Einn miða til Kulnunar, nei takk Friðrik Agni Árnason skrifar 15. október 2019 09:00 Spurningar sem dynja á mér reglulega: Bíddu ertu bara að gera allt? Hvenær tekur þú þér slökunardag? Af hverju ertu að gera svona mikið? Mín svör: Nei, er bara að reyna að gera það sem ég hef gaman af. Hvað er slökunardagur? Ég er ekki að gera neitt mikið, það bara virðist vera þannig og margir eru að gera miklu meira en ég. Ég heiti Friðrik Agni og ég er með kvíðaröskun og mikla fullkomnunaráráttu. Ef ég er ekki að gera þúsund hluti í einu þá er ég ekki nóg. Samkvæmt hverjum? MÉR. Ég er mjög opinskár með kvíðann, þunglyndið sem getur fylgt honum og fullkomnunaráráttuna. Þetta er allt saman hluti af mér og stundum get ég litið á það sem styrk en það koma tímar þar sem þessir kvillar ná að draga mann niður. Ég starfa sem verkefnastjóri í fullu starfi, ég kenni fasta danstíma í World Class og í Kramhúsinu, ég rek danssamfélagið Dans og Kúltúr ásamt vinkonu minni, ég er fararstjóri, ég skrifa, ég tek að mér hópefli og veislustjórn, ég kem fram á viðburðum og skipulegg þá. Ég á eiginmann og fjölskyldu sem ég vil sinna og vera í sambandi við. Ég á einnig vini og tengslanet sem ég vil halda virku. Rétt eins og flestir geri ég ráð fyrir. Í grunninn elska ég allt það sem ég geri. Það koma samt tímar þar sem ég missi áhugann, efast um sjálfan mig og nýt þess ekki lengur. Það er þegar það er sjúklega mikið að gera á öllum köntum og allir litlu hlutirnir á skipulagslistanum verða risastórir, ég ýti þeim þá frá mér og þeir verða ennþá stærri. Ég finn fyrir áhugaleysi eða orkuleysi öllu heldur. Ég get ekki gert þetta. Þetta mun misheppnast því ég hef ekki tíma til að gera þetta FULLKOMLEGA. Fólkið mun HATA mig. Ég kann ekki að gera þetta. Hvernig á ég að gera þetta. Efasemdir ofan á efasemdir. ÉG GET EKKI MEIRA. Þið takið eftir hugsunarmynstrinu sem ég lýsi og einhverjir lesendur kannast kannski við það? Þetta er í raun eins og svona neikvæður hugsunarpyttur sem grefur sig dýpra og dýpra. Þarna falla rosa stórir dómar á mig sjálfan og að gera hlutina fullkomlega því annars muni fólk hata mig. Hugsa sér hvað maður getur verið ljótur við sjálfan sig. Þegar komið er út í þennan hugsunargang veit ég að ég er kominn að vegg og yfir í einskonar eirðarleysi gagnvart lífinu. Þetta hefur komið fyrir nokkru sinnum á minni lífsleið og ég veit að ég er ekki einn. Mikil umræða hefur verið um Kulnun í samfélaginu á undanförnum árum og æ algengara að fólk sé að viðurkenna að einkenni kulnunar eigi við sig og leita sér því hjálpar. Sem betur fer hefur þessi umræða opnast. Ég er mjög var um þegar ég stefni í þessa átt núna í dag og þegar ég horfi á skipulagslistann minn átta ég mig á að ég er einfaldlega stundum að gera of mikið. Hvað gerist ef ég hugsanlega bara sleppi þessu? Eða bið um hjálp og segi nei við þessari beiðni? Mun ferillinn minn enda? Augljóslega ekki. En það er samt sem áður hræðslan sem grípur um mig og kannski aðra sem hafa verið í svipuðum sporum. Ég hugsa að það sé mjög stimplað inn í okkur Íslendinga að vera duglegir og þrautseigir. Allavega mín tilfinning. Það er erfitt að viðurkenna vanmátt sinn og játa sig sigraðan. Að játa að maður er ekki fullkominn. Mörk hvers og eins eru líka mismunandi eftir persónueiginleikum. Það sem gefur einum aukna orku sýgur orkuna úr öðrum. Þess vegna er líka svo hættulegt að bera sig saman við aðra. Ég þekki einkennin hjá mér og skrifa þess vegna þennan pistil sem viðvörun og áminningu til annarra en ekki síður til mín. Ef þú kannast við hugsunarpyttinn að ofan eða ert staddur/stödd í honum núna þá mæli ég með að taka eitt verkefnið af listanum. Minnkaðu við þig. Fáðu hjálp eða segðu einhverjum frá hvernig þér líður. Stundum er nóg að taka nokkra hluti af listanum í eina tvær vikur, safna orku og koma svo efldur til baka. En það getur líka verið að það sé þörf á að hreinlega minnka við sig almennt til lengri tíma og spyrja sig: Ætla ég alltaf að vera svona upptekinn og á mörkum þess að vera að brenna út? Höldum áfram að tala um Kulnun og kvíða og einkennin. Höldum áfram að skrifa um jákvæðni og að gefa hvort öðru ráð um hvernig við getum unnið á streitu því allt það gerir okkur meira meðvituð. Viðvörunarbjöllurnar fara þá vonandi fyrr af stað fyrr og við getum beygt út af veginum sem virðist vera að taka okkur beinustu leið til Kulnunar. Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Spurningar sem dynja á mér reglulega: Bíddu ertu bara að gera allt? Hvenær tekur þú þér slökunardag? Af hverju ertu að gera svona mikið? Mín svör: Nei, er bara að reyna að gera það sem ég hef gaman af. Hvað er slökunardagur? Ég er ekki að gera neitt mikið, það bara virðist vera þannig og margir eru að gera miklu meira en ég. Ég heiti Friðrik Agni og ég er með kvíðaröskun og mikla fullkomnunaráráttu. Ef ég er ekki að gera þúsund hluti í einu þá er ég ekki nóg. Samkvæmt hverjum? MÉR. Ég er mjög opinskár með kvíðann, þunglyndið sem getur fylgt honum og fullkomnunaráráttuna. Þetta er allt saman hluti af mér og stundum get ég litið á það sem styrk en það koma tímar þar sem þessir kvillar ná að draga mann niður. Ég starfa sem verkefnastjóri í fullu starfi, ég kenni fasta danstíma í World Class og í Kramhúsinu, ég rek danssamfélagið Dans og Kúltúr ásamt vinkonu minni, ég er fararstjóri, ég skrifa, ég tek að mér hópefli og veislustjórn, ég kem fram á viðburðum og skipulegg þá. Ég á eiginmann og fjölskyldu sem ég vil sinna og vera í sambandi við. Ég á einnig vini og tengslanet sem ég vil halda virku. Rétt eins og flestir geri ég ráð fyrir. Í grunninn elska ég allt það sem ég geri. Það koma samt tímar þar sem ég missi áhugann, efast um sjálfan mig og nýt þess ekki lengur. Það er þegar það er sjúklega mikið að gera á öllum köntum og allir litlu hlutirnir á skipulagslistanum verða risastórir, ég ýti þeim þá frá mér og þeir verða ennþá stærri. Ég finn fyrir áhugaleysi eða orkuleysi öllu heldur. Ég get ekki gert þetta. Þetta mun misheppnast því ég hef ekki tíma til að gera þetta FULLKOMLEGA. Fólkið mun HATA mig. Ég kann ekki að gera þetta. Hvernig á ég að gera þetta. Efasemdir ofan á efasemdir. ÉG GET EKKI MEIRA. Þið takið eftir hugsunarmynstrinu sem ég lýsi og einhverjir lesendur kannast kannski við það? Þetta er í raun eins og svona neikvæður hugsunarpyttur sem grefur sig dýpra og dýpra. Þarna falla rosa stórir dómar á mig sjálfan og að gera hlutina fullkomlega því annars muni fólk hata mig. Hugsa sér hvað maður getur verið ljótur við sjálfan sig. Þegar komið er út í þennan hugsunargang veit ég að ég er kominn að vegg og yfir í einskonar eirðarleysi gagnvart lífinu. Þetta hefur komið fyrir nokkru sinnum á minni lífsleið og ég veit að ég er ekki einn. Mikil umræða hefur verið um Kulnun í samfélaginu á undanförnum árum og æ algengara að fólk sé að viðurkenna að einkenni kulnunar eigi við sig og leita sér því hjálpar. Sem betur fer hefur þessi umræða opnast. Ég er mjög var um þegar ég stefni í þessa átt núna í dag og þegar ég horfi á skipulagslistann minn átta ég mig á að ég er einfaldlega stundum að gera of mikið. Hvað gerist ef ég hugsanlega bara sleppi þessu? Eða bið um hjálp og segi nei við þessari beiðni? Mun ferillinn minn enda? Augljóslega ekki. En það er samt sem áður hræðslan sem grípur um mig og kannski aðra sem hafa verið í svipuðum sporum. Ég hugsa að það sé mjög stimplað inn í okkur Íslendinga að vera duglegir og þrautseigir. Allavega mín tilfinning. Það er erfitt að viðurkenna vanmátt sinn og játa sig sigraðan. Að játa að maður er ekki fullkominn. Mörk hvers og eins eru líka mismunandi eftir persónueiginleikum. Það sem gefur einum aukna orku sýgur orkuna úr öðrum. Þess vegna er líka svo hættulegt að bera sig saman við aðra. Ég þekki einkennin hjá mér og skrifa þess vegna þennan pistil sem viðvörun og áminningu til annarra en ekki síður til mín. Ef þú kannast við hugsunarpyttinn að ofan eða ert staddur/stödd í honum núna þá mæli ég með að taka eitt verkefnið af listanum. Minnkaðu við þig. Fáðu hjálp eða segðu einhverjum frá hvernig þér líður. Stundum er nóg að taka nokkra hluti af listanum í eina tvær vikur, safna orku og koma svo efldur til baka. En það getur líka verið að það sé þörf á að hreinlega minnka við sig almennt til lengri tíma og spyrja sig: Ætla ég alltaf að vera svona upptekinn og á mörkum þess að vera að brenna út? Höldum áfram að tala um Kulnun og kvíða og einkennin. Höldum áfram að skrifa um jákvæðni og að gefa hvort öðru ráð um hvernig við getum unnið á streitu því allt það gerir okkur meira meðvituð. Viðvörunarbjöllurnar fara þá vonandi fyrr af stað fyrr og við getum beygt út af veginum sem virðist vera að taka okkur beinustu leið til Kulnunar. Höfundur er dansari, lífstílsþjálfari og skemmtikraftur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar