Georgía fékk Íra í heimsókn í fyrsta leik dagsins í undankeppni EM 2020 en liðin leika í D-riðli.
Skemmst er frá því að segja að leikurinn var virkilega tíðindalítill og fór að lokum svo að leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Írar eru enn taplausir í riðlinum og tróna á toppi hans með 12 stig eftir 6 leiki en Danmörk og Sviss koma í 2. og 3.sæti. Þau eru jafnframt taplaus en mætast í Kaupmannahöfn í dag.
