Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Sylvía Hall skrifar 14. október 2019 20:05 Trump og Erdogan ræða saman í júlí. AP/Pablo Martinez Monsivais Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum og bæjum í norðausturhluta Sýrlands. Forsetinn birti yfirlýsinguna á Twitter fyrr í kvöld. Í yfirlýsingunni segist Trump ætla að hækka tolla á stál aftur upp í fimmtíu prósent líkt og það var áður, en þeir voru lækkaðir í maí síðastliðnum. Þá segist hann ætla að slíta viðræðum um hundrað milljarða dala verslunarsamning við Tyrkland. „Þetta mun gera Bandaríkjunum kleift að beita öflugum refsiaðgerðum gegn þeim sem mögulega taka þátt í alvarlegum mannréttindabrotum, koma í veg fyrir vopnahlé, koma í veg fyrir að landflóttamenn geti snúið aftur heim, senda flóttamenn aftur með valdi eða ógna friði, öryggi og stöðugleika í Sýrlandi,“ segir forsetinn í yfirlýingunni. Þá muni þetta hafa miklar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér fyrir Tyrkland.Statement from President Donald J. Trump Regarding Turkey’s Actions in Northeast Syria pic.twitter.com/ZCQC7nzmME — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 14, 2019Trump segist alltaf hafa haft öryggi lands og þjóðar í fyrirrúmi frá því að hann tók við embætti og hafi því stutt baráttuna gegn ISIS. Með hernaðaraðgerðum sínum sé Tyrkland að stefna þeim árangri í hættu. „Tyrkland þarf einnig að forgangsraða vernd borgaranna, sérstaklega þeirra viðkvæmu minnihlutahópa í norðausturhluta Sýrlands,“ segir forsetinn og bætir við að það sé óásættanlegt að gera almenna borgara að skotmörkum. Hann segist hafa gert Erdogan það ljóst að aðgerðir hersins séu að stefna mannréttindum í voða og leggja grunn að mögulegum stríðsglæpum. Það sé ljóst að mannúð sé ekki að leiðarljósi í innrás þeirra á sýrlensk svæði. Til þess að fylgjast með ástandinu ætli hann að staðsetja bandaríska hermenn á svæðinu. „Bandarískir hermenn á leið frá Sýrlandi munu nú vera staðsettir á ný og vakta ástandið og koma í veg fyrir að 2014 endurtaki sig, þegar hin vanrækta ógn sem stafaði af ISIS geisaði um Sýrland og Írak. Lítið fótspor bandaríska hersins mun áfram vera í At Tanf Garrison í suðurhluta Sýrlands til þess að halda áfram að sundra leifum ISIS.“ Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum og bæjum í norðausturhluta Sýrlands. Forsetinn birti yfirlýsinguna á Twitter fyrr í kvöld. Í yfirlýsingunni segist Trump ætla að hækka tolla á stál aftur upp í fimmtíu prósent líkt og það var áður, en þeir voru lækkaðir í maí síðastliðnum. Þá segist hann ætla að slíta viðræðum um hundrað milljarða dala verslunarsamning við Tyrkland. „Þetta mun gera Bandaríkjunum kleift að beita öflugum refsiaðgerðum gegn þeim sem mögulega taka þátt í alvarlegum mannréttindabrotum, koma í veg fyrir vopnahlé, koma í veg fyrir að landflóttamenn geti snúið aftur heim, senda flóttamenn aftur með valdi eða ógna friði, öryggi og stöðugleika í Sýrlandi,“ segir forsetinn í yfirlýingunni. Þá muni þetta hafa miklar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér fyrir Tyrkland.Statement from President Donald J. Trump Regarding Turkey’s Actions in Northeast Syria pic.twitter.com/ZCQC7nzmME — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 14, 2019Trump segist alltaf hafa haft öryggi lands og þjóðar í fyrirrúmi frá því að hann tók við embætti og hafi því stutt baráttuna gegn ISIS. Með hernaðaraðgerðum sínum sé Tyrkland að stefna þeim árangri í hættu. „Tyrkland þarf einnig að forgangsraða vernd borgaranna, sérstaklega þeirra viðkvæmu minnihlutahópa í norðausturhluta Sýrlands,“ segir forsetinn og bætir við að það sé óásættanlegt að gera almenna borgara að skotmörkum. Hann segist hafa gert Erdogan það ljóst að aðgerðir hersins séu að stefna mannréttindum í voða og leggja grunn að mögulegum stríðsglæpum. Það sé ljóst að mannúð sé ekki að leiðarljósi í innrás þeirra á sýrlensk svæði. Til þess að fylgjast með ástandinu ætli hann að staðsetja bandaríska hermenn á svæðinu. „Bandarískir hermenn á leið frá Sýrlandi munu nú vera staðsettir á ný og vakta ástandið og koma í veg fyrir að 2014 endurtaki sig, þegar hin vanrækta ógn sem stafaði af ISIS geisaði um Sýrland og Írak. Lítið fótspor bandaríska hersins mun áfram vera í At Tanf Garrison í suðurhluta Sýrlands til þess að halda áfram að sundra leifum ISIS.“
Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33
Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48
Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11