Íslensk fegurðardrottning í myndbandi úkraínskrar Eurovision-stjörnu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. október 2019 20:00 Hulda Vigdísardóttir stökk á tækifærið að leika í myndbandi Eurovision stjörnunnar Alekseev. Samsett Facebook/Miss Universe Iceland Hulda Vigdísardóttir leikur stórt hlutverk í nýju myndbandi frá tónlistarmanninum Alekseev, sem tekið var upp á Íslandi. Alekseev er Úkraínumaður sem heitir fullu nafni Nikita Vladomir Alekseev. Lagið Камень и Вода var sett á Youtube þann 10. október og hefur það verið spilað meira en 1,3 milljón sinnum á Youtube á fimm dögum. „Ég fékk skilaboð á Facebook frá Hero á Íslandi um það hvort að ég hefði áhuga á að leika í tónlistarmyndbandinu og hvort ég væri heima á þessum tíma,“ segir Hulda í samtali við Vísi. Hulda er málfræðingur, fyrirsæta og fegurðardrottning hefur áður leikið í erlendum tónlistarmyndböndum og tekið að sér fyrirsætuverkefni fyrir erlenda aðila, bæði hér heima og erlendis. Myndbandið við þetta lag var tekið upp á Íslandi í ágúst á þessu ári.„Þau vildu hafa alveg myrkur svo þetta var tekið upp um miðja nótt. Það er náttúrulega svo bjart í ágúst að við þurftum að bíða frekar lengi.“ Titil lagsins væri hægt að þýða sem Steinn og vatn en það var Alan Badoev sem leikstýrði myndbandinu. „Þetta var ótrúlega gaman, sérstaklega þar sem leikstjórinn sem var svo lifandi einhvern vegin. Það voru smá tungumálaerfiðleikar þar sem þau töluðu ekki alveg nógu góða ensku, en oft þurfti að leika til að koma skilaboðum til skila.“Spurðu um Ísland og álfa Alekseev keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2018 fyrir Hvíta-Rússland með lagið Forever. Hann komst ekki upp úr undanúrslitakvöldinu í keppnninni í Portúgal. Alekseev er fæddur árið 1993 en vakti fyrst athygli árið 2014 þegar hann keppti í hæfileikakeppninni The Voice of Ukraine. Hulda viðurkennir að hafa ekki vitað hver Alekseev væri fyrr en henni var boðið að leika í myndbandinu. „Hann var mjög fínn, hafði mikinn áhuga á Íslandi. Hann kom með teymi með sér og förðunarfræðingurinn hafði mjög mikinn áhuga á Íslandi og álfatrú og spurði mikið um það.“ Hulda segir að það hafi komið sér mikið á óvart hversu mikla spilun myndbandið hefur fengið. „Ég var í öðru verkefni úti á Kýpur og hafði því engan tíma til að kíkja á þetta, þegar ég leit á þetta í gær var komin 1,3 milljón og þetta var frumsýnt 10. október. Ég var mjög hissa, bjóst ekki við því.“Hulda í myndbandinuSkjáskot/YoutubeSkáldsaga á leiðinni Hún segir að þetta myndband hafi verið frábært tækifæri og gæti líka mögulega opnað einhverjar dyr í framtíðinni. Hulda keppti í Miss Univers Iceland árið 2019 og vakti þar mikla athygli og hlaut titilinn Queen Beauty Iceland 2020. Hún verður því fulltrúi Íslands í alþjóðlegu keppninni Queen Beauty Universe á næsta ári. Sunneva Sif Jónsdóttir vann keppnina Queen Beauty Universe á þessu ári svo Hulda stefnir á að verja titilinn. „Ég keppi á næsta ári á Miami, það verður næsta sumar. Það er ekki komin dagsetning ennþá en það verður líklega í júlí,“ segir Hulda sem er mjög þakklát fyrir að hafa tekið þátt í keppninni hér heima. „Þetta hefur breytt lífi mínu á mjög margan hátt, frábært tengslanet og yndislegar stelpur. Það er eiginlega mesti sigurinn í þessu, allar vinkonurnar sem maður eignast.“Förðunarfræðingurinn sem farðaði Huldu fyrir myndbandið spurði hana mikið um álfa.Skjáskot/YoutubeHulda er yngsta manneskjan á Íslandi sem lokið hefur meistaragráðu í íslenskri málfræði og er einnig með háskólagráðu í þýsku. Hún þýddi einmitt ævintýrið Hnotubrjótinn úr þýsku yfir á íslensku, sem hafði aldrei verið gert áður. „Mér finnst ótrúlega gaman að skrifa og er núna að gera skáldsögu. Svo byrjaði ég í haust í talmeinafræði, það var líka eitthvað sem ég stefndi alltaf á. Ég tók gráðu í málfræði fyrir þremur árum og fór svo að vinna á auglýsingastofu í tvö ár. Ég ætlaði samt alltaf í talmeinafræði og byrjaði í undirbúningsnáminu núna í haust og stefni á að klára það.“ Miss Universe Iceland Tónlist Tengdar fréttir Besta ákvörðun í lífinu að taka þátt Hin 22 ára gamla Sunneva Sif Jónsdóttir vann keppnina Queen Beauty Universe sem fram fór í Flórídaríki í Bandaríkjunum í júlí. 2. september 2019 15:30 Fór í fimm mánaða heimsreisu og kláraði masterspróf á meðan Hulda Vigdísardóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Hulda er yngsta manneskjan á Íslandi til að ljúka Mestersgráðu í íslenskri málfræði og er hún líka með háskólagráðu í þýsku. 22. ágúst 2019 20:00 Með meistaragráðu í málfræði í Miss Universe Iceland Hulda Vigdísardóttir kláraði mastersgráðu í málfræði 22 ára gömul og keppir nú í Miss Universe Iceland. 15. ágúst 2018 14:45 Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Hulda Vigdísardóttir leikur stórt hlutverk í nýju myndbandi frá tónlistarmanninum Alekseev, sem tekið var upp á Íslandi. Alekseev er Úkraínumaður sem heitir fullu nafni Nikita Vladomir Alekseev. Lagið Камень и Вода var sett á Youtube þann 10. október og hefur það verið spilað meira en 1,3 milljón sinnum á Youtube á fimm dögum. „Ég fékk skilaboð á Facebook frá Hero á Íslandi um það hvort að ég hefði áhuga á að leika í tónlistarmyndbandinu og hvort ég væri heima á þessum tíma,“ segir Hulda í samtali við Vísi. Hulda er málfræðingur, fyrirsæta og fegurðardrottning hefur áður leikið í erlendum tónlistarmyndböndum og tekið að sér fyrirsætuverkefni fyrir erlenda aðila, bæði hér heima og erlendis. Myndbandið við þetta lag var tekið upp á Íslandi í ágúst á þessu ári.„Þau vildu hafa alveg myrkur svo þetta var tekið upp um miðja nótt. Það er náttúrulega svo bjart í ágúst að við þurftum að bíða frekar lengi.“ Titil lagsins væri hægt að þýða sem Steinn og vatn en það var Alan Badoev sem leikstýrði myndbandinu. „Þetta var ótrúlega gaman, sérstaklega þar sem leikstjórinn sem var svo lifandi einhvern vegin. Það voru smá tungumálaerfiðleikar þar sem þau töluðu ekki alveg nógu góða ensku, en oft þurfti að leika til að koma skilaboðum til skila.“Spurðu um Ísland og álfa Alekseev keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2018 fyrir Hvíta-Rússland með lagið Forever. Hann komst ekki upp úr undanúrslitakvöldinu í keppnninni í Portúgal. Alekseev er fæddur árið 1993 en vakti fyrst athygli árið 2014 þegar hann keppti í hæfileikakeppninni The Voice of Ukraine. Hulda viðurkennir að hafa ekki vitað hver Alekseev væri fyrr en henni var boðið að leika í myndbandinu. „Hann var mjög fínn, hafði mikinn áhuga á Íslandi. Hann kom með teymi með sér og förðunarfræðingurinn hafði mjög mikinn áhuga á Íslandi og álfatrú og spurði mikið um það.“ Hulda segir að það hafi komið sér mikið á óvart hversu mikla spilun myndbandið hefur fengið. „Ég var í öðru verkefni úti á Kýpur og hafði því engan tíma til að kíkja á þetta, þegar ég leit á þetta í gær var komin 1,3 milljón og þetta var frumsýnt 10. október. Ég var mjög hissa, bjóst ekki við því.“Hulda í myndbandinuSkjáskot/YoutubeSkáldsaga á leiðinni Hún segir að þetta myndband hafi verið frábært tækifæri og gæti líka mögulega opnað einhverjar dyr í framtíðinni. Hulda keppti í Miss Univers Iceland árið 2019 og vakti þar mikla athygli og hlaut titilinn Queen Beauty Iceland 2020. Hún verður því fulltrúi Íslands í alþjóðlegu keppninni Queen Beauty Universe á næsta ári. Sunneva Sif Jónsdóttir vann keppnina Queen Beauty Universe á þessu ári svo Hulda stefnir á að verja titilinn. „Ég keppi á næsta ári á Miami, það verður næsta sumar. Það er ekki komin dagsetning ennþá en það verður líklega í júlí,“ segir Hulda sem er mjög þakklát fyrir að hafa tekið þátt í keppninni hér heima. „Þetta hefur breytt lífi mínu á mjög margan hátt, frábært tengslanet og yndislegar stelpur. Það er eiginlega mesti sigurinn í þessu, allar vinkonurnar sem maður eignast.“Förðunarfræðingurinn sem farðaði Huldu fyrir myndbandið spurði hana mikið um álfa.Skjáskot/YoutubeHulda er yngsta manneskjan á Íslandi sem lokið hefur meistaragráðu í íslenskri málfræði og er einnig með háskólagráðu í þýsku. Hún þýddi einmitt ævintýrið Hnotubrjótinn úr þýsku yfir á íslensku, sem hafði aldrei verið gert áður. „Mér finnst ótrúlega gaman að skrifa og er núna að gera skáldsögu. Svo byrjaði ég í haust í talmeinafræði, það var líka eitthvað sem ég stefndi alltaf á. Ég tók gráðu í málfræði fyrir þremur árum og fór svo að vinna á auglýsingastofu í tvö ár. Ég ætlaði samt alltaf í talmeinafræði og byrjaði í undirbúningsnáminu núna í haust og stefni á að klára það.“
Miss Universe Iceland Tónlist Tengdar fréttir Besta ákvörðun í lífinu að taka þátt Hin 22 ára gamla Sunneva Sif Jónsdóttir vann keppnina Queen Beauty Universe sem fram fór í Flórídaríki í Bandaríkjunum í júlí. 2. september 2019 15:30 Fór í fimm mánaða heimsreisu og kláraði masterspróf á meðan Hulda Vigdísardóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Hulda er yngsta manneskjan á Íslandi til að ljúka Mestersgráðu í íslenskri málfræði og er hún líka með háskólagráðu í þýsku. 22. ágúst 2019 20:00 Með meistaragráðu í málfræði í Miss Universe Iceland Hulda Vigdísardóttir kláraði mastersgráðu í málfræði 22 ára gömul og keppir nú í Miss Universe Iceland. 15. ágúst 2018 14:45 Mest lesið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Besta ákvörðun í lífinu að taka þátt Hin 22 ára gamla Sunneva Sif Jónsdóttir vann keppnina Queen Beauty Universe sem fram fór í Flórídaríki í Bandaríkjunum í júlí. 2. september 2019 15:30
Fór í fimm mánaða heimsreisu og kláraði masterspróf á meðan Hulda Vigdísardóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Hulda er yngsta manneskjan á Íslandi til að ljúka Mestersgráðu í íslenskri málfræði og er hún líka með háskólagráðu í þýsku. 22. ágúst 2019 20:00
Með meistaragráðu í málfræði í Miss Universe Iceland Hulda Vigdísardóttir kláraði mastersgráðu í málfræði 22 ára gömul og keppir nú í Miss Universe Iceland. 15. ágúst 2018 14:45
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið