Það má þó segja að Warren hafi slegið í gegn á meðal áhorfenda þegar pallborðsumræður CNN um málefni hinsegin fólks fóru fram. Morgan Cox, forseti framkvæmdastjórnar Human Rights Campaign spurði Warren hvernig hún myndi bregðast við ef stuðningsmaður myndi nálgast hana og segjast trúa því að hjónaband væru einungis milli eins karls og einnar konu.
Warren var fljót að svara spurningunni og sagðist ætla gefa sér það að slík spurning kæmi frá karlmanni.
„Ég myndi segja: Kvænst þú þá bara einni konu. Mér finnst það allt í lagi. Að því gefnu að þú getir fundið eina.“