Svona virkar flókið umspil fyrir EM 2020 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2019 15:22 Okkar menn voru svekktir þrátt fyrir 2-0 sigur á Andorra í gær, í ljósi úrslita úr leik Frakklands og Tyrklands. Vísir/Vilhelm Möguleikar Íslands um að komast beint á EM 2020 í knattspyrnu minnkuðu talsvert eftir að Frakkland og Tyrkland gerðu 1-1 jafntefli í París í gærkvöldi. Ísland vann á sama tíma 2-0 sigur á Andorra en úrslitin þýða að Ísland fær ekki þann úrslitaleik gegn Tyrklandi ytra í næsta mánuði sem Erik Hamren og hans menn höfðu óskað sér. Ef Frakkar hefðu unnið Tyrki í gær hefði nægt Íslandi að vinna síðustu tvo leiki sína í riðlinum - gegn Tyrklandi 14. nóvember og Moldóvu þremur dögum síðar - til að komast beint á EM 2020. En þess í stað þarf Ísland að vinna sína leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig í Andorra í lokaumferð riðlakeppninnar þann 17. nóvember. Það er þó ekki öll nótt úti enn. Ísland er svo gott sem öruggt með sæti í umspili fyrir EM 2020 sem fer fram í lok mars. En hvernig virkar það umspil og hvaða andstæðinga getur Ísland fengið þá?Hvenær? Umspilið fer fram á tveimur leikdögum; 26. mars og 31. mars á næsta ári. Fjögur lið eru í hverju umspili og er spilað með útsláttarfyrirkomulagi. Undanúrslit fara fram 26. mars og sigurvegarar þeirra leikja mætast í úrslitaleik um eitt laust sæti á EM 2020 þann 31. mars.Hvaða lið komast í umspilið? Umspilið er reiknað út frá árangri liða í Þjóðadeild UEFA (Nations League) sem fór fram haustið 2018 en fjögur sæti á EM 2020 eru í boði í umspilinu. Þjóðadeild UEFA var skipt í fjórar deildir (A, B, C og D) og fær hver deild sitt umspil, þar sem eitt sæti á EM 2020 er í húfi fyrir hverja deild.Hvernig er umspilið samansett? Fjögur bestu liðin úr hverri deild sem ekki komust inn á EM 2020 í gegnum undankeppnina fá sæti í umspilinu. En hér byrja málin að flækjast. Ísland var í A-deildinni og líkur eru á að Ísland verði í litlum hópi A-deildarliða sem ekki tryggja sér sæti á EM 2020 í undankeppninni. En hvaða liðum mætir þá Ísland í umspilinu? Það er erfitt að fullyrða nákvæmlega um það núna þar sem að undankeppnin fyrir EM 2020 klárast fyrr en í næsta mánuði. En það er hægt velta því upp út frá núverandi stöðu liðanna.A-deild: 2 lið komast ekki áfram úr undankeppninni (Sviss og Ísland)B-deild: 4 lið komast ekki áfram (Bosnía, Wales, Slóvakía og Norður-Írland)C-deild: 13 lið komast ekki áframD-deild: 16 lið komast ekki áfram Svona myndi því umspilið líta út miðað við núverandi stöðuA-deild: Ísland, Sviss, ???, ???B-deild: Bosnía, Wales, Slóvakía, Norður-ÍrlandC-deild: Skotland, Noregur, Serbía og ???D-deild: Georgía, Norður-Makedónía, Kósóvó og Hvíta-Rússland Ljóst er að það þarf að sækja tvö önnur lið til að klára umspil A-deildar. Þá er leitað í næstu deildir fyrir neðan. Ekki er hægt að sækja þau lið í B-deildina þar sem að átta af tólf liðum fara beint á EM í gegnum undankeppnina. Hin fjögur sem eftir standa fara í sitt umspil. Það er hins vegar nóg af liðum í C-deildinni sem ekki fara beint á EM og þangað yrðu þau sótt fyrir umspil A-deildarinnar. Það er þó ekki hægt að sækja lið sem unnu sína riðla úr C-deildinni og þess vegna eru Skotland, Noregur og Serbía örugg með að spila sitt umspil í sinni deild. Öðru máli gegnir um önnur lið í C-deildinni en næst inn á eftir hinum þremur eru Búlgaría, Ísrael og Rúmenía. Eitt af þessum þremur fer í umspil C-deildar og hin tvö í umspil A-deildar. Þann 22. nóvember verður dregið í umspil, meðal annars um hvaða neðrideildarlið dragast í umspil efri deilda.Hvernig fer umspilið fram? Liðunum er styrkleikaraðað eftir árangri í Þjóðadeildinni. Ísland og Sviss fá því bæði heimaleiki í undanúrslitum og mæta þá liði úr C-deildinni á sínum heimavelli þann 26. mars. Sigurvegarar leikjanna mætast svo í úrslitaleik 31. mars. En hver fær að spila úrslitaleik umspilsins á heimavelli? Það verður líka dregið um það þann 22. nóvember.Niðurstaða Þetta er flókið, eins og sjá má á þessari lesningu. Það sem stendur upp úr núna er þó að Ísland á nánast örugglega sæti í umspilinu í mars. En það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en eftir undankeppnina hvaða andstæðinga Ísland fær. En til að eiga sem bestan möguleika á að komast í lokakeppni EM næsta sumar væri vissulega gott að sleppa við jafn sterkt lið og Sviss í umspilinu. Sviss situr sem stendur í þriðja sæti síns riðils á eftir Írum og Dönum en á mikilvægan leik gegn Írlandi á heimavelli í kvöld. Óhætt er að fullyrða að við Íslendingar séu stuðningsmenn þess að Sviss fari beint á EM og haldi því með þeim svissnesku í kvöld. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Möguleikar Íslands um að komast beint á EM 2020 í knattspyrnu minnkuðu talsvert eftir að Frakkland og Tyrkland gerðu 1-1 jafntefli í París í gærkvöldi. Ísland vann á sama tíma 2-0 sigur á Andorra en úrslitin þýða að Ísland fær ekki þann úrslitaleik gegn Tyrklandi ytra í næsta mánuði sem Erik Hamren og hans menn höfðu óskað sér. Ef Frakkar hefðu unnið Tyrki í gær hefði nægt Íslandi að vinna síðustu tvo leiki sína í riðlinum - gegn Tyrklandi 14. nóvember og Moldóvu þremur dögum síðar - til að komast beint á EM 2020. En þess í stað þarf Ísland að vinna sína leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig í Andorra í lokaumferð riðlakeppninnar þann 17. nóvember. Það er þó ekki öll nótt úti enn. Ísland er svo gott sem öruggt með sæti í umspili fyrir EM 2020 sem fer fram í lok mars. En hvernig virkar það umspil og hvaða andstæðinga getur Ísland fengið þá?Hvenær? Umspilið fer fram á tveimur leikdögum; 26. mars og 31. mars á næsta ári. Fjögur lið eru í hverju umspili og er spilað með útsláttarfyrirkomulagi. Undanúrslit fara fram 26. mars og sigurvegarar þeirra leikja mætast í úrslitaleik um eitt laust sæti á EM 2020 þann 31. mars.Hvaða lið komast í umspilið? Umspilið er reiknað út frá árangri liða í Þjóðadeild UEFA (Nations League) sem fór fram haustið 2018 en fjögur sæti á EM 2020 eru í boði í umspilinu. Þjóðadeild UEFA var skipt í fjórar deildir (A, B, C og D) og fær hver deild sitt umspil, þar sem eitt sæti á EM 2020 er í húfi fyrir hverja deild.Hvernig er umspilið samansett? Fjögur bestu liðin úr hverri deild sem ekki komust inn á EM 2020 í gegnum undankeppnina fá sæti í umspilinu. En hér byrja málin að flækjast. Ísland var í A-deildinni og líkur eru á að Ísland verði í litlum hópi A-deildarliða sem ekki tryggja sér sæti á EM 2020 í undankeppninni. En hvaða liðum mætir þá Ísland í umspilinu? Það er erfitt að fullyrða nákvæmlega um það núna þar sem að undankeppnin fyrir EM 2020 klárast fyrr en í næsta mánuði. En það er hægt velta því upp út frá núverandi stöðu liðanna.A-deild: 2 lið komast ekki áfram úr undankeppninni (Sviss og Ísland)B-deild: 4 lið komast ekki áfram (Bosnía, Wales, Slóvakía og Norður-Írland)C-deild: 13 lið komast ekki áframD-deild: 16 lið komast ekki áfram Svona myndi því umspilið líta út miðað við núverandi stöðuA-deild: Ísland, Sviss, ???, ???B-deild: Bosnía, Wales, Slóvakía, Norður-ÍrlandC-deild: Skotland, Noregur, Serbía og ???D-deild: Georgía, Norður-Makedónía, Kósóvó og Hvíta-Rússland Ljóst er að það þarf að sækja tvö önnur lið til að klára umspil A-deildar. Þá er leitað í næstu deildir fyrir neðan. Ekki er hægt að sækja þau lið í B-deildina þar sem að átta af tólf liðum fara beint á EM í gegnum undankeppnina. Hin fjögur sem eftir standa fara í sitt umspil. Það er hins vegar nóg af liðum í C-deildinni sem ekki fara beint á EM og þangað yrðu þau sótt fyrir umspil A-deildarinnar. Það er þó ekki hægt að sækja lið sem unnu sína riðla úr C-deildinni og þess vegna eru Skotland, Noregur og Serbía örugg með að spila sitt umspil í sinni deild. Öðru máli gegnir um önnur lið í C-deildinni en næst inn á eftir hinum þremur eru Búlgaría, Ísrael og Rúmenía. Eitt af þessum þremur fer í umspil C-deildar og hin tvö í umspil A-deildar. Þann 22. nóvember verður dregið í umspil, meðal annars um hvaða neðrideildarlið dragast í umspil efri deilda.Hvernig fer umspilið fram? Liðunum er styrkleikaraðað eftir árangri í Þjóðadeildinni. Ísland og Sviss fá því bæði heimaleiki í undanúrslitum og mæta þá liði úr C-deildinni á sínum heimavelli þann 26. mars. Sigurvegarar leikjanna mætast svo í úrslitaleik 31. mars. En hver fær að spila úrslitaleik umspilsins á heimavelli? Það verður líka dregið um það þann 22. nóvember.Niðurstaða Þetta er flókið, eins og sjá má á þessari lesningu. Það sem stendur upp úr núna er þó að Ísland á nánast örugglega sæti í umspilinu í mars. En það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en eftir undankeppnina hvaða andstæðinga Ísland fær. En til að eiga sem bestan möguleika á að komast í lokakeppni EM næsta sumar væri vissulega gott að sleppa við jafn sterkt lið og Sviss í umspilinu. Sviss situr sem stendur í þriðja sæti síns riðils á eftir Írum og Dönum en á mikilvægan leik gegn Írlandi á heimavelli í kvöld. Óhætt er að fullyrða að við Íslendingar séu stuðningsmenn þess að Sviss fari beint á EM og haldi því með þeim svissnesku í kvöld.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira