Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2019 23:00 Formaður Eflingar segir að taka þurfi á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem ríki gagnvart stórum hópum ófaglærða kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg og leiðrétta kjör þeirra sérstaklega. Lítill skilningur sé á þessari stöðu innan borgarinnar og ekkert þokist í kjaraviðræðum. Þótt samið hafi verið við þorra verkafólks í lífskjarasamningunum svo kölluðu er enn ósamið við þúsundir verkakvenna og karla hjá Reykjavíkurborg, þar sem lítill skilningur ríkir á kjörum stórra kvennastétta að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Lífskjarasamningunum hafi vissulega verið ætlað að leggja línurnar fyrir aðra samninga en taka þurfi á stórum vanda hjá borginni. „Við erum að takast á við mjög uppsafnaðan vanda, kerfislægan. Sem ég og félagar mínir hér viljum kalla kerfisbundna kvenfyrirlitningu,“ segir formaðurinn. Konur séu um það bil 80 prósent af um tvö þúsund starfsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Ófaglærðar starfskonur á leikskólum borgarinnar séu lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og tali mest um álag á vinnustað. „Staðreyndin er bara sú að kerfið í borginni, umönunarkerfi barna og margt margt fleira, er einfaldlega rekið á ofurarðrændu kvenvinnuafli. Það breytir engu hver fer með völd í borginni. Hvort það eru yfirlýstar félagshyggjumanneskjur, kvenréttindamanneskjur, feministar. Það horfir enginn svo mikið sem á þennan hóp,“ segir Sólveig Anna. Ekki verði hægt að standa upp frá samningaborðinu án þess að kjör þessa vanrækta hóps verði leiðrétt. Hugur sé í starfsfólki leikskóla sem eftir áratuga störf hafi um 350 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Í verkföllum í vor var meðal annars farið fram undr slagorðinu „hótelin eru í okkar höndum.“Og leikskólinn er vissulega í ykkar höndum? „Já leikskólarnir í borginni, einmitt fyrst þú segir það; þá er það akkúrat rétta lýsingin. Leikskólarnir, og þar með borgin auðvitað öll, eru í okkar höndum, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.Horfa má á viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér. Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Formaður Eflingar segir að taka þurfi á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem ríki gagnvart stórum hópum ófaglærða kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg og leiðrétta kjör þeirra sérstaklega. Lítill skilningur sé á þessari stöðu innan borgarinnar og ekkert þokist í kjaraviðræðum. Þótt samið hafi verið við þorra verkafólks í lífskjarasamningunum svo kölluðu er enn ósamið við þúsundir verkakvenna og karla hjá Reykjavíkurborg, þar sem lítill skilningur ríkir á kjörum stórra kvennastétta að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Lífskjarasamningunum hafi vissulega verið ætlað að leggja línurnar fyrir aðra samninga en taka þurfi á stórum vanda hjá borginni. „Við erum að takast á við mjög uppsafnaðan vanda, kerfislægan. Sem ég og félagar mínir hér viljum kalla kerfisbundna kvenfyrirlitningu,“ segir formaðurinn. Konur séu um það bil 80 prósent af um tvö þúsund starfsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Ófaglærðar starfskonur á leikskólum borgarinnar séu lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og tali mest um álag á vinnustað. „Staðreyndin er bara sú að kerfið í borginni, umönunarkerfi barna og margt margt fleira, er einfaldlega rekið á ofurarðrændu kvenvinnuafli. Það breytir engu hver fer með völd í borginni. Hvort það eru yfirlýstar félagshyggjumanneskjur, kvenréttindamanneskjur, feministar. Það horfir enginn svo mikið sem á þennan hóp,“ segir Sólveig Anna. Ekki verði hægt að standa upp frá samningaborðinu án þess að kjör þessa vanrækta hóps verði leiðrétt. Hugur sé í starfsfólki leikskóla sem eftir áratuga störf hafi um 350 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Í verkföllum í vor var meðal annars farið fram undr slagorðinu „hótelin eru í okkar höndum.“Og leikskólinn er vissulega í ykkar höndum? „Já leikskólarnir í borginni, einmitt fyrst þú segir það; þá er það akkúrat rétta lýsingin. Leikskólarnir, og þar með borgin auðvitað öll, eru í okkar höndum, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.Horfa má á viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér.
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15