Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2019 18:30 Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu. Landsréttur dæmdi hana í 15 mánaða fangelsi í fyrra fyrir ofbeldi gegn fimm börnum sínum á Íslandi. Sænsk félagsmálayfirvöld fengu þýddan dóm yfir konunni sendan. Í lok árs 2016 var konan dæmd í 18 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim og sýnt þeim vanvirðandi háttsemi.Sjá einnig: Átján mánaða fangelsi fyrir alvarleg og ítrekuð ofbeldisbrot gagnvart fimm börnum sínum Börnin eru fædd á árunum 2002 til 2013, en brotin sem dómurinn nær til áttu sér stað á árunum 2010 til 2015. Landsréttur mildaði dóminn úr 18 mánuðum í 15 mánuði í fyrra. Konan, sem alltaf hefur neitað sök, var svipt forsjá barna sinna fimm. Konan hefur enn ekki hafið afplánun og er nú búsett í Svíþjóð þar sem hún eignaðist annað barn í sumar. „Bara á fæðingardeildinni þá kemur vitneskja frá barnaverndaryfirvöldum á íslandi um að hún sé dæmd fyrir ofbeldi gagnvart börnum sem hún átti á íslandi og að þau börn hafi verið tekin af henni,“ segir Sigrún Landvall, lögmaður konunnar. Konan og barnið hafi þá verið sett á sérstakt heimili þar sem sem þau voru undir eftirliti. Allt hafi gengið vel þar til félagsmálayfirvöld hafi fengið dóminn sendan í sænskri þýðingu. Nú fái hún ekki að hitta barnið. „Ég tel þetta allt of harðan dóm gagnvart þessari konur. Hún var undir allt öðrum kringumstæðum á Íslandi þegar þetta gerðist með börnin hennar þar. Það eru mörg ár síðan og hún er nú í allt öðrum aðstæðum í betri aðstæðum til að sjá um barnið sitt. Hún hefur allan tíman lýst yfir samstarfi við yfirvöld hér og hún vill fá hjálp og hún þarf stuðning en þeir telja að hún taki hann ekki til sín eins og þeir ætlast til,“ segir Sigrún en konan viðurkennir ekki brot sín. Sigrún telur að brotið sé á rétti til fjölskyldulífs, gagnvart barninu og móðurinni. Þá sé meðalhófs ekki gætt. „Það er sterkur réttur barns að þekkja foreldri sitt. Það er nú þegar búið að skemma þessi tengsl milli barnsins og móðurinnar vegna þess að barnið er skyndilega tekið af móðurinn, hún var með það á brjósti,“ segir Sigrún. Búið er að áfrýja ákvörðun félagsmálayfirvalda. „Það á ekki að beita börn ofbeldi og auðvitað á að vernda þetta barn gagnvart því en að algjörlega að gera samasemmerki á milli þess að hún hafi verið dæmd á Íslandi sé of mikil hætta á að hún fari illa með þetta barn, það er of langt gengið. Það á að gefa þessari konu stuðning þannig hún geti séð um barnið sitt.“ Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Svíþjóð Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu. Landsréttur dæmdi hana í 15 mánaða fangelsi í fyrra fyrir ofbeldi gegn fimm börnum sínum á Íslandi. Sænsk félagsmálayfirvöld fengu þýddan dóm yfir konunni sendan. Í lok árs 2016 var konan dæmd í 18 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim og sýnt þeim vanvirðandi háttsemi.Sjá einnig: Átján mánaða fangelsi fyrir alvarleg og ítrekuð ofbeldisbrot gagnvart fimm börnum sínum Börnin eru fædd á árunum 2002 til 2013, en brotin sem dómurinn nær til áttu sér stað á árunum 2010 til 2015. Landsréttur mildaði dóminn úr 18 mánuðum í 15 mánuði í fyrra. Konan, sem alltaf hefur neitað sök, var svipt forsjá barna sinna fimm. Konan hefur enn ekki hafið afplánun og er nú búsett í Svíþjóð þar sem hún eignaðist annað barn í sumar. „Bara á fæðingardeildinni þá kemur vitneskja frá barnaverndaryfirvöldum á íslandi um að hún sé dæmd fyrir ofbeldi gagnvart börnum sem hún átti á íslandi og að þau börn hafi verið tekin af henni,“ segir Sigrún Landvall, lögmaður konunnar. Konan og barnið hafi þá verið sett á sérstakt heimili þar sem sem þau voru undir eftirliti. Allt hafi gengið vel þar til félagsmálayfirvöld hafi fengið dóminn sendan í sænskri þýðingu. Nú fái hún ekki að hitta barnið. „Ég tel þetta allt of harðan dóm gagnvart þessari konur. Hún var undir allt öðrum kringumstæðum á Íslandi þegar þetta gerðist með börnin hennar þar. Það eru mörg ár síðan og hún er nú í allt öðrum aðstæðum í betri aðstæðum til að sjá um barnið sitt. Hún hefur allan tíman lýst yfir samstarfi við yfirvöld hér og hún vill fá hjálp og hún þarf stuðning en þeir telja að hún taki hann ekki til sín eins og þeir ætlast til,“ segir Sigrún en konan viðurkennir ekki brot sín. Sigrún telur að brotið sé á rétti til fjölskyldulífs, gagnvart barninu og móðurinni. Þá sé meðalhófs ekki gætt. „Það er sterkur réttur barns að þekkja foreldri sitt. Það er nú þegar búið að skemma þessi tengsl milli barnsins og móðurinnar vegna þess að barnið er skyndilega tekið af móðurinn, hún var með það á brjósti,“ segir Sigrún. Búið er að áfrýja ákvörðun félagsmálayfirvalda. „Það á ekki að beita börn ofbeldi og auðvitað á að vernda þetta barn gagnvart því en að algjörlega að gera samasemmerki á milli þess að hún hafi verið dæmd á Íslandi sé of mikil hætta á að hún fari illa með þetta barn, það er of langt gengið. Það á að gefa þessari konu stuðning þannig hún geti séð um barnið sitt.“
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Svíþjóð Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira