Miður sín að gegna formennsku en bjartsýnn með nýtt fólk í brúnni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 15. október 2019 15:01 Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS. Vísir Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS, segist ekki eiga von á frekari uppsögnum á Reykjalundi. Hann segist því miður vera formaður SÍBS en fagnar nýju fólki í brúnni. Nýr framkvæmdastjóri lækninga var kynntur til leiks í hádeginu og ráðning forstjóra stendur yfir. Ólafur Þór Ævarsson tekur við Magnúsi Ólasyni sem nýr framkvæmdastjóri lækninga. Herdís Gunnarsdóttir, sem tók við sem framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs á Reykjalundi, hefur verið settur forstjóri Reykjalundar á meðan ráðningarferli stendur yfir. „Við erum náttúrulega ekki ánægð með þessa stöðu sem er komin upp en hún er bara niðurstaðan í dag. Við erum mjög fegin því að vera komin með tvo flotta stjórnendur inn í kerfið okkur. Herdísi Gunnarsdóttur sem hefur stjórnað stórri stofnun frá fyrri tíma og svo Ólaf sem er með mikla reynslu sem læknir,“ segir Sveinn.Starfsfólk lýsti yfir vantrausti á stjórnina fyrir helgi. „Ég hef ekkert um það að segja. Ég skil reiðina, undirtóninn og allt og get ekkert gert með það,“ segir Sveinn.En hefði verið hægt að standa betur að breytingunum? „Ég get ekki sagt hvernig uppsagnirnar báru að hver í sínu lagi. Það er trúnaður á milli okkar með þetta. Auðvitað hefði margt mátt fara öðruvísi en þetta er niðurstaðan í dag. Við verðum að horfa til framtíðar og setja sjúklinga í fyrsta sæti.“Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag þar sem Ólafur Þór Ævarsson var kynntur til leiks sem nýr framkvæmdastjóri endurhæfingar.Vísir/SigurjónHann hefur ekki trú á því að óánægja starfsfólks komi niður á sjúklingum endurhæfingarstöðvarinnar. „Ég reikna ekki með því. Þetta er það flott fólk hérna að það veit hvað er númer eitt, tvö og þrjú.“ Magðalena Ásgeirsdóttir yfirlæknir íhugar að segja upp störfum í kjölfar annarrar uppsagnar vegna óánægju með skipulagsbreytingar. Hún segist ekki bera virðingu fyrir því fólki sem stjórn SÍBS hafi ráðið en um sé að ræða handbendi stjórnarinnar. Sjálf íhugi hún uppsögn í framhaldi af uppsögn annars óánægðs starfsmanns.Á Sveinn von á fleiri uppsögnum? „Ég á ekki von á því. Fólk verður að ráða því hvað það vill gera. Þetta er góður vinnustaður til framtíðar, með þetta góða fólk sem er komið í framkvæmdastjórnina. Ég treysti því til að klára þetta alla leið og miklu meira en það,“ segir Sveinn.Ný framkvæmdastjórn Reykjalundar f.v. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, Helgi Kristjónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.Aðspurður hvort hann íhugi að hætta sem formaður stjórnar segir hann: „Ég var að fara að hætta, ætlaði ekki að vera þetta tímabil sem er núna. Því miður sit ég það. Þetta er tveggja ára tímabil. Ég er búinn að vera þá fjögur ár. Við erum sjúklingasamtök sem myndum stjórn SÍBS, það eru fjölmörg samtök sem mynda það, og svo er einn í okkar röðum sem fer inn í þetta hlutverk. Og ég er þar í dag, því miður er ég þar í dag.“ Örfáir starfsmenn mættu á starfsmannafund sem boðað hafði verið til í hádeginu í dag. „Það getur verið að skýringin sé að það var boðað mjög seint til fundarins í fyrsta lagi. Samhliða því var sent út til allra starfsmanna það sem hér fór fram. Það má því segja að fundurinn var færður á blað til allra fyrir fundinn.“ Fundurinn hafi farið vel fram. „Þetta var vel flutt þetta mál, bæði Ólafs og Herdísar, og þau gerðu mjög vel grein fyrir sínum störfum til framtíðar. Þannig að ég er bjartsýnn.“ Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS, segist ekki eiga von á frekari uppsögnum á Reykjalundi. Hann segist því miður vera formaður SÍBS en fagnar nýju fólki í brúnni. Nýr framkvæmdastjóri lækninga var kynntur til leiks í hádeginu og ráðning forstjóra stendur yfir. Ólafur Þór Ævarsson tekur við Magnúsi Ólasyni sem nýr framkvæmdastjóri lækninga. Herdís Gunnarsdóttir, sem tók við sem framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs á Reykjalundi, hefur verið settur forstjóri Reykjalundar á meðan ráðningarferli stendur yfir. „Við erum náttúrulega ekki ánægð með þessa stöðu sem er komin upp en hún er bara niðurstaðan í dag. Við erum mjög fegin því að vera komin með tvo flotta stjórnendur inn í kerfið okkur. Herdísi Gunnarsdóttur sem hefur stjórnað stórri stofnun frá fyrri tíma og svo Ólaf sem er með mikla reynslu sem læknir,“ segir Sveinn.Starfsfólk lýsti yfir vantrausti á stjórnina fyrir helgi. „Ég hef ekkert um það að segja. Ég skil reiðina, undirtóninn og allt og get ekkert gert með það,“ segir Sveinn.En hefði verið hægt að standa betur að breytingunum? „Ég get ekki sagt hvernig uppsagnirnar báru að hver í sínu lagi. Það er trúnaður á milli okkar með þetta. Auðvitað hefði margt mátt fara öðruvísi en þetta er niðurstaðan í dag. Við verðum að horfa til framtíðar og setja sjúklinga í fyrsta sæti.“Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag þar sem Ólafur Þór Ævarsson var kynntur til leiks sem nýr framkvæmdastjóri endurhæfingar.Vísir/SigurjónHann hefur ekki trú á því að óánægja starfsfólks komi niður á sjúklingum endurhæfingarstöðvarinnar. „Ég reikna ekki með því. Þetta er það flott fólk hérna að það veit hvað er númer eitt, tvö og þrjú.“ Magðalena Ásgeirsdóttir yfirlæknir íhugar að segja upp störfum í kjölfar annarrar uppsagnar vegna óánægju með skipulagsbreytingar. Hún segist ekki bera virðingu fyrir því fólki sem stjórn SÍBS hafi ráðið en um sé að ræða handbendi stjórnarinnar. Sjálf íhugi hún uppsögn í framhaldi af uppsögn annars óánægðs starfsmanns.Á Sveinn von á fleiri uppsögnum? „Ég á ekki von á því. Fólk verður að ráða því hvað það vill gera. Þetta er góður vinnustaður til framtíðar, með þetta góða fólk sem er komið í framkvæmdastjórnina. Ég treysti því til að klára þetta alla leið og miklu meira en það,“ segir Sveinn.Ný framkvæmdastjórn Reykjalundar f.v. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri, Lára M. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólafur Þór Ævarsson framkvæmdastjóri lækninga, Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, Helgi Kristjónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.Aðspurður hvort hann íhugi að hætta sem formaður stjórnar segir hann: „Ég var að fara að hætta, ætlaði ekki að vera þetta tímabil sem er núna. Því miður sit ég það. Þetta er tveggja ára tímabil. Ég er búinn að vera þá fjögur ár. Við erum sjúklingasamtök sem myndum stjórn SÍBS, það eru fjölmörg samtök sem mynda það, og svo er einn í okkar röðum sem fer inn í þetta hlutverk. Og ég er þar í dag, því miður er ég þar í dag.“ Örfáir starfsmenn mættu á starfsmannafund sem boðað hafði verið til í hádeginu í dag. „Það getur verið að skýringin sé að það var boðað mjög seint til fundarins í fyrsta lagi. Samhliða því var sent út til allra starfsmanna það sem hér fór fram. Það má því segja að fundurinn var færður á blað til allra fyrir fundinn.“ Fundurinn hafi farið vel fram. „Þetta var vel flutt þetta mál, bæði Ólafs og Herdísar, og þau gerðu mjög vel grein fyrir sínum störfum til framtíðar. Þannig að ég er bjartsýnn.“
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent