Arion banki hættir að styðja Startup Reykjavík Helgi Vífill Júlíusson skrifar 16. október 2019 07:00 Einar Gunnar Guðmundsson stýrði Startup Reykjavík fyrir hönd Arion banka. Arion banki hyggst hætta fjárstuðningi við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Bankinn hefur stutt við verkefnið frá árinu 2012 í samstarfi við Icelandic Startups sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða og aðstoðar frumkvöðla við að koma sprotafyrirtækjum á koppinn. Startup Reykjavík er tíu vikna viðskiptahraðall og þátttakendur fá 2,4 milljónir króna frá Arion banka í skiptum fyrir sex prósenta hlut í sprotafyrirtækinu. Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður frumkvöðlamála Arion banka, mun í kjölfarið láta af störfum. Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs, sagði í samtali við Markaðinn að málið væri í skoðun innan bankans. Frá árinu 2012 til ársbyrjunar 2019 nam heildarfjárfesting Arion banka í Startup Reykjavík 176 milljónum króna. Í sumar höfðu 78 fyrirtæki farið í gegnum hraðalinn. Eignir Startup Reykjavík Invest, sem samanstóðu af 48 sprotum, námu 313 milljónum króna við árslok 2018. Bókfært virði byggir á viðskiptum annarra með hlutafé fyrirtækjanna. Að öðrum kosti eru fyrirtækin metin út frá líkum á árangri. Mest munar um rúmlega fjögurra prósenta hlut í Authenteq, sem skapar rafræn skilríki, sem metinn er á 110 milljónir króna. Þá er tæplega fjögurra prósenta hlutur í Activity Stream, sem framleiðir næstu kynslóðar viðskiptahugbúnað, metinn á 41 milljón króna og rúmlega þriggja prósenta hlutur í Florealis, sem framleiðir jurtalyf og lækningavörur, metinn á 32 milljónir króna. Á meðal annarra fyrirtækja í eignasafninu eru Klappir Grænar lausnir, sem skráð er á First North-hliðarmarkað Kauphallarinnar, Travelade og Wasabi Iceland. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Nýsköpun Tengdar fréttir Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Benedikt Gíslason segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. 15. október 2019 12:36 Arion og Landsbankinn lækka vexti Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa nú farið að fordæmi Íslandsbanka og lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum. 11. október 2019 11:10 Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Arion banki hyggst hætta fjárstuðningi við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn, samkvæmt heimildum Markaðarins. Bankinn hefur stutt við verkefnið frá árinu 2012 í samstarfi við Icelandic Startups sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða og aðstoðar frumkvöðla við að koma sprotafyrirtækjum á koppinn. Startup Reykjavík er tíu vikna viðskiptahraðall og þátttakendur fá 2,4 milljónir króna frá Arion banka í skiptum fyrir sex prósenta hlut í sprotafyrirtækinu. Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður frumkvöðlamála Arion banka, mun í kjölfarið láta af störfum. Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs, sagði í samtali við Markaðinn að málið væri í skoðun innan bankans. Frá árinu 2012 til ársbyrjunar 2019 nam heildarfjárfesting Arion banka í Startup Reykjavík 176 milljónum króna. Í sumar höfðu 78 fyrirtæki farið í gegnum hraðalinn. Eignir Startup Reykjavík Invest, sem samanstóðu af 48 sprotum, námu 313 milljónum króna við árslok 2018. Bókfært virði byggir á viðskiptum annarra með hlutafé fyrirtækjanna. Að öðrum kosti eru fyrirtækin metin út frá líkum á árangri. Mest munar um rúmlega fjögurra prósenta hlut í Authenteq, sem skapar rafræn skilríki, sem metinn er á 110 milljónir króna. Þá er tæplega fjögurra prósenta hlutur í Activity Stream, sem framleiðir næstu kynslóðar viðskiptahugbúnað, metinn á 41 milljón króna og rúmlega þriggja prósenta hlutur í Florealis, sem framleiðir jurtalyf og lækningavörur, metinn á 32 milljónir króna. Á meðal annarra fyrirtækja í eignasafninu eru Klappir Grænar lausnir, sem skráð er á First North-hliðarmarkað Kauphallarinnar, Travelade og Wasabi Iceland.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Nýsköpun Tengdar fréttir Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Benedikt Gíslason segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. 15. október 2019 12:36 Arion og Landsbankinn lækka vexti Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa nú farið að fordæmi Íslandsbanka og lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum. 11. október 2019 11:10 Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Benedikt Gíslason segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. 15. október 2019 12:36
Arion og Landsbankinn lækka vexti Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa nú farið að fordæmi Íslandsbanka og lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum. 11. október 2019 11:10
Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20