Einum leik er lokið í Olís deild kvenna í handbolta í dag en hann fór fram í TM Höllinni í Garðabæ þar sem nýliðar Aftureldingar voru í heimsókn.
Jafnræði var með liðunum til að byrja með en þegar líða tók á leikinn sigu Stjörnukonur örugglega fram úr.
Gestirnir leiddu í leikhléi með átta mörkum gegn fimm en í síðari hálfleik stigu heimakonur á bensíngjöfina og fór að lokum svo að Stjarnan vann 27-16.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stefanía Theodórsdóttir og Dagný Huld Birgisdóttir gerðu allar fimm mörk fyrir Stjörnuna en Anamaria Gugic var atkvæðamest gestanna með 6 mörk.
Stjarnan með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og trónir á toppi Olís deildarinnar. Afturelding hins vegar án stiga á botni deildarinnar.
Stjörnukonur skutust á toppinn með öruggum sigri
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið




Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi
Körfubolti


Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann
Handbolti


Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn


Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti