Biles í sérflokki í fimleikasögunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. október 2019 16:15 Simone Biles er einn ótrúlegasti íþróttamaður heims vísir/getty Fimleikastjarnan Simone Biles skrifaði nafn sitt enn og aftur í sögubækurnar um helgina þegar hún vann til fimm gullverðlauna á HM í fimleikum sem fór fram í Þýskalandi. Biles sigraði því í fimm greinum af sex en þurfti að láta fimmta sæti duga á tvíslá. Með því er Biles búin að vinna til 25 verðlauna á HM í fimleikum, þar af 19 gullverðlauna og bætti hún um leið 23 ára gamalt met fimleikakappans Vitaly Scherbo sem vann til 23 verðlauna. Þessu náði Biles á sex mótum eftir að hafa tekið sér árs frí og því misst af HM 2017 í Montreal til að hvílast. Fyrr á mótinu bætti Biles metið yfir flest verðlaun í kvennaflokki með 21 verðlaunum sínum og er erfitt að sjá einhvern hagga við meti Biles á næstu árum. Biles sem varð 22 ára fyrr á þessu ári var í sérflokki á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún vann til fimm verðlauna. Biles hefur sjálf talað um það að Ólympíuleikarnir 2020 verði líklegast hennar síðustu. Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í hópfimleikum og fimleikakona ársins 2018 á Íslandi, fer fögrum orðum um Biles þegar Fréttablaðið heyrir í henni. „Þetta er í raun hætt að koma manni á óvart, ég átti von á því að hún myndi vinna þetta allt saman í ár og hún stóðst allar þær væntingar. Þrátt fyrir að hafa lent í fimmta sæti á tvíslá sem á að vera hennar veikasta grein er hún í fimmta sæti í heiminum. Í úrslitunum gerði hún nýjan hlut sem enginn hefur séð áður. Það er erfitt að vera frábær í öllu en henni tekst það. Hún virðist oft ekki mennsk,“ segir Andrea hlæjandi, aðspurð hvort Biles sé hætt að koma henni á óvart. „Hún sýndi nýtt stökk á tvíslá sem enginn annar hefur gert og sýndi önnur tvö ný stökk sem voru skráð eftir henni. Það var eitthvað sem hún hefur verið að æfa og undirbúa lengi og hún valdi HM til að frumsýna ný stökk á öllum áhöldunum. Vonandi sýnir hún svo eitthvað nýtt á Ólympíuleikunum næsta sumar.“ Auk þess að vera ein besta fimleikakona heims hefur Biles heillað með háttvísi sinni og virðingu fyrir keppinautunum. „Ofan á allt saman er hún frábær persóna. Hún hrósaði öllum keppinautum sínum á HM og óskaði þeim til hamingju með góðan árangur eftir atrennur sínar þrátt fyrir að þær væru að mætast í einstaklingsíþrótt.“ Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira
Fimleikastjarnan Simone Biles skrifaði nafn sitt enn og aftur í sögubækurnar um helgina þegar hún vann til fimm gullverðlauna á HM í fimleikum sem fór fram í Þýskalandi. Biles sigraði því í fimm greinum af sex en þurfti að láta fimmta sæti duga á tvíslá. Með því er Biles búin að vinna til 25 verðlauna á HM í fimleikum, þar af 19 gullverðlauna og bætti hún um leið 23 ára gamalt met fimleikakappans Vitaly Scherbo sem vann til 23 verðlauna. Þessu náði Biles á sex mótum eftir að hafa tekið sér árs frí og því misst af HM 2017 í Montreal til að hvílast. Fyrr á mótinu bætti Biles metið yfir flest verðlaun í kvennaflokki með 21 verðlaunum sínum og er erfitt að sjá einhvern hagga við meti Biles á næstu árum. Biles sem varð 22 ára fyrr á þessu ári var í sérflokki á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún vann til fimm verðlauna. Biles hefur sjálf talað um það að Ólympíuleikarnir 2020 verði líklegast hennar síðustu. Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í hópfimleikum og fimleikakona ársins 2018 á Íslandi, fer fögrum orðum um Biles þegar Fréttablaðið heyrir í henni. „Þetta er í raun hætt að koma manni á óvart, ég átti von á því að hún myndi vinna þetta allt saman í ár og hún stóðst allar þær væntingar. Þrátt fyrir að hafa lent í fimmta sæti á tvíslá sem á að vera hennar veikasta grein er hún í fimmta sæti í heiminum. Í úrslitunum gerði hún nýjan hlut sem enginn hefur séð áður. Það er erfitt að vera frábær í öllu en henni tekst það. Hún virðist oft ekki mennsk,“ segir Andrea hlæjandi, aðspurð hvort Biles sé hætt að koma henni á óvart. „Hún sýndi nýtt stökk á tvíslá sem enginn annar hefur gert og sýndi önnur tvö ný stökk sem voru skráð eftir henni. Það var eitthvað sem hún hefur verið að æfa og undirbúa lengi og hún valdi HM til að frumsýna ný stökk á öllum áhöldunum. Vonandi sýnir hún svo eitthvað nýtt á Ólympíuleikunum næsta sumar.“ Auk þess að vera ein besta fimleikakona heims hefur Biles heillað með háttvísi sinni og virðingu fyrir keppinautunum. „Ofan á allt saman er hún frábær persóna. Hún hrósaði öllum keppinautum sínum á HM og óskaði þeim til hamingju með góðan árangur eftir atrennur sínar þrátt fyrir að þær væru að mætast í einstaklingsíþrótt.“
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira