Ósammála því að úrskurðarnefnd tefji aðgang að upplýsingum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2019 12:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki sammála því að tilvera úrskurðarnefndar upplýsingamála sé sérstakt vandamál sem tefji fyrir því að almenningur fái aðgang að upplýsingum. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt tregðu stjórnsýslunnar við að veita upplýsingar sem henni ber að gera. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í vikunni velti umboðsmaður Alþingis upp þeirri spurningu hvort ríkjandi kerfi upplýsingalaga og tilvera úrskurðarnefndarinnar hafi gert það að verkum að stjórnsýslan sé tregari við að veita upplýsingar en ella. „Það fjölgar kvörtunum til okkar. Ég held hins vegar að þetta sé brýnt viðfangsefni og mikilvægt að við náum fram einhverjum umbótum á þessu sviði,“ segir Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við að vissu leyti. „Við samþykktum endurskoðuð upplýsingalög á Alþingi síðasta vor sem gera ráð fyrir miklu meiri frumkvæðisskyldu stjórnvalda. Stjórnvöld þurfa því að eiga meira frumkvæði að því að birta upplýsingar sem mun auka aðgengi almennings að upplýsingum. Vonandi verður það til þess að mörg þau vandamál sem Umboðsmaður bendir á munu leysast,“ segir forsætisráðherra. Í breytingunum felst meðal annars að afgreiðslutími erinda sem berast úrskurðarnefnd upplýsingamála skuli að hámarki vera 150 dagar. „Ég er ekki sammála því að úrskurðarnefndin sé sjálfstætt vandamál. Vissulega hefur afgreiðslutíminn verið langur en við erum bæði núna að eyrnamerkja hámarkstíma, sumum kann að finnast hann langur en hann hefur verið töluvert lengri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þá hafi úrskurðarnefndin fengið starfsmann í fullt starf sem eigi að draga úr málsmeðferðarhraða. Ég held að það sé mikilvægt að fá úrskurðarnefnd sem almenningur, fjölmiðlar og aðrir aðilar geta leitað til þannig að ekki þurfi að leita til dómstóla þegar ágreiningur rís. Það er miklu tafsamara og meiri leið, segir forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki sammála því að tilvera úrskurðarnefndar upplýsingamála sé sérstakt vandamál sem tefji fyrir því að almenningur fái aðgang að upplýsingum. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt tregðu stjórnsýslunnar við að veita upplýsingar sem henni ber að gera. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í vikunni velti umboðsmaður Alþingis upp þeirri spurningu hvort ríkjandi kerfi upplýsingalaga og tilvera úrskurðarnefndarinnar hafi gert það að verkum að stjórnsýslan sé tregari við að veita upplýsingar en ella. „Það fjölgar kvörtunum til okkar. Ég held hins vegar að þetta sé brýnt viðfangsefni og mikilvægt að við náum fram einhverjum umbótum á þessu sviði,“ segir Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við að vissu leyti. „Við samþykktum endurskoðuð upplýsingalög á Alþingi síðasta vor sem gera ráð fyrir miklu meiri frumkvæðisskyldu stjórnvalda. Stjórnvöld þurfa því að eiga meira frumkvæði að því að birta upplýsingar sem mun auka aðgengi almennings að upplýsingum. Vonandi verður það til þess að mörg þau vandamál sem Umboðsmaður bendir á munu leysast,“ segir forsætisráðherra. Í breytingunum felst meðal annars að afgreiðslutími erinda sem berast úrskurðarnefnd upplýsingamála skuli að hámarki vera 150 dagar. „Ég er ekki sammála því að úrskurðarnefndin sé sjálfstætt vandamál. Vissulega hefur afgreiðslutíminn verið langur en við erum bæði núna að eyrnamerkja hámarkstíma, sumum kann að finnast hann langur en hann hefur verið töluvert lengri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þá hafi úrskurðarnefndin fengið starfsmann í fullt starf sem eigi að draga úr málsmeðferðarhraða. Ég held að það sé mikilvægt að fá úrskurðarnefnd sem almenningur, fjölmiðlar og aðrir aðilar geta leitað til þannig að ekki þurfi að leita til dómstóla þegar ágreiningur rís. Það er miklu tafsamara og meiri leið, segir forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira