo hægt sé að sinna forvörnum betur. „Já, okkur vantar að vita hvað gerðist, hvernig það gerðist og hvenær það gerðist. Þá getum við farið að vinna forvarnir.“ Svanfríður segir að ekki sé um séríslenskt vandamál að ræða. Á Evrópuráðstefnu um slysavarnir sem hún sótti í síðustu viku hafi slysaskráningar oft borið á góma. „Flest allir fyrirlesararnir þar töluðu mjög mikið um þetta. Við verðum að fá betri skráningar og við verðum að tosa meiri upplýsingar aftur til baka og það er það sem gildir til þess að geta unnið slysavarnir og líka til að sjá hvort verkefnin okkar eru að ná árangri.“ Landlæknir hefur sett af stað vinnuhóp um slysaskráningar. Svanfríður segir að brýnt sé að bregðast við sem allra fyrst. „Ég held að fólk í heilbrigðisstétt og er að skrá sé búið að missa trú á því að vinnan þeirra skipti einhverju máli og þá förum við að tapa upplýsingum, ef fólk skráir ekki nægilega vel, og okkur liggur á að laga svolítið til í garðinum okkar,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.
Björgunarsveitir Heilbrigðismál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira