Ráðherrar vilja grænni spor í byggingariðnaði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2019 21:00 Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á öllum Norðurlöndunum vilja að dregið verði úr losun koltvísýrings frá húsnæði og byggingariðnaði. Ráðherra húsnæðismála hér á landi segir að með samræmdum aðgerðum sé hægt að ná betri árangri og tryggja að skref í þá átt verði markvissari. Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á Norðurlöndunum funduðu á Hótel Sögu í gær þar sem málefni byggingariðnaðarins voru til umfjöllunar. Í yfirlýsingu sem ráðherrarnir sendu frá sér eftir fundinn eru þeir sammála um að draga þurfi úr losun koltvísýrings en meira en þriðjungur af losun norrænu landanna á koltvísýringi kemur frá húsnæði og byggingariðnaði. Eins leggja ráðherrarnir á aukið hringrásarhagkerfi. „Ég held allavega að áskoranir sem að byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir, líkt og allar aðrar atvinnugreinar, hann þarfnast þess að við hugsum í lausnum og það er líka þannig að með því að Norðurlöndin taki sig saman að þá geti þau bæði verið að ná betri árangri og tryggja að skrefin sem verða stigin verði markvissari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/VilhelmVilja samræma byggingarreglugerðir á Norðurlöndunum Á fundinum var einnig fjallað um aukið norrænt samstarf með það að markmiði að efla samkeppni og lækka húsnæðiskostnað. Ein slík lausn er að gera fyrirtækjum kleift að bjóða í framkvæmdir í öðru norrænu landi með einföldum hætti og án aukins kostnaðar. „Á fundinum í gær samræmdumst við um að skipa sérstakan stýrihóp á milli landanna sem að mundi halda á þessu máli og vinna að raunverulegum aðgerðum í þágu samræmingar á milli norðurlandanna þegar kemur að byggingariðnaði,“ segir Ásmundur. Þá vilja ráðherrar málflokksins á Norðurlöndum vinna að því að byggingarreglugerðir landanna verði samrýmdar. „Við höfum verið með það á dagskrá núna að við ætlum að einfalda byggingarreglugerðina og hluti af því er að horfa til Norðurlandanna. Það mundi þá þýða að við gætum samræmd hugsanlega ákveðna hluta sem að eru í byggingarreglugerðinni, þannig að viðskipti með vörur og þjónustu, sem tengist byggingariðnaði geta orðið meiri á milli Norðurlandanna,“ segir Ásmundur. Húsnæðismál Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á öllum Norðurlöndunum vilja að dregið verði úr losun koltvísýrings frá húsnæði og byggingariðnaði. Ráðherra húsnæðismála hér á landi segir að með samræmdum aðgerðum sé hægt að ná betri árangri og tryggja að skref í þá átt verði markvissari. Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á Norðurlöndunum funduðu á Hótel Sögu í gær þar sem málefni byggingariðnaðarins voru til umfjöllunar. Í yfirlýsingu sem ráðherrarnir sendu frá sér eftir fundinn eru þeir sammála um að draga þurfi úr losun koltvísýrings en meira en þriðjungur af losun norrænu landanna á koltvísýringi kemur frá húsnæði og byggingariðnaði. Eins leggja ráðherrarnir á aukið hringrásarhagkerfi. „Ég held allavega að áskoranir sem að byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir, líkt og allar aðrar atvinnugreinar, hann þarfnast þess að við hugsum í lausnum og það er líka þannig að með því að Norðurlöndin taki sig saman að þá geti þau bæði verið að ná betri árangri og tryggja að skrefin sem verða stigin verði markvissari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/VilhelmVilja samræma byggingarreglugerðir á Norðurlöndunum Á fundinum var einnig fjallað um aukið norrænt samstarf með það að markmiði að efla samkeppni og lækka húsnæðiskostnað. Ein slík lausn er að gera fyrirtækjum kleift að bjóða í framkvæmdir í öðru norrænu landi með einföldum hætti og án aukins kostnaðar. „Á fundinum í gær samræmdumst við um að skipa sérstakan stýrihóp á milli landanna sem að mundi halda á þessu máli og vinna að raunverulegum aðgerðum í þágu samræmingar á milli norðurlandanna þegar kemur að byggingariðnaði,“ segir Ásmundur. Þá vilja ráðherrar málflokksins á Norðurlöndum vinna að því að byggingarreglugerðir landanna verði samrýmdar. „Við höfum verið með það á dagskrá núna að við ætlum að einfalda byggingarreglugerðina og hluti af því er að horfa til Norðurlandanna. Það mundi þá þýða að við gætum samræmd hugsanlega ákveðna hluta sem að eru í byggingarreglugerðinni, þannig að viðskipti með vörur og þjónustu, sem tengist byggingariðnaði geta orðið meiri á milli Norðurlandanna,“ segir Ásmundur.
Húsnæðismál Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira