Ráðherrar vilja grænni spor í byggingariðnaði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2019 21:00 Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á öllum Norðurlöndunum vilja að dregið verði úr losun koltvísýrings frá húsnæði og byggingariðnaði. Ráðherra húsnæðismála hér á landi segir að með samræmdum aðgerðum sé hægt að ná betri árangri og tryggja að skref í þá átt verði markvissari. Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á Norðurlöndunum funduðu á Hótel Sögu í gær þar sem málefni byggingariðnaðarins voru til umfjöllunar. Í yfirlýsingu sem ráðherrarnir sendu frá sér eftir fundinn eru þeir sammála um að draga þurfi úr losun koltvísýrings en meira en þriðjungur af losun norrænu landanna á koltvísýringi kemur frá húsnæði og byggingariðnaði. Eins leggja ráðherrarnir á aukið hringrásarhagkerfi. „Ég held allavega að áskoranir sem að byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir, líkt og allar aðrar atvinnugreinar, hann þarfnast þess að við hugsum í lausnum og það er líka þannig að með því að Norðurlöndin taki sig saman að þá geti þau bæði verið að ná betri árangri og tryggja að skrefin sem verða stigin verði markvissari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/VilhelmVilja samræma byggingarreglugerðir á Norðurlöndunum Á fundinum var einnig fjallað um aukið norrænt samstarf með það að markmiði að efla samkeppni og lækka húsnæðiskostnað. Ein slík lausn er að gera fyrirtækjum kleift að bjóða í framkvæmdir í öðru norrænu landi með einföldum hætti og án aukins kostnaðar. „Á fundinum í gær samræmdumst við um að skipa sérstakan stýrihóp á milli landanna sem að mundi halda á þessu máli og vinna að raunverulegum aðgerðum í þágu samræmingar á milli norðurlandanna þegar kemur að byggingariðnaði,“ segir Ásmundur. Þá vilja ráðherrar málflokksins á Norðurlöndum vinna að því að byggingarreglugerðir landanna verði samrýmdar. „Við höfum verið með það á dagskrá núna að við ætlum að einfalda byggingarreglugerðina og hluti af því er að horfa til Norðurlandanna. Það mundi þá þýða að við gætum samræmd hugsanlega ákveðna hluta sem að eru í byggingarreglugerðinni, þannig að viðskipti með vörur og þjónustu, sem tengist byggingariðnaði geta orðið meiri á milli Norðurlandanna,“ segir Ásmundur. Húsnæðismál Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á öllum Norðurlöndunum vilja að dregið verði úr losun koltvísýrings frá húsnæði og byggingariðnaði. Ráðherra húsnæðismála hér á landi segir að með samræmdum aðgerðum sé hægt að ná betri árangri og tryggja að skref í þá átt verði markvissari. Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á Norðurlöndunum funduðu á Hótel Sögu í gær þar sem málefni byggingariðnaðarins voru til umfjöllunar. Í yfirlýsingu sem ráðherrarnir sendu frá sér eftir fundinn eru þeir sammála um að draga þurfi úr losun koltvísýrings en meira en þriðjungur af losun norrænu landanna á koltvísýringi kemur frá húsnæði og byggingariðnaði. Eins leggja ráðherrarnir á aukið hringrásarhagkerfi. „Ég held allavega að áskoranir sem að byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir, líkt og allar aðrar atvinnugreinar, hann þarfnast þess að við hugsum í lausnum og það er líka þannig að með því að Norðurlöndin taki sig saman að þá geti þau bæði verið að ná betri árangri og tryggja að skrefin sem verða stigin verði markvissari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/VilhelmVilja samræma byggingarreglugerðir á Norðurlöndunum Á fundinum var einnig fjallað um aukið norrænt samstarf með það að markmiði að efla samkeppni og lækka húsnæðiskostnað. Ein slík lausn er að gera fyrirtækjum kleift að bjóða í framkvæmdir í öðru norrænu landi með einföldum hætti og án aukins kostnaðar. „Á fundinum í gær samræmdumst við um að skipa sérstakan stýrihóp á milli landanna sem að mundi halda á þessu máli og vinna að raunverulegum aðgerðum í þágu samræmingar á milli norðurlandanna þegar kemur að byggingariðnaði,“ segir Ásmundur. Þá vilja ráðherrar málflokksins á Norðurlöndum vinna að því að byggingarreglugerðir landanna verði samrýmdar. „Við höfum verið með það á dagskrá núna að við ætlum að einfalda byggingarreglugerðina og hluti af því er að horfa til Norðurlandanna. Það mundi þá þýða að við gætum samræmd hugsanlega ákveðna hluta sem að eru í byggingarreglugerðinni, þannig að viðskipti með vörur og þjónustu, sem tengist byggingariðnaði geta orðið meiri á milli Norðurlandanna,“ segir Ásmundur.
Húsnæðismál Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira