Segir nýja stjórnendur Reykjalundar skorta menntun og reynslu í endurhæfingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2019 19:45 Magdalena Ásgeirsdóttir formaður læknaráðs Reykjalundar íhugar stöðu sína eftir vendingar á stofnuninni, Meðferð sjúklinga var stefnt í hættu með fyrirvaralausri uppsögn framkvæmdastjóra lækninga við Reykjalund segir formaður læknaráðs stofnunarinnar. Málið var tilkynnt til Landlæknis. Hún ber hvorki traust til stjórnar né nýrra stjórnenda. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga sakar stjórnarformann um rangfærslur. Magdalena Ásgeirsdóttir formaður læknaráðs Reykjalundar segir mikla ólgu meðal starfsfólks stofnunarinnar vegna atburða síðustu vikna. Hún ber ekki traust til nýrra stjórnenda. „Við erum búin að lýsa vantrausti á stjórnina og þeir sem setjast í stöður í þeirra skjóli eru þar að leiðandi handbendi þeirra og njóta ekki trausts.“ segir Magdalena. Þá segir hún að það skorti menntun og reynslu í endurhæfingu sjúklinga hjá framkvæmdastjórn og nýjum stjórnendum. „Þeir sem sitja núna í framkvæmdastjórn Reykjalundar hafa ekki endurhæfingarmenntun og litla sem enga reynslu af þeim málum. Nýsettur framkvæmdastjóri lækninga hefur ekki að því ég best veit unnið að þverfaglegri endurhæfingu nokkrun tíma á sínum starfsferli þó að hann hafi sinnt sérhæfðri geðendurhæfingu,“ segir hún. Tveir læknar hafa nýlega sagt upp störfum á Reykjalundi, einn í síðustu viku og annar fyrir nokkrum vikum. Magdalena er að íhuga sína stöðu. „Ég náttúrulega treysti mér ekki að vinna undir stjórn þeirra sem ég hef lýst vantrausti á og það er alveg klárt. En ef núverandi stjórn SÍBS verður sett af verð ég mögulega tilbúin til að starfa áfram,“ segir Magdalena. Uppsagnir stjórnenda hafi borið að með afar óeðlilegum hætti. Forstjórinn og framkvæmdastjóri lækninga voruhreinlega bornir út úr húsi og það er sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga sem sinnti líka klínískri vinnu en það var lokað fyrir sjúkraskrá og meðferð þannig stefnt í hættu og jafnvel sjúklingum. Málið hefur nú verið tilkynnt til Landlæknis,“ segir hún. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga segir stjórnarformanninn fara með rangt mál . Magnús Ólafsson fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjarlundi sagði í samtali við fréttastofu að Sveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS hafi farið með rangt mál í fjölmiðlum þegar fram hafi komið að Magnús hafi ekki viljað hætta . Magnús segist aldrei hafa sagt að hann vildi ekki láta af störfum hann hafi hins vegar verið beðinn af forstjóra Reykjalundar í sumar að starfa áfram sem læknir við stofnunina eftir að hann hætti sem framkvæmdastjóri. Mál sitt sé nú í farvegi hjá lögmanni Læknafélagsins. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Meðferð sjúklinga var stefnt í hættu með fyrirvaralausri uppsögn framkvæmdastjóra lækninga við Reykjalund segir formaður læknaráðs stofnunarinnar. Málið var tilkynnt til Landlæknis. Hún ber hvorki traust til stjórnar né nýrra stjórnenda. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga sakar stjórnarformann um rangfærslur. Magdalena Ásgeirsdóttir formaður læknaráðs Reykjalundar segir mikla ólgu meðal starfsfólks stofnunarinnar vegna atburða síðustu vikna. Hún ber ekki traust til nýrra stjórnenda. „Við erum búin að lýsa vantrausti á stjórnina og þeir sem setjast í stöður í þeirra skjóli eru þar að leiðandi handbendi þeirra og njóta ekki trausts.“ segir Magdalena. Þá segir hún að það skorti menntun og reynslu í endurhæfingu sjúklinga hjá framkvæmdastjórn og nýjum stjórnendum. „Þeir sem sitja núna í framkvæmdastjórn Reykjalundar hafa ekki endurhæfingarmenntun og litla sem enga reynslu af þeim málum. Nýsettur framkvæmdastjóri lækninga hefur ekki að því ég best veit unnið að þverfaglegri endurhæfingu nokkrun tíma á sínum starfsferli þó að hann hafi sinnt sérhæfðri geðendurhæfingu,“ segir hún. Tveir læknar hafa nýlega sagt upp störfum á Reykjalundi, einn í síðustu viku og annar fyrir nokkrum vikum. Magdalena er að íhuga sína stöðu. „Ég náttúrulega treysti mér ekki að vinna undir stjórn þeirra sem ég hef lýst vantrausti á og það er alveg klárt. En ef núverandi stjórn SÍBS verður sett af verð ég mögulega tilbúin til að starfa áfram,“ segir Magdalena. Uppsagnir stjórnenda hafi borið að með afar óeðlilegum hætti. Forstjórinn og framkvæmdastjóri lækninga voruhreinlega bornir út úr húsi og það er sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga sem sinnti líka klínískri vinnu en það var lokað fyrir sjúkraskrá og meðferð þannig stefnt í hættu og jafnvel sjúklingum. Málið hefur nú verið tilkynnt til Landlæknis,“ segir hún. Fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga segir stjórnarformanninn fara með rangt mál . Magnús Ólafsson fráfarandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjarlundi sagði í samtali við fréttastofu að Sveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS hafi farið með rangt mál í fjölmiðlum þegar fram hafi komið að Magnús hafi ekki viljað hætta . Magnús segist aldrei hafa sagt að hann vildi ekki láta af störfum hann hafi hins vegar verið beðinn af forstjóra Reykjalundar í sumar að starfa áfram sem læknir við stofnunina eftir að hann hætti sem framkvæmdastjóri. Mál sitt sé nú í farvegi hjá lögmanni Læknafélagsins.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira