Einn miða til Kulnunar, nei takk Friðrik Agni Árnason skrifar 15. október 2019 09:00 Spurningar sem dynja á mér reglulega: Bíddu ertu bara að gera allt? Hvenær tekur þú þér slökunardag? Af hverju ertu að gera svona mikið? Mín svör: Nei, er bara að reyna að gera það sem ég hef gaman af. Hvað er slökunardagur? Ég er ekki að gera neitt mikið, það bara virðist vera þannig og margir eru að gera miklu meira en ég. Ég heiti Friðrik Agni og ég er með kvíðaröskun og mikla fullkomnunaráráttu. Ef ég er ekki að gera þúsund hluti í einu þá er ég ekki nóg. Samkvæmt hverjum? MÉR. Ég er mjög opinskár með kvíðann, þunglyndið sem getur fylgt honum og fullkomnunaráráttuna. Þetta er allt saman hluti af mér og stundum get ég litið á það sem styrk en það koma tímar þar sem þessir kvillar ná að draga mann niður. Ég starfa sem verkefnastjóri í fullu starfi, ég kenni fasta danstíma í World Class og í Kramhúsinu, ég rek danssamfélagið Dans og Kúltúr ásamt vinkonu minni, ég er fararstjóri, ég skrifa, ég tek að mér hópefli og veislustjórn, ég kem fram á viðburðum og skipulegg þá. Ég á eiginmann og fjölskyldu sem ég vil sinna og vera í sambandi við. Ég á einnig vini og tengslanet sem ég vil halda virku. Rétt eins og flestir geri ég ráð fyrir. Í grunninn elska ég allt það sem ég geri. Það koma samt tímar þar sem ég missi áhugann, efast um sjálfan mig og nýt þess ekki lengur. Það er þegar það er sjúklega mikið að gera á öllum köntum og allir litlu hlutirnir á skipulagslistanum verða risastórir, ég ýti þeim þá frá mér og þeir verða ennþá stærri. Ég finn fyrir áhugaleysi eða orkuleysi öllu heldur. Ég get ekki gert þetta. Þetta mun misheppnast því ég hef ekki tíma til að gera þetta FULLKOMLEGA. Fólkið mun HATA mig. Ég kann ekki að gera þetta. Hvernig á ég að gera þetta. Efasemdir ofan á efasemdir. ÉG GET EKKI MEIRA. Þið takið eftir hugsunarmynstrinu sem ég lýsi og einhverjir lesendur kannast kannski við það? Þetta er í raun eins og svona neikvæður hugsunarpyttur sem grefur sig dýpra og dýpra. Þarna falla rosa stórir dómar á mig sjálfan og að gera hlutina fullkomlega því annars muni fólk hata mig. Hugsa sér hvað maður getur verið ljótur við sjálfan sig. Þegar komið er út í þennan hugsunargang veit ég að ég er kominn að vegg og yfir í einskonar eirðarleysi gagnvart lífinu. Þetta hefur komið fyrir nokkru sinnum á minni lífsleið og ég veit að ég er ekki einn. Mikil umræða hefur verið um Kulnun í samfélaginu á undanförnum árum og æ algengara að fólk sé að viðurkenna að einkenni kulnunar eigi við sig og leita sér því hjálpar. Sem betur fer hefur þessi umræða opnast. Ég er mjög var um þegar ég stefni í þessa átt núna í dag og þegar ég horfi á skipulagslistann minn átta ég mig á að ég er einfaldlega stundum að gera of mikið. Hvað gerist ef ég hugsanlega bara sleppi þessu? Eða bið um hjálp og segi nei við þessari beiðni? Mun ferillinn minn enda? Augljóslega ekki. En það er samt sem áður hræðslan sem grípur um mig og kannski aðra sem hafa verið í svipuðum sporum. Ég hugsa að það sé mjög stimplað inn í okkur Íslendinga að vera duglegir og þrautseigir. Allavega mín tilfinning. Það er erfitt að viðurkenna vanmátt sinn og játa sig sigraðan. Að játa að maður er ekki fullkominn. Mörk hvers og eins eru líka mismunandi eftir persónueiginleikum. Það sem gefur einum aukna orku sýgur orkuna úr öðrum. Þess vegna er líka svo hættulegt að bera sig saman við aðra. Ég þekki einkennin hjá mér og skrifa þess vegna þennan pistil sem viðvörun og áminningu til annarra en ekki síður til mín. Ef þú kannast við hugsunarpyttinn að ofan eða ert staddur/stödd í honum núna þá mæli ég með að taka eitt verkefnið af listanum. Minnkaðu við þig. Fáðu hjálp eða segðu einhverjum frá hvernig þér líður. Stundum er nóg að taka nokkra hluti af listanum í eina tvær vikur, safna orku og koma svo efldur til baka. En það getur líka verið að það sé þörf á að hreinlega minnka við sig almennt til lengri tíma og spyrja sig: Ætla ég alltaf að vera svona upptekinn og á mörkum þess að vera að brenna út? Höldum áfram að tala um Kulnun og kvíða og einkennin. Höldum áfram að skrifa um jákvæðni og að gefa hvort öðru ráð um hvernig við getum unnið á streitu því allt það gerir okkur meira meðvituð. Viðvörunarbjöllurnar fara þá vonandi fyrr af stað fyrr og við getum beygt út af veginum sem virðist vera að taka okkur beinustu leið til Kulnunar. Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Spurningar sem dynja á mér reglulega: Bíddu ertu bara að gera allt? Hvenær tekur þú þér slökunardag? Af hverju ertu að gera svona mikið? Mín svör: Nei, er bara að reyna að gera það sem ég hef gaman af. Hvað er slökunardagur? Ég er ekki að gera neitt mikið, það bara virðist vera þannig og margir eru að gera miklu meira en ég. Ég heiti Friðrik Agni og ég er með kvíðaröskun og mikla fullkomnunaráráttu. Ef ég er ekki að gera þúsund hluti í einu þá er ég ekki nóg. Samkvæmt hverjum? MÉR. Ég er mjög opinskár með kvíðann, þunglyndið sem getur fylgt honum og fullkomnunaráráttuna. Þetta er allt saman hluti af mér og stundum get ég litið á það sem styrk en það koma tímar þar sem þessir kvillar ná að draga mann niður. Ég starfa sem verkefnastjóri í fullu starfi, ég kenni fasta danstíma í World Class og í Kramhúsinu, ég rek danssamfélagið Dans og Kúltúr ásamt vinkonu minni, ég er fararstjóri, ég skrifa, ég tek að mér hópefli og veislustjórn, ég kem fram á viðburðum og skipulegg þá. Ég á eiginmann og fjölskyldu sem ég vil sinna og vera í sambandi við. Ég á einnig vini og tengslanet sem ég vil halda virku. Rétt eins og flestir geri ég ráð fyrir. Í grunninn elska ég allt það sem ég geri. Það koma samt tímar þar sem ég missi áhugann, efast um sjálfan mig og nýt þess ekki lengur. Það er þegar það er sjúklega mikið að gera á öllum köntum og allir litlu hlutirnir á skipulagslistanum verða risastórir, ég ýti þeim þá frá mér og þeir verða ennþá stærri. Ég finn fyrir áhugaleysi eða orkuleysi öllu heldur. Ég get ekki gert þetta. Þetta mun misheppnast því ég hef ekki tíma til að gera þetta FULLKOMLEGA. Fólkið mun HATA mig. Ég kann ekki að gera þetta. Hvernig á ég að gera þetta. Efasemdir ofan á efasemdir. ÉG GET EKKI MEIRA. Þið takið eftir hugsunarmynstrinu sem ég lýsi og einhverjir lesendur kannast kannski við það? Þetta er í raun eins og svona neikvæður hugsunarpyttur sem grefur sig dýpra og dýpra. Þarna falla rosa stórir dómar á mig sjálfan og að gera hlutina fullkomlega því annars muni fólk hata mig. Hugsa sér hvað maður getur verið ljótur við sjálfan sig. Þegar komið er út í þennan hugsunargang veit ég að ég er kominn að vegg og yfir í einskonar eirðarleysi gagnvart lífinu. Þetta hefur komið fyrir nokkru sinnum á minni lífsleið og ég veit að ég er ekki einn. Mikil umræða hefur verið um Kulnun í samfélaginu á undanförnum árum og æ algengara að fólk sé að viðurkenna að einkenni kulnunar eigi við sig og leita sér því hjálpar. Sem betur fer hefur þessi umræða opnast. Ég er mjög var um þegar ég stefni í þessa átt núna í dag og þegar ég horfi á skipulagslistann minn átta ég mig á að ég er einfaldlega stundum að gera of mikið. Hvað gerist ef ég hugsanlega bara sleppi þessu? Eða bið um hjálp og segi nei við þessari beiðni? Mun ferillinn minn enda? Augljóslega ekki. En það er samt sem áður hræðslan sem grípur um mig og kannski aðra sem hafa verið í svipuðum sporum. Ég hugsa að það sé mjög stimplað inn í okkur Íslendinga að vera duglegir og þrautseigir. Allavega mín tilfinning. Það er erfitt að viðurkenna vanmátt sinn og játa sig sigraðan. Að játa að maður er ekki fullkominn. Mörk hvers og eins eru líka mismunandi eftir persónueiginleikum. Það sem gefur einum aukna orku sýgur orkuna úr öðrum. Þess vegna er líka svo hættulegt að bera sig saman við aðra. Ég þekki einkennin hjá mér og skrifa þess vegna þennan pistil sem viðvörun og áminningu til annarra en ekki síður til mín. Ef þú kannast við hugsunarpyttinn að ofan eða ert staddur/stödd í honum núna þá mæli ég með að taka eitt verkefnið af listanum. Minnkaðu við þig. Fáðu hjálp eða segðu einhverjum frá hvernig þér líður. Stundum er nóg að taka nokkra hluti af listanum í eina tvær vikur, safna orku og koma svo efldur til baka. En það getur líka verið að það sé þörf á að hreinlega minnka við sig almennt til lengri tíma og spyrja sig: Ætla ég alltaf að vera svona upptekinn og á mörkum þess að vera að brenna út? Höldum áfram að tala um Kulnun og kvíða og einkennin. Höldum áfram að skrifa um jákvæðni og að gefa hvort öðru ráð um hvernig við getum unnið á streitu því allt það gerir okkur meira meðvituð. Viðvörunarbjöllurnar fara þá vonandi fyrr af stað fyrr og við getum beygt út af veginum sem virðist vera að taka okkur beinustu leið til Kulnunar. Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun