Birta og Kamma verkefnastjórar hjá nýnefndum Grænvangi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2019 10:18 Kamma Thordarson og Birta Kristín Helgadóttir eru nýráðnir verkefnastjórar hjá Grænvangi. Stjórn Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir hefur samþykkt að formlegt nafn vettvangsins verði eftirleiðis Grænvangur á íslensku, en Green by Iceland á ensku. Þá hefur Grænvangur ráðið tvo nýja verkefnastjóra til starfa. Haft er eftir Unni Brá Konráðsdóttur formanni stjórnar Grænvangs að gamla nafnið hafi ekki verið mjög þjált í daglegri notkun. Nýja nafnið hafi aftur á móti alla burði til að festa sig í sessi. Meðfram nafnabreytingunni hefur Kamma Thordarson verið ráðin verkefnisstjóri kynninga og Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri greininga frá og með 1. nóvember. Kamma útskrifaðist frá Sciences Po Paris með meistarapróf í annars vegar alþjóðasamskiptum með áherslu á orkumál og hins vegar blaða- og fréttamennsku. Hún stundaði einnig nám í kínversku við Kínverska háskólann í Hong Kong. Undanfarið ár hefur hún unnið á samskiptasviði Íslandsstofu þar sem hún hefur einkum sinnt verkefnum í vefgerð og samfélagsmiðlum. Hún hefur áður unnið hjá Iceland Encounter og Iceland Travel Assistance, auk þess að hafa sinnt starfsnámi hjá Sameinuðu þjóðunum. Birta Kristín er með M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu fjallaði hún um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á vindorku á Íslandi og hlaut til þess styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar. Undanfarin ár hefur hún starfað sem ráðgjafi á fagsviði endurnýjanlegrar orku hjá EFLU verkfræðistofu. Hennar helstu verkefni hafa verið á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún situr í stjórn félagsins Konur í orkumálum og stundar að auki skíðaþjálfun hjá Skíðadeild Ármanns. Stofnfundur Grænvangs fór fram þann 19. september. Hlutverk hans er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að kolefnishlutleysi árið 2040. Þá mun vettvangurinn einnig vinna með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni. Umhverfismál Vistaskipti Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. 13. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Stjórn Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir hefur samþykkt að formlegt nafn vettvangsins verði eftirleiðis Grænvangur á íslensku, en Green by Iceland á ensku. Þá hefur Grænvangur ráðið tvo nýja verkefnastjóra til starfa. Haft er eftir Unni Brá Konráðsdóttur formanni stjórnar Grænvangs að gamla nafnið hafi ekki verið mjög þjált í daglegri notkun. Nýja nafnið hafi aftur á móti alla burði til að festa sig í sessi. Meðfram nafnabreytingunni hefur Kamma Thordarson verið ráðin verkefnisstjóri kynninga og Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri greininga frá og með 1. nóvember. Kamma útskrifaðist frá Sciences Po Paris með meistarapróf í annars vegar alþjóðasamskiptum með áherslu á orkumál og hins vegar blaða- og fréttamennsku. Hún stundaði einnig nám í kínversku við Kínverska háskólann í Hong Kong. Undanfarið ár hefur hún unnið á samskiptasviði Íslandsstofu þar sem hún hefur einkum sinnt verkefnum í vefgerð og samfélagsmiðlum. Hún hefur áður unnið hjá Iceland Encounter og Iceland Travel Assistance, auk þess að hafa sinnt starfsnámi hjá Sameinuðu þjóðunum. Birta Kristín er með M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu fjallaði hún um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á vindorku á Íslandi og hlaut til þess styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar. Undanfarin ár hefur hún starfað sem ráðgjafi á fagsviði endurnýjanlegrar orku hjá EFLU verkfræðistofu. Hennar helstu verkefni hafa verið á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún situr í stjórn félagsins Konur í orkumálum og stundar að auki skíðaþjálfun hjá Skíðadeild Ármanns. Stofnfundur Grænvangs fór fram þann 19. september. Hlutverk hans er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að kolefnishlutleysi árið 2040. Þá mun vettvangurinn einnig vinna með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni.
Umhverfismál Vistaskipti Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. 13. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. 13. ágúst 2019 15:00