Tímamót: Borgarlínan fjármögnuð Pawel Bartoszek skrifar 15. október 2019 10:00 Tvenns konar gagnrýni heyrist helst á samgöngusáttmálann milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins. Að of mikið sé gert fyrir bíla og alls ekki nóg. Til skýringar er myndin er þessi: helmingur peninganna í sáttmálanum fer í grænar samgöngulausnir: Borgarlínu, bættar almenningsamgöngur og göngu- og hjólastíga. Þetta finnst sumum stjórnmálamönnum of mikið. Þá má spyrja: Finnst þeim stjórnmálamönnum líklegt að ríkisstjórn sem vill taka sig alvarlega í loftslagsmálum myndi leggja til eitthvað minna? Finnst þeim líklegt að sveitarfélög sem vilja draga úr mengun og þétta byggð myndu samþykkja eitthvað minna? Ef stuðla á að breyttum ferðavenjum er eðlilegt að fjárfesta í samræmi við það. Sú gagnrýni er beittari og réttari, sem beinist að því að ekki sé nóg gert fyrir að hvetja til grænni ferðamáta. Það má þó benda á að þær vegaframkvæmdir sem lagðar eru til innan miðkjarna Reykjavíkur eru fyrst og síðast til að bæta borgarrými, færa umferð undir jörð og breyta götum í tengslum við Borgarlínu. Enginn er að fara byggja slaufur hjá Melatorgi. Samkomulagið opnar á beina gjaldtöku á umferð. Þótt slík gjaldtaka sé gjarnan umdeild í fyrstu dregur hún samt úr umferð. Þótt ólík gjöld eftir tíma dags hljómi flókin þá virka þau og dreifa umferðinni betur yfir daginn. Osló og London hafa reynt þetta með góðum árangri. Loks er komin áætlun um samgöngur sem leggur ekki minni áherslu á almenningssamgöngur en einkabílinn. Áætlun sem er góð fyrir Reykjavík. Við getum endurhannað Miklubraut. Við getum endurhannað Suðurlandsbraut. Borgarlínan er á fullri ferð. Næsta stopp: Vogabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Pawel Bartoszek Reykjavík Samgöngur Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Tvenns konar gagnrýni heyrist helst á samgöngusáttmálann milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins. Að of mikið sé gert fyrir bíla og alls ekki nóg. Til skýringar er myndin er þessi: helmingur peninganna í sáttmálanum fer í grænar samgöngulausnir: Borgarlínu, bættar almenningsamgöngur og göngu- og hjólastíga. Þetta finnst sumum stjórnmálamönnum of mikið. Þá má spyrja: Finnst þeim stjórnmálamönnum líklegt að ríkisstjórn sem vill taka sig alvarlega í loftslagsmálum myndi leggja til eitthvað minna? Finnst þeim líklegt að sveitarfélög sem vilja draga úr mengun og þétta byggð myndu samþykkja eitthvað minna? Ef stuðla á að breyttum ferðavenjum er eðlilegt að fjárfesta í samræmi við það. Sú gagnrýni er beittari og réttari, sem beinist að því að ekki sé nóg gert fyrir að hvetja til grænni ferðamáta. Það má þó benda á að þær vegaframkvæmdir sem lagðar eru til innan miðkjarna Reykjavíkur eru fyrst og síðast til að bæta borgarrými, færa umferð undir jörð og breyta götum í tengslum við Borgarlínu. Enginn er að fara byggja slaufur hjá Melatorgi. Samkomulagið opnar á beina gjaldtöku á umferð. Þótt slík gjaldtaka sé gjarnan umdeild í fyrstu dregur hún samt úr umferð. Þótt ólík gjöld eftir tíma dags hljómi flókin þá virka þau og dreifa umferðinni betur yfir daginn. Osló og London hafa reynt þetta með góðum árangri. Loks er komin áætlun um samgöngur sem leggur ekki minni áherslu á almenningssamgöngur en einkabílinn. Áætlun sem er góð fyrir Reykjavík. Við getum endurhannað Miklubraut. Við getum endurhannað Suðurlandsbraut. Borgarlínan er á fullri ferð. Næsta stopp: Vogabyggð.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar