Samráð um stjórnarskrá Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. október 2019 07:00 Þarf nokkuð að endurskoða stjórnarskrána? spurði mig maður um daginn, eftir að ný skoðanakönnun um afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar birtist í fjölmiðlum. Skoðanakönnunin er liður í nýrri leið við almenningssamráð sem er mikilvægur hluti af vinnu formanna stjórnmálaflokkanna á þingi við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Könnunin er annars vegar sjálfstæð vísbending um viðhorf almennings til ýmissa hluta sem tengjast stjórnarskrá. Hins vegar undanfari svokallaðs rökræðufundar sem haldinn verður 9.-10. nóvember með þátttöku almennings hvaðanæva af landinu. Í upphafi þessa kjörtímabils óskaði ég eftir því við formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi að við ynnum saman að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Verkinu var skipt upp í áfanga og miðað við að byggt yrði á þeirri umfangsmiklu vinnu sem unnin hefur verið síðustu ár og áratugi. Í því samhengi skiptir miklu að fá skýra mynd og skilning á viðhorfi almennings en nýjar aðferðir í almenningssamráði voru einnig hluti af þessari áætlun. Ég bind vonir við að þær muni ekki aðeins skila uppbyggilegum niðurstöðum inn í vinnuna við endurskoðun stjórnarskrárinnar heldur einnig geta reynst vera aðferðafræði sem má viðhafa víðar í opinberri stefnumótun. Almenningssamráð snýst ekki eingöngu um að birta frumvörp á veraldarvefnum eða halda þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök atriði sem má kalla hvorn sinn enda almannasamráðs. Á því litrófi eru hins vegar margar aðferðir og mikilvægt að Alþingi og stjórnvöld nýti sér þær, ekki síst við úrlausn mikilvægra mála, eins og til dæmis við stjórnarskrárbreytingar. Í skoðanakönnuninni kom í ljós að 37% svarenda væru ánægð með stjórnarskrána en 27% óánægð. 36% voru hvorki ánægð né óánægð. Það breytir því ekki að ríkur vilji er til að endurskoða stjórnarskrána. Þannig kemur í ljós að 90% svarenda telja mikla þörf á stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareign, 84% telja mikla þörf á ákvæði um umhverfisvernd og 70% telja þörf á nýjum ákvæðum um þjóðarfrumkvæði og íslenska tungu. Þannig að ég svaraði manninum með afdráttarlausu já-i! En könnunin sjálf er einungis fyrsta skref í umfangsmeiri rannsókn. Ætlunin er að virkja nýjar aðferðir við almenningssamráð með rökræðufundinum sem áður var nefndur. Þar mun fólk geta átt samræður við sérfræðinga og aðra um ýmis stjórnarskrártengd málefni og er ætlunin síðan að meta hvort þær samræður breyta skoðunum eða viðhorfum fólks í viðkomandi máli. Markmiðið er þannig að fá betri mynd af viðhorfi almennings og dýpri skilning á því hvað ræður því, til dæmis af hverju fólk sem er ánægt með stjórnarskrána sýnir einnig ríkan vilja til að endurskoða hana. Stjórnvöld víða um heim hafa nýtt þessa aðferðafræði með góðum árangri og þar er nærtækasta dæmið frá nágrönnum okkar í Írlandi sem héldu slíkan rökræðufund í aðdraganda breytinga á þungunarrofslöggjöf. Almenningssamráðið er skipulagt í samstarfi við fræðifólk í Háskóla Íslands. Því til viðbótar hefur Háskólinn ákveðið að standa fyrir svokallaðri lýðvistun í samstarfi við Betra Ísland þar sem allir sem áhuga hafa geta komið sjónarmiðum á framfæri um ýmis stjórnarskrártengd málefni sem síðan verða nýtt á rökræðufundinum. Samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður stjórnarskrá ekki breytt nema þannig að Alþingi samþykki breytingarnar, boðað sé til kosninga, og nýtt Alþingi staðfesti breytingarnar. Þess vegna er svo mikilvægt að vinna að sem breiðastri samstöðu alþingismanna um breytingar á stjórnarskrá. Stjórnmálin skulda almenningi löngu tímabærar breytingar á þessu grundvallarplaggi og það er skylda okkar að leggja okkur öll fram við að ljúka þeirri vinnu með sóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Þarf nokkuð að endurskoða stjórnarskrána? spurði mig maður um daginn, eftir að ný skoðanakönnun um afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar birtist í fjölmiðlum. Skoðanakönnunin er liður í nýrri leið við almenningssamráð sem er mikilvægur hluti af vinnu formanna stjórnmálaflokkanna á þingi við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Könnunin er annars vegar sjálfstæð vísbending um viðhorf almennings til ýmissa hluta sem tengjast stjórnarskrá. Hins vegar undanfari svokallaðs rökræðufundar sem haldinn verður 9.-10. nóvember með þátttöku almennings hvaðanæva af landinu. Í upphafi þessa kjörtímabils óskaði ég eftir því við formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi að við ynnum saman að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Verkinu var skipt upp í áfanga og miðað við að byggt yrði á þeirri umfangsmiklu vinnu sem unnin hefur verið síðustu ár og áratugi. Í því samhengi skiptir miklu að fá skýra mynd og skilning á viðhorfi almennings en nýjar aðferðir í almenningssamráði voru einnig hluti af þessari áætlun. Ég bind vonir við að þær muni ekki aðeins skila uppbyggilegum niðurstöðum inn í vinnuna við endurskoðun stjórnarskrárinnar heldur einnig geta reynst vera aðferðafræði sem má viðhafa víðar í opinberri stefnumótun. Almenningssamráð snýst ekki eingöngu um að birta frumvörp á veraldarvefnum eða halda þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök atriði sem má kalla hvorn sinn enda almannasamráðs. Á því litrófi eru hins vegar margar aðferðir og mikilvægt að Alþingi og stjórnvöld nýti sér þær, ekki síst við úrlausn mikilvægra mála, eins og til dæmis við stjórnarskrárbreytingar. Í skoðanakönnuninni kom í ljós að 37% svarenda væru ánægð með stjórnarskrána en 27% óánægð. 36% voru hvorki ánægð né óánægð. Það breytir því ekki að ríkur vilji er til að endurskoða stjórnarskrána. Þannig kemur í ljós að 90% svarenda telja mikla þörf á stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareign, 84% telja mikla þörf á ákvæði um umhverfisvernd og 70% telja þörf á nýjum ákvæðum um þjóðarfrumkvæði og íslenska tungu. Þannig að ég svaraði manninum með afdráttarlausu já-i! En könnunin sjálf er einungis fyrsta skref í umfangsmeiri rannsókn. Ætlunin er að virkja nýjar aðferðir við almenningssamráð með rökræðufundinum sem áður var nefndur. Þar mun fólk geta átt samræður við sérfræðinga og aðra um ýmis stjórnarskrártengd málefni og er ætlunin síðan að meta hvort þær samræður breyta skoðunum eða viðhorfum fólks í viðkomandi máli. Markmiðið er þannig að fá betri mynd af viðhorfi almennings og dýpri skilning á því hvað ræður því, til dæmis af hverju fólk sem er ánægt með stjórnarskrána sýnir einnig ríkan vilja til að endurskoða hana. Stjórnvöld víða um heim hafa nýtt þessa aðferðafræði með góðum árangri og þar er nærtækasta dæmið frá nágrönnum okkar í Írlandi sem héldu slíkan rökræðufund í aðdraganda breytinga á þungunarrofslöggjöf. Almenningssamráðið er skipulagt í samstarfi við fræðifólk í Háskóla Íslands. Því til viðbótar hefur Háskólinn ákveðið að standa fyrir svokallaðri lýðvistun í samstarfi við Betra Ísland þar sem allir sem áhuga hafa geta komið sjónarmiðum á framfæri um ýmis stjórnarskrártengd málefni sem síðan verða nýtt á rökræðufundinum. Samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður stjórnarskrá ekki breytt nema þannig að Alþingi samþykki breytingarnar, boðað sé til kosninga, og nýtt Alþingi staðfesti breytingarnar. Þess vegna er svo mikilvægt að vinna að sem breiðastri samstöðu alþingismanna um breytingar á stjórnarskrá. Stjórnmálin skulda almenningi löngu tímabærar breytingar á þessu grundvallarplaggi og það er skylda okkar að leggja okkur öll fram við að ljúka þeirri vinnu með sóma.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun