Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 20:45 Loftslagsbreytingar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hinn svokallaða þriðja pól. Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. Þriðji póllinn er jöklabreiða Himalaja-fjallanna sem geymir vatnsbirgðir Indlands og Asíu. Hefur svæðið fengið nafnið þriðji póllinn því þar er að finna mesta magn íss á jörðinni fyrir utan Suðurskautslandið og Norðurpólinn. Ef loftslagbreytingar halda áfram með sama hætti gætu tveir þriðju jöklabreiðunnar bráðnað fyrir árið 2100. Hefur sú bráðnun áhrif á tvo milljarða manna sem búsettir eru á svæðinu. Yao Tandong er einn fremsti jöklasérfræðingur Kínverja. Allan sinn vísindaferil hefur hann beint sjónum sínum að þriðja pólnum. „Hlýnun jarðar hefur áhrif alls staðar í heiminum en alvarlegustu áhrifin eru í kringum þriðja pólinn. Bráðnun á þriðja pólnum hefur bein áhrif á fólkið sem býr þar. Eins og þegar ísinn brotnar og það flæðir úr jökullónum. Þá skemmast vegir, brýr og þorp og það kostar jafnvel mannslíf,“ segir Tandong. Í framtíðinni munu íbúar þessa svæðis búa við vatnsskort. „Þegar ísinn bráðnar hratt eykst vatnsrennslið í skamman tíma. En svo kemur að því sem við köllum vendipunkt. Þegar jökullinn hefur hopað visst mikið kemur minna vatn frá honum. Eftir þennan vendipunkt standa íbúar þessa svæðis frammi fyrir vatnsskorti.“ Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Loftslagsbreytingar hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hinn svokallaða þriðja pól. Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. Þriðji póllinn er jöklabreiða Himalaja-fjallanna sem geymir vatnsbirgðir Indlands og Asíu. Hefur svæðið fengið nafnið þriðji póllinn því þar er að finna mesta magn íss á jörðinni fyrir utan Suðurskautslandið og Norðurpólinn. Ef loftslagbreytingar halda áfram með sama hætti gætu tveir þriðju jöklabreiðunnar bráðnað fyrir árið 2100. Hefur sú bráðnun áhrif á tvo milljarða manna sem búsettir eru á svæðinu. Yao Tandong er einn fremsti jöklasérfræðingur Kínverja. Allan sinn vísindaferil hefur hann beint sjónum sínum að þriðja pólnum. „Hlýnun jarðar hefur áhrif alls staðar í heiminum en alvarlegustu áhrifin eru í kringum þriðja pólinn. Bráðnun á þriðja pólnum hefur bein áhrif á fólkið sem býr þar. Eins og þegar ísinn brotnar og það flæðir úr jökullónum. Þá skemmast vegir, brýr og þorp og það kostar jafnvel mannslíf,“ segir Tandong. Í framtíðinni munu íbúar þessa svæðis búa við vatnsskort. „Þegar ísinn bráðnar hratt eykst vatnsrennslið í skamman tíma. En svo kemur að því sem við köllum vendipunkt. Þegar jökullinn hefur hopað visst mikið kemur minna vatn frá honum. Eftir þennan vendipunkt standa íbúar þessa svæðis frammi fyrir vatnsskorti.“
Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira